Sigur fyrir tjáningarfrelsið

Það er mjög gott mál að héraðsdómur sýknaði Kastljós í þessu miskabótamáli. Það er hollt fyrir lýðræðið ef fjölmiðlum tekst að veita ráðamönnum aðhald. Samtryggingar  pólitíkusar úr flestum flokkum (Samfylking, Framsókn og Sjálfstæðisflokk) voru samtaka í að vita ekkert um að stúlkan væri tengdadóttir ráðherra og byggi á heimili hans . Það var því hrein tilviljun að þeir afgreiddu málið með öðrum hætti en venja er til.  (Þessu mótmælti Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra) "Því var ekki sannað að þeir hefðu haft rangt við".  En ef þeir hefðu fengið fréttamennina dæmda þess til viðbótar fyrir að segja frá, þá hefðu þeir bitið höfuðið af skömminni.-


mbl.is Starfsmenn Kastljóss sýknaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær réttlætissigur !

Stefán (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála þér Sigurður

Jakob Falur Kristinsson, 28.7.2008 kl. 17:04

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Pólítíkusum er illa við tjáningarfrelsið enda reisa þeir flest þau mál sem varða þennan mikilvæga rétt fólksins. Þess vegna er pólitíkusum í nöp við frjálsa fjölmiðla. Davíð Oddsson og hvolpahjörð hans heimtaði lög um bann við útgáfu dagblaða sem andstæðingar hans áttu. Þessi lög neitaði Ólafur Ragnar að undirrita fyrr en eftir samþykki þjóðaratkvæðagreiðslu. Það þorði Davíð ekki að bjóða þjóðinni upp á og dró lögin til baka sem var stjórnarskrárbrot. Þetta hafa Sannir Flokksmenn aldrei fyrirgefið forsetanum. Sennilega er pólitísk spilling í vestrænu lýðræðisríki hvergi meiri en á Íslandi. 

Ég sagði sennilega af því ég vil ekki vera með fullyrðingar.

Líklega staðfestir Hæstiréttur þennan dóm. Framsóknarmenn hafa aldrei skipað í þann dóm síðan á dögum Ólafs Jóhannessonar.

Árni Gunnarsson, 28.7.2008 kl. 17:29

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi sæti.

Sammála þér, annað hefði verið mikill skandall.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.7.2008 kl. 00:51

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Svo innilega sammála tér  í tessu máli.

Knús á tig.

Gudrún Hauksdótttir, 31.7.2008 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband