Ríkisstjórnin ætlar ekki að virða mannréttindi á Íslandi

%7Bca78e02a-a5e3-4946-bf0c-7f532d7e268b%7D_isb-+-gh-haarde

Ríkisstjórnin hefur nú lýst því yfir að hún ætlar að hundsa niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og greiða ekki bætur til þeirra manna sem mannréttindi voru brotin á eins og mannréttindanefndin ályktaði að skyldi gert.

Margir hæstaréttarlögmenn og fyrrum hæstaréttardómari hafa fullyrt að úrskurður nefndarinnar sé bindandi að þjóðarrétti. Það gerir líka Aðalheiður  Ámundadóttir laganemi sem unnið hefur að ritgerð um álit mannréttindanefndarinnar, um mál þetta segir hún: "Má þar fyrst nefna að Íslenska ríkið hefur fullgilt hina 'valfrjálsu bókun' þess efnis að einstaklingar geti sent erindi til nefndarinnar til umsagnar. Bókunin er sérstakur viðauki við mannréttindasamninginn og því sérstakur þjóðréttarsamningur. Að auki er bókunin valfrjáls og ríkinu bar engin skylda til að fullgilda hana. Ríkið gerði það hins vegar og því er ansi fjarstæðukennt að ætla nú að hafa það að engu."

Bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa lýst því yfir að að ríkisstjórninni beri ekki að virða þennan úrskurð. Þau hafa þessi í stað ákveðið að þæfa málið í nefnd og segjat ætla að fikra sig í átt að áliti mannréttindanefndarinnar á löngum tíma. Byrjunin lofar ekki góðu þ.e. að neita að greiða nokkrar bætur til þeirra einstaklinga sem sannanlega voru brotin mannréttindi á.   

 

 


mbl.is Ekki forsendur til að greiða skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var nokkurntíman von??

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þykjast Íslendingar ekki vera að skipta sér af mannréttindum úti í heimi? Ég vil ekki trúa því að mönnum sé sama.

Ef það er engin von þá verður að skipta um stjórnarherra. 

Sigurður Þórðarson, 1.6.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er löngu ljóst Sigurður.

Haraldur Davíðsson, 1.6.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir daginn í dag Sigurður, þetta var flott.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.6.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Haraldur, þá er bara að spýta í  lófana. Kerfið fellur um sjálft sig fyrr eða síðar

Guðrún takk sömuleiðis 

Sigurður Þórðarson, 1.6.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þessari grein þinni, Sigurður. Hitt vil ég þó ítreka, að við eigum líka að láta okkur mannréttindi annarra þjóða miklu varða, og gleymum því ekki, að í sumum tilvikum er þar beinlínis um líf eða dauða að tefla. Við eigum t.d. ekki að sitja hjá, meðan Súdanstjórn (studd af Kínastjórn) horfir á það með þegjandi velþókknun, að vígasveitir fremji fjöldamorð í Darfúr. Við gætum bæði beitt okkur í því máli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna með því að styðja vopnaða íhlutun þeirra og eins boðizt til að taka við flóttamönnum frá Darfúr. Fyrir hvern einn palestínskan flóttamann frá Írak hefði verið ástæða til að taka við fimm flóttamönnum frá Súdan.

Jón Valur Jensson, 2.6.2008 kl. 10:42

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þína góðu athugasemd Jón. Um hana vil ég segja þetta: Þeir sem eru með allt í drasli hjá sér eru síður til þess fallnir að taka til hjá öðrum.  Við eigum að gæta að "bróður okkar" hvort heldur hann býr í Darfur eða annarsstaðar. Við búum í litlu landi sem til skamms tíma var talið harðbýlt en hér ríkti samkennd.  Í dag á þjóðin endurnýjanlegar auðlindir í fiskimiðum og orku auk þess sem við höfum nægt vatn.  Þetta er meir en margar aðrar þjóðir hafa. Hér er gott að búa en við sjáum merki þess að þjóðin sé að gliðna. Við eigum að hjálpa öðrum en ef við gætum ekki að okkar litla viðkvæma samfélagi verðum við síður fær til þess.

Sigurður Þórðarson, 2.6.2008 kl. 11:34

8 Smámynd: Bumba

Sæll, mikið sammála þér sem svo oft. Eitt í viðbót, NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA. Með beztu kveðju.

Bumba, 3.6.2008 kl. 06:59

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef Ríkistjór er nákvæmlega sama um eigið fólk, er þá ekki ástæða að ætla að því sé nákvæmlega sama um fjöldamorð í Súdan og mannréttindabrot af öllu tagi! Það er ekki nóg að tala fallega, enda eru bæði verk þeirra og orð orðin ljótari enn orð fá lýst! Það á að slíta þingi og losa sig við þetta fólk sem er gjörsamlega orðið forskrúfað...

Óskar Arnórsson, 3.6.2008 kl. 13:30

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi sæti.

Ætli Geir sé að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu út að borða? Hvaða hvísl vesen er á þeim?  Það er nú ekki meðmæli fyrir konungshjónin að hunsa úrskurð Mannréttindadómsstóls Sameinuðu þjóðanna á sama tíma eru þau að sækjast eftir aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Getur ekki virkað jákvætt fyrir þjóðir sem vita um úrskurð Mannréttindadómsstóls Sameinuðu þjóðanna.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.6.2008 kl. 20:53

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

geir Haarde og Ingibjörg Sólrún er tveggjamanna póltískur sértrúarsöfnuður af verri gerðinni..langar ekki að vera með neinn forarkjaft, þess vegna segi ég ekkert meira..

Óskar Arnórsson, 3.6.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband