Sjómannadagur í skugga mannréttindabrota ríkisstjórnarinnar

Sjómannadagurinn hefur mikla þýðingu í huga okkar sem höfum stundað sjó stóran hluta ævinnar, þannig þarf maður ekki að hugsa sig um ef maður er spurður hvar maður hafi verið tiltekinn sjómannadag. Á morgun verður sjómannadagsins minnst með eftirminnilegri hætti en áður þökk sé konum í Frjálslynda flokknum sem skipuleggja mótmæli við kvótakerfinu, mannréttindabrotum gegn sjómönnum.  Safnast verður saman fyrir utan stjórnarráðið kl:13:30 í friðsamlegum mótmælum og síðan gengið niður á hafnarbakka með sól í hjarta.

 Í Fréttablaðinu í dag var "frétt" á þá leið að tæp 90% kvótans hafi skipt um hendur. (Ég segi ekki eign vegna þess að úthlutunin myndar ekki eignarétt) Þetta er ekki rétt langstærsti hluti þessarar yfirfærslu gerðist árið 1994 þegar flest fyrirtæki bættu við ehf og skiptu um kennitölu vegna skattaívilnana, án þess að skipta um eigendur.  Samt birtir Fréttablaðið þessa affluttu gömlu "frétt" ár eftir ár.

Í sama blaði birtist ritstjórnargrein eftir Þorstein Pálsson annan tveggja höfunda kvótakerfisins (hinn var Halldór Ásgrímsson). Stundum er sagt að enginn sé dómari í eigin sök. Aldrei hefur það verið ljósara en við lestur þessarar greinar. Þorsteinn telur að ekki sé hægt að stunda sjávarútveg með hagnaði án þess að fremja mannréttindabrot og afhjúpar þannig vanþekkingu sína á þeirri grein. Hann heldur því ranglega fram að vegna kvótakerfisins (les mannréttindabrota) skili greinin hagnaði. Þetta er sami maðurinn og var með grástafina í kverkunum yfir bágri stöðu útgerðarinnar fyrir örfáum mánuðum síðan og því yrði að fella niður auðlindagjald upp á 130 aura pr. kíló, þó hann kvarti ekki fyrir hönd leiguliðana sem borga 200 krónur í leigu fyrir kílóið.  Þessar tvær fullyrðingar Þorsteins geta ekki báðar verið réttar. Því miður þá er staðreyndin sú að útgerðin stendur víða höllum fæti einmitt vegna kvótakerfivalberg_4sins.  Því mun ég gera skil í blaði ritstjórans innan tíðar. 

 

 


mbl.is Mannréttindabrotum vísað á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það er margt gott sem frá Þorsteini Páls kemur enda vandaður maður. En þegar að kvótakerfinu kemur er eins og hann fái rétt sem snöggvast sjóræningjakíki LÍÚ lánaðan. Ég t.d. átta mig ekki á því þegar hann segir" Ýmsir túlka álitið (mannréttindanefndar) á þann veg að með því hafi Íslandi verið gert að hverfa frá markaðsbúskap í sjávarútvegi. Engri annarri aðildarþjóð Sameinuðu þjóðanna hafa verið sett slík skilyrði." Ég skil þetta ekki, enda staðið í þeirri meiningu að það eigi einmitt að taka auðlindina úr sérhagsmunabraskinu og markaðsvæða kerfið eiganda auðlindarinnar, þjóðinni til hagsbóta.

Þá segir Þorsteinn: "Það er vissulega hægt að veiða jafn marga fiska á mun fleiri fiskiskipum eftir pólitískum réttlætismælikvörðum. Það kostar einfaldlega meira. Hver á að borga brúsann?" Ég bara spyr; er t.d. kostnaður við rekstur 10 minni báta sem veiða 1 þúsund tonn af þorski meiri en frystikogara sem veiðir sama magn? Ef við gefum okkur að bæði útgerðarformin séu rekin á núlli. Þá finnst mér að horfa verði til þess hvar kostnaðurinn lendir. Viljum við t.d. að tekjurnar af auðlindinni fari frekar í að borga olíu en til launa hér innanlands. Eða minni skipa og báta sem að öllu leyti eru smíðuð hér á landi eða stærri skipa sem smíðuð eru erlendis? Eigum við kannski líka að taka með í reikninginn hvort útgerðarformið sé vistvænna eða hreinlega byggða- og fjölskylduvænna?... hver vill reikna.    

Atli Hermannsson., 31.5.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka innleggið Atli.  Eins og ég segi það er fáum gefið að dæma eigin verk og svo mikið er víst að Þorsteinn Pálsson er ekki meðal þeirra.  Miðað við orð hans eru hefting atvinnufrelsis í formi kvóta á skip forsenda markaðsbúskapar!  Er þá ekki markaðsbúskapur í ferðamannaiðnaði svo dæmi sé tekið af því að þar er ekki kvótakerfi? Þetta heldur engu vatni en auk þess rekst hvað á annars horn þegar kvótasinnar reyna að finna rök, ýmist eru þeir með betlistaf eða reka allt í hagnaði, enda ekki skrýtið þar sem engum upphaflegum markmiðum hefur verið náð, þvert á móti er afli miklu minni en fyrir daga kerfisins alræmda. Hvernig skýrir laun hafa lækkað í greininni og skuldir sjávarútvegsins eru tugfalt hærri á föstu verðlagi. Er það svo glæsilegur árangur að vert sé að fórna mannréttindum til að ná því?

Sigurður Þórðarson, 31.5.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Satt og rétt nafni.  Þorsteinn Pálsson ætti að hafa vit á því að tjá sig ekki um fiskveiðimál, því þar er "virkur þáttakandi í átökum kvótastríðsins".  (réttlætir það ekki hleranir  ? )

Réttast væri að flagga í hálfa stöng fyrir sjómönnum því að núverandi fiskveiðistjórnun er á góðri leið með að útrýma sjómannastéttinni.  Þar að auki eru sífelld mannréttindabrot stjórnvalda gegn sjómönnum og ekki má gleyma því að ríkisvaldið hefur ýtrekað sett bráðabirgðalög á sjómenn, einmitt vegna ákveðinna en augljósra galla í kvótakerfinu. 

Íslenska kvótakerfið, besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi hefur sett bestu fiskveiðiþjóð í heimi í gíslingu fjármagnseigenda.  Þakka þér fyrir það Þorsteinn Pálsson.

Sigurður Jón Hreinsson, 31.5.2008 kl. 16:30

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flott grein SIggi og er ég henni sammála ! Minni á mótmælafundinn á morgun.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.5.2008 kl. 19:25

5 Smámynd: Jón V Viðarsson

Eru ekki sjómenn búnir að selja stórúgerðunum mestan hluta kvótans sem þeir höfðu. Voru þeir ekki að úrelda bátana og selja þá kvótalausa til einstaklinga sem eru svo að leija kvóta af þeim stóru. Þeir aðilar sem selt hafa sitt og grætt margar miljónir á þessu braski, eru núna að biðja um skaðabætur vegna mannréttindabrota. Fyrst og fremst þurfa þeir aðilar sem selt hafa kvótann sinn til þeirra stóru að borga þeim til baka, síðan væri hægt að deila þeim kvóta til þeirra sem vilja virkilega komast á sjó en ekki til að braska með veiðiheimildir.

Jón V Viðarsson, 31.5.2008 kl. 21:05

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar búið er að endurtaka ósannindi nægilega oft án teljandi andmæla hefur myndast svokölluð þjóðarlygi.

Dæmi um það eru tilvitnuð orð Atla Hermannssonar hér að ofan í pistil Þorsteins Pálssonar þar sem hann vitnar enn til þess fjárhagslega hagræðis að fiska kvótann á stór fiskiskip.

Þorsteinn Pálsson er að minni hyggju vandaður maður um flest efni og enginn þarf að efast um meðfædda vitsmuni hans.

Einmitt þess vegna fyrirgefst honum bara ekki að varpa slíkri reikningslegri firru fram sem þarna ber raun vitni. Allra síst leyfist það í tengslum við þann hátíðisdag sem Sjómannadagurinn er í hjörtum sjómanna og í raun allrar þjóðarinnar.

Gæti ástæðan verið sú að hann sé enn í fjötrum þess veruleika að hann bar mikla ábyrgð á þessu skelfilega kerfi og var um árabil í þeirri stöðu að þurfa að verja það fyrir hönd sinna umbjóðenda; forystu LÍÚ ?

Því augljóslega eru þetta öfugmæli og það í öllum skilningi!

Þorsteini Pálssyni ber að biðjast afsökunar á þessum skelfilega pistli.

Annað er honum ekki sæmandi.

Og Jón Viðar: Þegar búið er að gera aflaheimildir framseljanlegar við minnkandi veiðiheimildir er fátt eðlilegra en að eigendur lítils kvóta selji fyrir hátt verð. Ekki ber einstaklingurinn ábyrgð á hagsmunum síns sveitarfélags.

Enginn hefur svo ég viti til farið fram á að seljendur aflaheimilda fái greiddar skaðabætur í neinni mynd. 

Árni Gunnarsson, 31.5.2008 kl. 21:32

7 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ok Árni Gunnarsson: Hvers vegna voru sveitafélögin þá að selja frá sér skip og báta á sínum tíma, hvers vegna var Guggan seld frá Ísafyrði með kvóta og öllu, hvað með  útgerðafélag Alla Ríka á Eskifyrði, bátar og skip með öllum kvóta selt úr plássinu. Hvers vegna heldur þú að kvótinn sé á svo fárra manna höndum í dag. Ég veit ekki betur en að útgerðafélöginn hafi verið skuldum vafin og þetta hafi oftast verið talið  eina úrræðið til að bjarga þeim frá gjaldþrotum.

Jón V Viðarsson, 31.5.2008 kl. 21:59

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einhvern veginn finnst mér að það hafi verið útgerðarfyrirtæki sem seldi Gugguna til Samherja og það var alveg áreiðanlega ekki vegna skulda. Á það skal svo minnt í því samhengi að sölunni fylgdi fyrirheit um að skipið myndi færa aflann á land á Ísafirði eftir sem áður.

"Hún verður rauð áfram!" sagði Þorsteinn Már þegar kaupin á Guggunni voru staðfest  og þessi orð hafa oft verið hermd upp á þann ágæta mann. Hann var að lokum farinn að kveinka sér undan þessu "áreiti."

En mál mitt snerist ekki um stórútgerðir, eins og þú hefðir átt að sjá ef þú hefðir lesið áður en þú tókst til andsvara.

Geturðu nefnt mörg (einhver) dæmi um að trillusjómenn sem í upphafi fengu úthlutað kvóta hafi neyðst til að selja hann vegna útgerðarskulda? 

Árni Gunnarsson, 31.5.2008 kl. 23:18

9 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Hver er sjálfum sér næstur Jón Viðar.  Það er óeðlilegt ef einyrkjar velta því EKKI fyrir sér þeirri staðreynd að árstekjur þeirra eru svipaðar og ársávöxtun af söluverðmæti útgerðarinnar. 

Þáttaka sveitarfélaga í atvinnurekstri er alltaf umdeilanleg, en þegar við bætist sveltistefna ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins á hendur sveitarfélaga, er ekkert undarlegt að menn vilji losa um fasta fjármuni og lækka skuldir sveitarfélaganna.

Rekstrargrundvöllur Guðbjargarinnar frá Ísafirði brast þegar kvóti var settur á rækjuveiðar á Flæmska hattinum.  Jafn undarlegt og það kann að hljóma, jókst virði útgerðarinnar við þann gjörning en reksturinn gekk ekki lengur upp.  Fyrir það félag voru tveir kostir; að selja þetta nýja skip og kaupa annað ódýrara, eða að sameinast inn í annað hlutafélag.  Seinni kosturinn var valinn eftir að eigendur þess félags höfðu lofað að skipið yrði áfram gert út frá Ísafirði.  Orð þeirra og handsal var þegar upp var staðið jafn mikils virði og hundaskítur.

Sigurður Jón Hreinsson, 31.5.2008 kl. 23:26

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurður.

Það setti að manni hroll við að lesa ritjsjórnargreinina í Fréttablaðinu og það fyrsta sem mér datt í hug eftir lesturinn var það að nú væri nóg komið af svona greinum og sannarlega mikilvægt að fara að hrekja þetta endutekna tal fyrrverandi sjávartútvegsráðherra.

Sé þig á morgun.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.6.2008 kl. 00:04

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl nafni, Guðsteinn, Jón Viðar, Árni og Guðrún takk fyrir innleggin vonandi sé ég ykkur öll við stjórnarráðið á morgun. Jón Viðar, þú ert greinilega nýbyrjaður að kynna þér þetta og það er hið besta mál.  Í fyrstu grein fiskveiðistjórnarlaganna segir að fiskveiðiauðlindin sé sameign þjóðarinnar. Kvóta sé úthlutað á skip til eins árs og að úthlutunin myndi aldrei eignarrétt.
Með öðrum orðum þa´er ekki hægt að selja varlega það sem maður á ekki. Kaupi einhver maður eitthvað sem hann veit að er ekki eign þess er selur er hann ekki í góðri trú.  Þetta kerfi hefur leitt það af sér að sjávarútvegurinn skuldar tugfalt meir en fyrir daga kerfisins. Fiskistofnarnir hafa minnkað og tekjur sjómanna hafa einnig minnkað.  Afraksturinn er slakur enda synda fiskarnir ekki með þó  veiðiheimildirnar séu seldar. Kerfið hefur líka leitt af sér mikið brottkast.

Sigurður Þórðarson, 1.6.2008 kl. 00:28

12 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ef ég man rétt þá voru smábátaeigendur að kvarta yfir því að hafa ekki nægan kvóta í upphafi. Það leiddi til þess að betra var að selja kvótann og úrelda bátinn. Þeir voru í eilífu strögli með að ná endum saman. Ég veit um einn mann sem á trillu, hann var að selja helminginn af kvótanum sínum firir um 250 miljónir. Því spyr ég !! hvað ætli verði margir í göngunni sem hafa selt kvótann sinn og eru að mótmæla að brotið sé á þeim. Auðvitað væri flott fyrir þá að fá aftur úthlutað kvóta. En bara sorry svona sé ég þetta fyrir mér. Með fullri virðingu fyrir baráttu ikkar og gleðilegan sjómannadag.

Jón V Viðarsson, 1.6.2008 kl. 02:47

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jón Viðar, ef krókaveiðar væru frjálsar þyrfti ekki að selja neitt og ekki að henda neinu. Það er það sem við leggjum til.

Sigurður Þórðarson, 1.6.2008 kl. 08:20

14 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sammála nafni.  Veðrið nægjir alveg til að stýra veiðum smábáta.

Jón Viðar, vandamálið við núverandi kerfi er einmitt þetta, að virði útgerðarinnar er miklu meira en veltan.  Og arðsemi fjármagns sem er fest í útgerð er ekki meira en fæst þægilegri hætti á skuldabréfa og hlutabréfamarkaðinum.  Hinsvegar er sú vinna (fjármálabrask) mun léttari (sem vinna) og ber aðeins 10% skatt.

Varðandi þá einstaklinga sem hafa selt frá sér kvóta, þá er það einföldun að ætla að þeir séu meirihluti þeirra sem mannréttindi hafa verið brotin á.  Öðru nær.  Ef við hugsum okkur 500 manna þorp sem hefur lifibrauð sitt af fiskveiðum og vinnslu, þá má áætla að af þeim fjölda séu 50 sjómenn.  Af þeim fjölda eru kanski 5 sem eiga bátinn sem þeir róa á, hinir eru starfsmenn hjá útgerðafélögum.  Mannréttindarbrotin bitna ekki síður á hinum 495 íbúum þorpsins og í raun mun harðar, þar sem fasteignir þeirra verða verðminni í hvert skipti sem einhver útgerðarmaður selur burtu kvóta og sífellt minni vinnu er að hafa.

Sigurður Jón Hreinsson, 1.6.2008 kl. 10:39

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nákvæmlega nafni.

Sigurður Þórðarson, 1.6.2008 kl. 10:42

16 Smámynd: Jón V Viðarsson

Takk fyrir svörin strákar. En hér kemur saga frá DK þar sem ég vann í 5 ár í fristihúsi og á línubát frá Noregi. Frystihúsið varð að keyra allt að 60 tonn á dag til þess að vinna upp í samninga. Þarna er ein stærsta og flottasta höfnin í DK og alltaf líf og fjör þegar bátarnir koma inn. En hvert fór fyskurinn, jú hann fór beint á markað og var seldur hæstbjóðendum. Fristihúsið sem ég vann hjá þurfti oft á tíðum að stoppa kanski í viku til hálfan mánuð vegna hráefnaskorts. Þá var keyptur fiskur frá Noregi til þess að koma vinnslu á stað aftur. Norski línubáturinn sem ég var á landaði bæði í Noregi og DK eftir því hvor markaðurinn var betri. DK eru með sóknardagakerfi sem virkar svipað og kvótinn hjá okkur, nema að allir geta farið út að róa. En hvað er nú að ské þar. Jú menn eru farnir að sanka að sér bátum og binda þá við bryggju til þess að þorpið hafi fleirri daga. Svo í framtíðinni verða hafnir fullar af bátum hjá sumum en aðrir hafa þá jafnvel ekkert eins og hér. Menn virðast alltaf hafa laustn á öllum málum en svona er þetta orðið á flestum stöðum.

Jón V Viðarsson, 1.6.2008 kl. 13:25

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jón Viðar, þetta kvótakerfi sem nú er skilar engum árangri.

Það er ekki hægt að ofveiða fisk með krókum. 

Sigurður Þórðarson, 2.6.2008 kl. 07:42

18 Smámynd: Jón V Viðarsson

Sammaála þér með krókaveiðarnar Sigurður !! 

Jón V Viðarsson, 3.6.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband