Guðni Ágústsson fái málfarsverðlaun.

Ég geri það hér með að tillögu minni að Guðni Ágústsson fái málfarsverðlaun:

„Samfylkingin sveik alþýðuna hún ætlaði að vera turninn sem stæði vörð um lífskjör almennings. Nú hvílir Samfylkingin rjóð og undirleit í faðmi Sjálfstæðisflokksins, blessuð litla stúlkan. Samfylkingin hefur forðast það svæði í pólitíkinni sem jafnaðarmenn á Norðurlöndum varða svo vel, Samfylkingin nefnir sjaldan láglaunastéttirnar, verkakonuna, sjómanninn og bóndann. Samfylkingin vill vera og er flokkur hinnar menntuðu elítu. Þess vegna hefur skírskotun Ingibjargar Sólrúnar verið að þrengjast. Við framsóknarmenn munum stilla upp til sóknar á skákborði okkar öflugri sveit karla og kvenna sem mun verja hagsmuni hins almenna borgara á Íslandi,"


mbl.is Ríkisstjórn brostinna vona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Guðni Ágústsson kann að tala og væri verðugur að fá þessi verðlaun en hann er ekkert betri en hinir þegar á hólminn er komið.

Sama væri mér þó Framsóknflokkurinn myndi kála sjálfum sér. Ef einhver tár verða hjá mér þá verða það krókódílatár.

Hörku fjör hjá Óskari og var ég rétt áðan að skrifa þar.  Nafni þinn heldur svo uppi fjörinu hjá mér. Innlegg hjá mér við síðasta pistlinum þínum.

Baráttukveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.5.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fjörið hvarf þegar Fréttablaðið leiðrétti alltsaman. samt sögðu þeir ekki allt. Blaðamenn eru skræfur og ég var að senda þeim mail þar sem ég hótaði þeim eins og landlækni. Vona að þeir skrifi eitthvað skemmtilegt því mér hundleiðist..

Ríkistjórnin heldur frahjá þjóðinni og hún gerir ekki neitt! Voða var það leiðinlegt að þeir skyldu setja lög um að ekki meigi höggva mann og annan..kæmi sér vel núna að brýna sverðin.. 

Óskar Arnórsson, 29.5.2008 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband