Sægreifinn: Útlendingar sólgnir í hrefnukjöt

1302044552_6559234651_tÉg brá mér í Sægreifann um daginn með tvo gesti frá Kóreu , sem ég bauð í mat og þeir völdu humarsúpu og hvalkjöt, sem þeim fannst hið mesta lostæti.  Ég var svo heppinn að sjálfur sægreifinn var þarna á staðnum  og upplýsti hann okkur um að  flestir útlendir gestir  spyrðu einmitt fyrst  um hvalkjöt,  sem ekki er furða því  það er sannkallað heilsufæði  sem Kjartan matreiðir af  hreinni snilld.  Í eftirrétt fengum við  vel kæstan hákarl  sem menn renndu niður með  brennivínstári  Í  slútið  skenkti  Sægreifinn okkur Rauðu Eðalginseng þykkni Kóreumönnunum til óblandinnar ánægju.  Síðan keyrði ég Kóreumennina til Selfoss þar sem þeir gistu. Það þarf ekki að orðlengja það að daginn eftir vöknuðum við eldsprækir og skoðuðum náttúruperlur uppsveita Árnessýslu. 

018

 

 

 

Takk fyrir mig kæri eini og sanni sægreifi!

Og hér með skila ég allra bestu kveðjum og þakklæti frá Kóreubúnum  sem segja að þetta hafi verið toppurinn á Íslandsheimsókninni.


mbl.is Fyrsta hrefnan veidd á Faxafló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg sammála Helgu.  Hvalaskoðunarmenn og aðrir ferðaþjónustuaðilar "veina" eins og stungnir grísir, þegar er gefinn út hrefnukvóti og eru með þvílíkar dómsdagsspár, en svo kemur á daginn að það verður bara aukning hjá þessu liði.

Jóhann Elíasson, 21.5.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sægreifinn er frábær staður og hrefnukjötið nauðsynleg fæða. Engin spurning.

Magnús Þór Hafsteinsson, 22.5.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Gulla, Jóhann Gulli og Magnús. Þakka ykkur innlitin og góðar athugasemdir.

Sigurður Þórðarson, 22.5.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband