Málið er frágengið

Þorleifur Gunnlaugsson, dúkari og borgarfulltrúi Vinstri grænna virðist ekki átta sig á að málið er frágengið.  Húsið var selt Novator, fyrirtæki Björgólfs Björgólfssonar, fyrir k.r. 650.000.000-  Upphaflegt tilboð var 150.000.000 hærra en í því fólust breytingar aðkeyrslu til hússins sem ekki var einhugur um.  Hallargarðurinn og húsið sjálft verður eftir sem áður opið fyrir almenning. Breytingarnar felast m.a. í því að húsinu sem eitt sinn var það langglæsilegasta á landinu verður nú viðhaldið af kostgæfni, af  nýjum eiganda sínum sem er langafabarn Tors Jensen, sem byggði það. Nýr eigandi mun borga opinber gjöld af húsinu auk þess að halda því við í þágu almennings.


mbl.is Fríkirkjuvegur 11 ekki seldur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband