Athyglisverð tillaga greiningardeildar Merrill Lynch til ríkisstjórnarinnar

oryggisradun

Greiningardeild Merrill Lynch, hvetur íslenska ríkið til að kaupa öll skuldabréf íslensku bankana sem eru á gjalddaga næstu þrjú árin, til að slá á þá upplausn og móðursýki sem upplausn sem tengist þeim. Áhættan í þessu er óveruleg þar sem eignastaða bankana er góð en vandi þeirra felst í fjármagnsflæði. Áhættan sem tekin er með því að gera ekki neitt er margfalt meiri. Ríkisstjórnin er enn hissa á ástandinu, hún hefur verið upptekin við að leysa ættflokkaríg í Afganistan og reyna að koma Íslandi í öryggisráðið.  Nú er rétt að setja þau gæluverkefni til hliðar og fjárfesta í þessu brýna verkefni. 

 

Sumir stjórnmálamenn sjá þessa stóla í hillingum.  

 

 


mbl.is Vildi gera Ís-land gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilegan 1. apríl Sigurður! Ástandið á Íslandi hljómar allt eins og eitt stórt aprílgabb.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.4.2008 kl. 07:56

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Satt segirðu Jóhanna.  Það er sama hvað maður segir í dag enginn tekur mark á manni! Ég ætlaði að hækka verðið á ginsenginu í dag en neyðist til að bíða með það til morguns því allir myndu halda að það sé aprílgabb.

Sigurður Þórðarson, 1.4.2008 kl. 08:09

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Auðveldast er að gera eins og Framsókn var að leggja til, að kaupa íbúðalánaskuldabréfin. Þá losna heimilin í leiðinni við yfirvofandi vaxtahækkun bankaíbúðalánanna.

Gestur Guðjónsson, 1.4.2008 kl. 08:26

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er örugglega rétt hjá þér Gestur. Vandinn bankanna er mjög stór og því miður er þeirra erfðileikar okkar vandi.

Sigurður Þórðarson, 1.4.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband