Vinnum okkur úr vandanum
Mánudagur, 31. mars 2008
Alþjóðleg matsfyrirtæki halda áfram að spá illa fyrir Íslandi. Sagt er að skuldir okkar séu meira en 1500 milljarðar umfram eignir og að sparifjáreigendur erlendis treysti ekki lengur íslenskum bönkum. Nú síðast segir matsfyrirtækið Fitch að það muni hugsanlega lækka lánshæfiseinkun Íslands. Það þýðir á mannamáli að ekki sé lengur hægt að taka lán erlendis á viðráðanlegum kjörum. Íslenskir ráðamenn gefa yfirlýsingar út og suður um að allt sé í himnalagi milli þess sem þeir vinna að kjöri Íslands í öryggisráðið. Davíð seðlabankastjóri talar um vonda menn í spákaupmennsku og hótar rannsókn. Ívar Pálsson skrifaði eftirfarandi innlegg um þetta:
"Allt fólk í gjaldeyrisviðskiptum er spákaupmenn. Markaðurinn er framvirkur og stór gjaldeyriskaupandi eða -seljandi er ekkert verri en lítill. Öll viljum við hagnast, hvort sem það er með eða á móti krónunni. Þjóðerniskennd er ekki áhrifaþáttur á gjaldeyrismarkaði, því að hver og einn, íslenskur banki eða t.d. erlendur fjárfestingarsjóður, vill græða óháð þjóðernisuppruna gjaldmiðilsins.
Sjálfsskaparvítið var algert, þegar stýrivextir voru hækkaðir stöðugt, hunangi hellt út um allt en ekki búist við því að bjarndýrið, heimsmarkaður gjaldeyris, rynni á lyktina og vildi gæða sér á þessu þar til að það væri búið. Nú tekur sjálfsblekkingin við, að ætla að leita bjarndýrið uppi og skjóta það, fyrir það eitt að hegða sér eins og björn."
Við eigum tvær endurnýjanlegar auðlindir þ.e. fiskveiðiauðlindina og hreina orku. Þess vegna erum við Íslendingar alls ekki á vonarvöl. En eins og málum er komið eigum við engan annan skynsamlegan kost í stöðunni en að hætta fleyja milljörðum á hverju ári með því að þenja út utanríkisþjónustuna og leggja allt í sölurnar, jafnvel efnahagslegu sjálfsstæði, til að komast í öryggisráðið. Tímabundið neyðumst við til að þrengja beltið um eitt gat, skipta byrðunum jafnar og borga okkar skuldir. Þá getum við átt bjarta framtíð. Aðrir betri kostir eru ekki í boði.
Fitch segir að einkunn Íslands gæti lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Menntun og skóli, Viðskipti og fjármál | Breytt 1.4.2008 kl. 07:01 | Facebook
Athugasemdir
Já það er eins gott að við höfum
1/ Fiskinn
2/Álið
Hvers vegna? Jú vegna þess að eigingjarnir braskarar eru óáreiðanlegir.
Ólafur Þórðarson, 31.3.2008 kl. 02:42
Af hverju ekki að leita að peningunum..?? Aðrir betri kostir eru ekki í boði? Hvaða þvæla er þetta eiginlega!! Siggi? Ertu nokkuð með í þessu sjálfur??
Óskar Arnórsson, 31.3.2008 kl. 12:33
Þurfum að fá jákvæðari spákellingar og spámenn til að líta í spilin!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.3.2008 kl. 17:12
Nú er svo komið að næstum öll verðmæti þjóðarinnar hafa verið afhent spákaupmönnum með sérþekkingu í hlutabréfaviðskiptum. Þessir menn hafa engar áhyggjur af fjárlögum ríkisins, enda velta þeir margföldum þeim upphæðum ársfjórðungslega.
Íslenska þjóðin er í gíslingu fjárglæframanna sem eru sköpunarverk pólitíkusanna. Framtíð þessara þjóðar í tilliti efnahags og viðskipta er nú alfarið í höndum manna sem engar áhyggjur hafa af hinum venjulega Íslendingi umfram það sem hægt er að hagnast á honum.
Árni Gunnarsson, 31.3.2008 kl. 17:50
Ég má til með að leiðrétta eitt orð hjá þér Árni!, sem ég er annars innilega sammála í öllum atriðum! Í stað þess að við séum í gíslingu "fjárglæframanna" ætti að standa "fjárglæpamanna".. annars takk fyrir mjög gott innlegg..
Óskar Arnórsson, 31.3.2008 kl. 21:52
Allt á niðurleið.... eða þannig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2008 kl. 23:10
Flottur pistill hjá þér Sigurður.
Halla Rut , 1.4.2008 kl. 00:04
Sæl og blessuð.
Þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn. Vorið er að koma og blómin fara bráðum að spretta.
Það er mjög slæmt að ráðherrar eru í því að tala neikvætt um krónuna. Það hefur neikvæð áhrif út á við. Ingibjörg Sólrún má grafa undan sjálfum sér ef hún kýs svo en þessi neikvæðni sem berst út fyrir landsteinana og að við séum á heljarþröm nema að skipta um gjaldmiðil og fara í eina sæng með ESB gefur dökka mynd út á við og það getur virkað ennþá ver þegar upp er staðið.
Frjálslyndarbaráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.4.2008 kl. 00:09
Þakka ykkur vefari og Óskar, ég lýsi yfir sakleysi mínu. Sammála Jóhanna, það er skemmtilegra að hlusta á bjartsýna spámenn. En heiðarlegir spámenn segja hverja sögu eins og hún er. Árni, því miður er dálítið til í þessu. Gulli ég vil ekki kveða svo fast að orði. Ásthildur, það er vonandi undir okkur sjálfum komið. Takk Halla og Rósa ég held að ISG sé að reyna að vera bjartsýn spákerling sem flottar og gallalausar töfralausnir (EB og evru) úr kúlu.
Sigurður Þórðarson, 1.4.2008 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.