Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni

8717 Í leiðara Fréttablaðsins fyrir skömmu var látið að því liggja að fulltrúi F-lista í borgarstjórn, Ólafur F. Magnússon, héldi 14 fulltrúum í borgarstjórninni í gíslingu eins og það var orðað þannig að ekki væri hægt að hrófla við Reykjavíkurflugvelli. Þarna var skringilega að orði komist því fjölmargar kannanir sýna að mikill og vaxandi meirihluti borgarbúa er fyrir því að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni af þeim kostum sem nefndir hafa verið.   Fyrir því eru margháttaðar ástæður:

 Í fyrsta lagi er brýnt fyrir höfuðborgina að hér sé miðstöð innanlandsflugs.

Í öðru lagi er flugvallarstæðið einstaklega heppilegt, því hefur ekki verið í móti mælt af flugmönnum og veðurfræðingum, þvert á móti.  Önnur flugvallarstæði eru langt frá því að vera eins góð, hvað þá örugg, sem dæmi má nefna Hólmsheiðina sem oftast er nefnd  ýtið hér sjá grein eftir Einar Sveinbjörnsson   aðrir kostir eru verri.  

Í þriðja lagi er mikilvægt öryggisatriði vegna sjúkraflutninga að flugvöllurinn sé staðsettur nálægt væntanlegu háskólasjúkrahúsi.  Það gefur augaleið að það er óásættanlegt að keyra þurfi bráðveika sjúklinga óraleið í miklum umferðaþunga. 

Í fjórða lagi er flugvöllurinn varaflugvöllur og sem slíkur er mikilvægt að lendingarskilyrði séu ávalt góð.

Og í fimmta og síðasta lagi er ekki einfalt að koma umferð til og frá þéttbýlu Vatnsmýrarsvæði ef  svo illa tækist til.  

 


mbl.is Flugvöllurinn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hjartanlega sammálaþessu. Í öllum atrium.

Vilborg Traustadóttir, 8.3.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Ég er sammála að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni.

Ólafur borgarstjóri er flottur  Magnað að hann geti haft hemil á þessu liði sem veit ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður.

"Ólafur F. Magnússon, héldi 14 fulltrúum í borgarstjórninni í gíslingu eins og það var orðað þannig að ekki væri hægt að hrófla við Reykjavíkurflugvelli."

Frjálslyndarbaráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sammála. Flugvölurinn á að vera þar sem hann er.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.3.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir innleggið og heimsókinna Vilborg, (Ertu ekki annars kölluð Ippa?) mig langar að "misnota" þetta tækifæri til að biðja kærlega að heilsa honum Magga bróður þínum. Gott að heyra þitt álit Rósa.

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 11:26

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Legg hér inn stórfróðlega grein Páls Bergþórssonar veðurfræðings og fyrrum Veðurstofustjóra. Í henni má sjá að allt tal Gísla Marteins að bíða eftir veðurfarsrannsóknum á Hólmsheiði er þvaður.Menn geta alveg gleymt Hólmsheiði sem flugvallarstæði, nema menn vilji flugvöll sem yrði aðeins opinn hluta úr degi, fáeina degi úr árinu.

Sunnudaginn 10. febrúar, 2008 - Aðsent efni Skýjahæð yfir Hólmsheiði

Páll Bergþórsson skrifar um hugsanleg flugvallarstæðiPáll BergþórssonPáll Bergþórsson

Páll Bergþórsson skrifar um hugsanleg flugvallarstæði: "Þegar lágmarksskýjahæð til lendingar í Vatnsmýri er 65 metrar, leynist Hólmsheiði í þokunni 55 metrum ofar neðra borði skýjanna."

"SAGT er að menn þurfi að bíða í nokkur ár eftir því að veðurathuganir á Hólmsheiði skeri úr því hvort æskilegt sé að hafa þar flugvöll Reykvíkinga.

Eitt er það þó sem nú þegar er hægt að fullyrða með nokkurri vissu. Þó að það sé ekki algilt er skýjahæð oftast álíka hátt fyrir ofan sjávarmál á Hólmsheiði og í Vatnsmýri þar sem flugvöllurinn hefur verið í hálfan sjöunda áratug. Sem sagt jafnhátt yfir sjó, en ekki jafn hátt yfir þessum tveimur stöðum. Hólmsheiði er 120 metrum hærra yfir sjávarmáli en Vatnsmýrin. Flestar flugvélar á leiðum innanlands geta komið inn til lendingar í Reykjavík þegar skýjahæð er þar um það bil 65 metrar (200 fet). Þá telst Vatnsmýrarflugvöllur opinn. En á sama tíma leynist Hólmsheiði 55 metrum ofar neðra borði skýjanna. Hún er sem sagt á kafi í þoku. Til þess að þar yrði þá hægt að lenda mætti hugsa sér að flugmaður reyndi að sveima neðan skýja úti á Faxaflóa þar til neðra borð skýjanna hækkaði um 120 metra. Það gæti reynt á þolinmæðina, jafnvel í sólarhringa, og það mundi reyndar enginn reyna.

Þegar Reykvíkingar og aðrir landsmenn verða næst spurðir í skoðanakönnun hvort flugvöllurinn eigi að vera á Hólmsheiði eða í Vatnsmýri þyrftu menn að velta þessu fyrir sér áður en þeir svara.

Höfundur er veðurfræðingur og rithöfundur."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.3.2008 kl. 11:55

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka fyrir þína skoðun Kjrtan og þakka þér sérstakleg prédikari fyrir stórfróðlegt innlegg.

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 12:03

7 identicon

Sammála,

Flugvöllurinn á og skal vera áfram í Vatnsmýrinni.

Jóhann Ingi sigtryggss (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 12:33

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef þetta er hugsað út frá öryggissjónarmiðum er þetta orðin vafasamur staður fyrir flugvöll. En það er samt þægilegt að hafa þennan flugvöll þar sem hann er. Vona bara að ekki verði neitt flugslys þarna sem myndi sennilega breyta umræðunni all mikið. Það er nú stefna í flestum löndum að hafa ekki fligvöll of nálægt bannabyggðum. Annars er ég með litlar sem engar skoðanir á þessu máli. Hef ekki kynnt mér þau að öðru leyti en það, að það kostar óhemjupeninga að leggja þennan flugvöll niður og enn meira að byggja nýjan. Þyrfti kannski að nota svona fjármagn í eitthvað þarfara.

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 12:34

9 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Eitt atriði sem ekki hefur verið ofarlega í umræðunni.  Íslenska ríkið á landið í Vatnsmýrinni.  Hvað mun það kosta?  Nógu eru menn nú pirraðir yfir kaupum Reykjavíkurborgar á Laugavegi 4-6, hvað með þegar bætast við milljarðar til að kaupa Vatnsmýrina af ríkinu?

Sigríður Jósefsdóttir, 8.3.2008 kl. 12:45

10 Smámynd: Johnny Bravo

Af hverju eru allir þreytandi afturhaldssinnar sjómenn.

"mikill og vaxandi meirihluti borgarbúa er fyrir því að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni"

Eitthvað fór þetta framhjá mér og mér var kennt að vísa ekki í hluti án nafns höfundar og staðsetningar. 

Jæjá Jón Baldvin (af því þú telur uppástæður eins og sá ágæti maður þá geri ég það líka.)

í 1 lagi. Er engin að tala um að hætta með flugvöllinn án þess að byggja nýjan.

í 2 stað. Einar talar mikið um þoku og eitthvað, hefur væntanlega ekki heyrt talað um tæki sem er kallað blindflug, hiti í götum eða snjó ruðningstæki. Þannig ef önnur lóð er ódýrari þá má bæta þetta upp með svoleiðis verkfærum.  Annars veit ég ekkert  um hólmsheiði, veit ekki hver það er einu sinni, en menn eru að finna nýtt stæði og þeir munu finna það og ef það er nógu gott er hægt að færa völlinn.

í 3. lagi. Mér er spurt hvort að maðurinn þekki umferðina í RVK? Sjúkrabílar fara alltaf hratt gegnum umferðina hér. Flestir koma með þyrlum, þeim þarf að fjölga og staðsetningu þeirra og sjúkrahúsið þar auðvitað að geta tekið á móti slíkum.  Þeir sem eru í lífshættu væru því ekki sendir með flugvél heldur þyrlu. 10min akstur ofaná 30-50min hefur því ekki neinar afleiðingar fyrir þá sjúklinga.(Við erum sammála um alvarleika þess máls, en þú vilt bara hafa gamla kerfið ég vill að möguleikar séu skoðaðir og gjarnan fá betra kerfi. Að það séu ekki 8 þyrlur á 4 stöðum er náttúrulega bara lélegt)

í 4. lagi. Það eru vara flugvellir út um allt. Það má vinna að uppbyggingu þeirra, en það er óþarfi að blanda því í þetta mál.

5. lagi. Þetta á um öll ný hverfi borgarinnar og rök þín eiga mest öfugt við, því að fá nýtt svæði ætti að auðvelda skipulagsfræðingum að skipuleggja umferð sem fyrir er og nýja.

6. lagi og sérstaklega frá mér, við erum líka að tala um öryggi flugfarþega sem vilja bara fara til útlanda og þurfa að fara til keflavíkur, þarna hefur fólk dáið, þú hefur ekki dæmi um slíkt. Reykjavík á að fá alþjóðlegan flugvöll til að byggja áfram upp ráðstefnu og hótelgeirann.
 

Johnny Bravo, 8.3.2008 kl. 13:02

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mannsi, því betri og öruggari sem flug- og lendingarskilyrðin eru þess meira flugöryggi. Ekki satt? Rétt Sigríður eitthvað mun það kosta og eins hitt að leggja nýjan flugvöll og byggja mannvirki. Johnny Bravo, ekkert að víla fyrir sér þoku og vindrassgat, vilt láta vaða í blindflugi, maður að mínu skapi. 

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 13:36

12 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ágæti Johnny Bravo (afsakaðu Siggi að ég skuli vera að svara mönnum á þinni bloggsíðu), í þínum sporum myndi ég halda mig við sætu stelpurnar, en úr því að þú virðist hafa vaxandi áhuga á flugmálum, þá vil ég leiðrétta nokkrar misfærslur hjá þér.  Ég er ekki sjómaður, en hef starfað við flug.  Nýlega var gerð skoðanakönnun hjá Fréttablaðinu (birtist þar á forsíðu), um veru flugvallarins í Vatnsmýrinni.  Niðurstöður voru sláandi, yfir 60% borgarbúa vildu flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, og ef farið var í stjórnmálaflokkana, þá voru 75% kjósenda Sjálfstæðisflokksins sem vildu hann áfram.  Ég skal svo fara í þetta með þér lið fyrir lið.

1.  Það er ekki um neitt heppilegt landssvæði í höfuðborginni sem hentar undir flugvöll.  Og af því að þú nefnir Hólmsheiði, þá er hún það ekki.  Hvar á að byggja nýjan flugvöll?

2.  Lágmarks skýjahæð til lendingar er að mig minnir 130 fet.  Núna til dæmis er þoka á Hólmsheiði, en skjannabjart niður í Vatnsmýri.  Blindflug og blindflugstæki eru eingöngu notuð þegar flugvél er komin í flughæð, þau eru ekki notuð til flugtaks og lendingar.

3.  Í fæstum tilfellum er notast við þyrlur til sjúkraflugs.  Þær eru eingöngu notaðar þar sem ekki er flugvöllur er í nánd við slysstaði og þess háttar.  Slys á sjó úti og uppi á hálendinu mestmegnis.  Sjúkraflug frá þéttbýli fer fram með flugvélum sem eru til þess sérútbúnar og eru mun hraðfleygari en þyrlur. 

 4.  Það eru ekki varavellir út um allt.  Reykjavík er fyrsti varavöllur fyrir Keflavík, þar fyrir utan er bara um Egilsstaði og Akureyri að ræða.  Þar eru verri veðurskilyrði en í Reykjavík, þannig að oft þarf að notast við Glasgow sem varavöll.

5.  Hvernig heldur þú að umferðin yrði þegar búið yrði að hlaða niður 15 - 20.000 manna hverfi í Vatnsmýrinni?  Hún er nógu slæm eins og er, og er ég hrædd um að Hlíðarfótur dugi ekki til. 

í 6. lagi og sérstaklega til þín, hvað öryggi varðar, þá eru fleiri slys á Hringbrautinni við flugvöllinn, en á og við flugvöllinn sjálfan.  Sem betur fer þá eigum við vel þjálfaða flugmenn, þannig að ekki er mikið um slys.  Reykjavíkurflugvöllur er alþjóðlegur flugvöllur, og mikilvægur stjórnsýslunni í landinu. 

Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga.

Sigríður Jósefsdóttir, 8.3.2008 kl. 13:37

13 Smámynd: Rannveig H

Sigga þetta er frábær svör til Johnny

Rannveig H, 8.3.2008 kl. 13:44

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er sko aldeilis ekkert að fyrirgefa Sigríður, þvert á móti er ég sammála Rannveigu að þetta var þetta kærkominn samantekt og fróðleikur.

Vel á minnst ætli ég sé ekki sjóarinn sem  vöðvatröllið Johny Bravo er að vísa til.

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 13:57

15 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Af hverju þarf flugvöll í okkar höfuðborg en ekki öðrum höfuðborgum í kringum okkur.Hvað er svona nauðslegt við þennan völl að það fer á skjön við allt ef talað er um þennan völl.Fólk á landsbyggðinni vill fá að kjósa um það hvort flugvöllur er í Vatnsmýrinni og ef hann verður ekki áfram þar þá hætti allir að fljúga og keyri bara á milli,en auðvitað dettur engum manni í hug að trúa svona bulli.Flokklausi og atkvæðalitli Borgastjórinn er með þetta á heilanum,ég held að almenningur hér í borgini sé orðinn hundleiður á svona tali og þessi maður Ó.F.M. hafi annað þarfara að gera en að vera að ræða þetta mál flugvöllurinn verður í mýrinni næstu þrjátíu ár.

Guðjón H Finnbogason, 8.3.2008 kl. 14:06

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Velkominn á síðuna mína Guðjón og takk fyrir  þina skoðun. Fólk þarf nú auðvitað ekki að ræða þetta frekar en það vill. Ég leyfi mér að leiðrétta þá fullyrðingu að flestir vilji losna við flugvöllinn.

Borgarstjórinn er ekki einmana í þessari baráttu. Frjálslyndi flokkurinn stendur heilshuga að þessu en þar fyrir utan sýna margar kannanir að vaxandi meirihluti er fyrir sömu staðsetningu áfram.

Þess utan hefur enginn getað bent á betri staðsetningu, hvað þa´að hú sé minna umdeild. 

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 14:36

17 Smámynd: Jens Guð

  80% borgarbúa vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri.  Þess vegna má segja að þeir borgarfulltrúar sem hamast við að reyna að fá flugvöllinn fluttan út í eitthvert rokrassgat hulið þokubakka séu með borgarbúa í gíslingu.

  Johnny Bravo,  þú ert greinilega ekki mikið í háloftum.  Ég flýg bæði innanlands og utan u.þ.b. 20 - 30 sinnum á ári.  Á hverju einasta ári lendi ég í því að ekki er hægt að lenda vegna þoku.  Sérstaklega eru flugvellirnir í Vogum í Færeyjum og Vestmannaeyjum slæmir með þetta. 

  Þegar þú segist ekkert vita um Hólmsheiði og vitir ekki hvar hún er þá hefðir þú mátt bæta við að þú vitir ekkert um flug heldur.  Og vitir yfirhöfuð ekkert um hvað þú ert að tala í þessari umræðu um Reykjavíkurflugvöll. 

  Á þann hátt ertu kannski lýsandi dæmi um þær fáu og ört fækkandi hræður sem ennþá hafa horn í síðu flugvallarins í Vatnsmýri.

Jens Guð, 8.3.2008 kl. 15:42

18 identicon

Þar sem rangfærslurnar og misskilningurinn hérna er orðinn svo agalega mikill vil ég endilega leiðrétta og benda mönnum í átt sannleikans en þess mát geta að ég er atvinnuflugmaður og tel mig því vita ýmislegt um flug og flugvelli.

Ég fullyrði það að það er ekki til betri staður á höfuðborgarsvæðinu fyrir flugvöll en þar sem hann er núna. Að nefna Hólmsheiði sem mögulegt flugvallarstæði er ekki bara heimska heldur dónaskapur í garð þeirra sem vita eitthvað um flug. Hólmsheiði getur aldrei verið eins skilvirkur flugvöllur eins og Reykjavíkurflugvöllur. Johnny Bravo talar um blindaðflug. Blindaðflug er vissulega til staðar í Reykjavík í dag og er lágmarkið í dag 200 fet en upp á Hólmsheiði þyrfti mun hærra lágmark en það sem er til staðar í dag í Reyjkavík. Sem þýðir að það er hægt að lenda í verri skilyrðum í Reykjavík í dag heldur en nokkurn tíma væri hægt á Hólmsheiði.

Vindur á Hólmsheiði og í aðflugi að Hólmsheiði er annað sem fólk áttar sig ekki á. Hólmsheiði er umlakin fjöllum úr öllum átt sem myndi enn frekar hækka lágmarkshæð og auka mikið í ókyrrð þegar ekki er logn. Hver man ekki eftir Icelandair vélinni sem hætti tvisvar við um daginn í Keflavík og endaði á Egilsstöðum. Þar var svo ofsahrætt fólk að það fór að fara með bænirnar sínar. Svoleiðis aðflug yrði daglegt brauð á Hólmsheiði þegar einhver smá vindur er til staðar.

Það er mikill misskilningur að flestir komi með þyrlum í sjúkraflugi. Það er mikill misskilningur. Reyndar koma fæstir með þyrlum. Þyrlur eru mun hægfleygari en flugvélar og geta flogið mun lægra. Þær eru mikið mikið lengur á milli staða heldur en flugvélar og í lélegum skilyrðum þurfa þyrlur líka aðflugsbúnað. Það er ekki að ástæðulausu að þegar maður t.d. slasast í óbyggðum nálægt Akureyri og honum bjargað með þyrlu að það sé farið með hann á Akureyrarflugvöll þar sem flogið er  með hann með flugvél til Reykjavíkur. Svo það er stórkostlega rangt að halda því fram að lífshættulega slasaðir séu fluttir með þyrlu því það er einmitt þvert á móti svo lengi sem ekki sé hægt að flytja fólk með flugvél.

Varaflugvellir út um allt bendir Johnny okkur á. Það kannski lýsir þekkingu hans á flugi best. Hvaða flugvelli er maðurinn að tala um? Selfoss kannski? Sandskeið? Það eru flugvellir sem eingöngu eru fyrir litlar vélar en henta ekki fyrir stærri vélar. Auk þess sem blindaðflug á Sandskeið er ekki til staðar og blindaðflug á Selfoss er ekki með sérstaklega lágu lágmarki.

Svo eru það sérfræðingarnir sem benda á að það sé hvergi flugöllur í miðborg annars staðar. Það er nóg að nefna London, Minneapolis og Stockhólm (Bromma). Svo eru eflaust fullt af öðrum borgum með flugvelli í miðborginni.

Ég vona að fólk vakni upp og átti sig á því hversu heimskulegur málflutningur andstæðnga vallarins er. Gísli Marteinn og félagar neita öllum um byggingaleyfi á vellinum á þeim grundvelli að það sé ekki vitað hvort völlurinn fari eða ekki. Þetta kalla ég að slá ryk í augun á fólki því þessi flugvöllur fer ekki neitt. Á meðan aðilar sem hafa starfsemi á vellinum fá ekki að byggja fær hins vegar Háskólinn í Reykjavík að minnka flugvallarsvæðið og byggja Háskóla! Þessi Háskóli er við hliðina á Landhelgisgæslunni en það er sá flugrekandi á flugvellinum sem hefur háværustu vélarnar. Ég segi fyrir mig, burt með þennan Háskóla, hann er mikið betur kominn niður annars staðar, og byggjum upp flugskýli og annað sem sárlega er vöntun á á vellinum í dag.

Ingvar (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 15:51

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sko ef flugvöllurinn fer til Keflavíkur, krefst ég þess að Keflavík verði gerð að höfuðborg landsins og þangað flytji um leið öll stjórnsýslan.  Höfuðborg fylgir skylda til allra landsmanna, það eiga sumir erfitt með að átta sig á.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2008 kl. 15:55

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég held að sjórnmálamenn og aðrir valdhafar ættu að hætta þessaru umræðu um flugvöllinn og snúa sér af þarfari málum sem þola enga bið! 

Þeir eiga ekki að bíða með mál sem eru svo brýn að hópur fólks í landinu verði að leita sér neyðaraðstoðar erlendis frá, vegna hversu forgangsmálum er illa raðað á Alþingi.

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 16:35

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn. Hér er hörku fjör. Ég er sammála Ásthildi ef flugvöllurinn verður lagður niður og öll þjónusta vegna flugs verði flutt til Reykjanesbæjar þá krefst ég þess að Reykjanesbær - borg verði höfuðborg Íslands. Reykjavík sem er höfuðborg okkar fær drjúgar tekjur, við getum sagt fyrir að vera höfuðborg. Og veit ég að ráðamenn í Reykjavík vilja ekki missa spón úr aski sínum. Því miður gleymist að höfuðborginni hefur skildum að gegna fyrir ALLA LANDSMENN  Þarna fer öll stjórnsýslan fram fyrir allt landið. Stjórnarráðið og Alþingi eru í Reykjavík og stærstu sjúkrahúsin eru þarna. Stutt að fara með sjúklinga sem koma með sjúkraflugi á Landspítalann. Fáeinar mínútur geta skipt sköpun í lífi þessa einstaklinga. Dálítið langt að fara frá Keflavík eða frá Hólmsheiði til Reykjavíkur með sjúklingana.

Kannski væri þetta heilladrjúgt fyrir okkur sem búum á Norðausturlandi og á Vestfjörðum. En það er unnið ljóst og leynt að drepa niður sjálfbjargarviðleitni á þessum svæðum. Fyrir utan Vestfirði eru gjöfulustu fiskimiðin en Vestfirðingar sem eru dugnaðar fólk mega ekki veiða fisk því þeir eiga lítinn kvóta. Svona er nú Ísland í dag. Arg og aftur Arg.

Frjálslyndarbaráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 17:14

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jens, þakka þér fyrir þitt greinargóða og skelegga innlegg í þetta mál. Þakka þér sérlega vel Ingvar, það er gagnlegt að fá innlegg frá fagmönnum. Sjálfur hef ég heyrt þitt sjónarmið frá mörgum flugmönnum en það eru samt margir Johnnyarnir , sem fljúga blindflug, einkum á meðal stjórnmálamanna. Ásthildur auðvitað á landsbyggðin sinn rétt til höfuðborgar eins við.  Tek undir með Óskari að margt væri þarfara að gera en eyða tíma í þetta en við getum samt ekki hundsað umræðuna, hún er of alvarleg til þess.

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 17:20

23 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, ef ekki þá bara til Keflavíkur með allt flug.

Þóra Guðmundsdóttir, 8.3.2008 kl. 18:23

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Sigurður!

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 18:24

25 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér finnst voðalega skrítið að við nennum að eyða orku okkar í flugvöllin sem að verður þarna til 2016 og jafnvel til 2024.

Það er búið að kjósa um flugvöllinn. Þið munið það er ekki svo?

Ég bý mjög nálægt flugvellinum og ég er mjög ánægð með það. Hávaðinn minnir á líf. Frábært.

Ég borðaði einu sinni á mjög fínum veitingastað í Santa Barbara, sá veitingastaður var inni á fluvellinum, mikið fannst mér það flott. Svo er fólk að segja að hvergi sé flugvöllur inn í byggð, það er bara kjaftæði, það eru flugvellir víða inni í Borgum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.3.2008 kl. 18:25

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Djúpvitrar ályktanir um flugvöll eru mér ámóta skiljanlegar og hin þungu varnaðarorð Geirs H. Haarde um stöðugleikann í efnahagslífi þjóðarinnar.

Best hugnast mér innlegg Óskars Arnórssonar í málið.

Mér finnst ég hafa heyrt óminn af þessari umræðu álíka lengi og samþykktir um mislæg gatnamót á Kringlumýrarbrautinni. Er útilokað að við förum að takast á um mislæga umferð á flugvallarsvæðinu?

Það mætti vel hugsa sér að nýta þetta svæði til íbúðabygginga og byggja svo flugbrautir yfir.

Mér datt þetta í hug daginn sem ég sá tvo menn gangandi á nýju göngubrúnni yfir Hringbrautina.

Árni Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 18:30

27 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þér Siggi, það er mín tilfinning að þeir sem ráða ferð og vilja að flugvöllurinn víki séu fyrst og fremst talsmenn þeirra sem þarna vilja byggja . kv .

Georg Eiður Arnarson, 8.3.2008 kl. 18:34

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir komuna og að láta skoðun ykkar í ljós er að verða seinní matinn, heyrumst síðar. Í trausti þess að völlurinn fái að vera kyrr

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 18:40

29 Smámynd: Árni Gunnarsson

Segðu mér eitt Siggi: Er þessi mynd yfir bloggsíðunni þinni af Ginsengökrum í Kóreu?

Árni Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 18:44

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ingvar þarna er búin að sannfæra mig! Ég sé bara peningaausturinn í blaðrinu um flugvöllinn, flugmaður segir að þetta sé öruggasti staðurinn að lenda á. málið er dautt!

Mér er farið að líða eins og þingmönnunum sem tala um jakkaföt á Alþingi að yfirleitt að þaka þátt í umræðu sem er óþörf.

Það eru bara gráðugir fjárfestar sem hugsa sér gott til glóðarinnar með lóða og byggingarbraski sem hafa áhuga á þessu "burtu með flugvöllinn" rugli, eða einhver arkitekt sem er búin að teikna svo fínar myndir á svæðinu þar sem flugvöllurinn er, að hann þarf að fá "lobbyistana" í lið með sér til að selja ráðamönnum Reykjavíkur, fínu skipulagsteikninguna sína sem hann er svo stoltur af.

Siggi! Settu eitthvað annað umræðu efni inn en þetta hundleiðinlega flugvallarmál...

Árni! Þetta með að nýta svæðið svo ALLIR geti verið ánægðir, væri ekki athugandi að byggja alls dótið neðanjarðar, UNDIR flugbrautinni. þar gætu allir alvöru hugmyndasmiðir og hagfræðingar Ríkisins haft skrifstofur, Alþingi og öll embætti Reykjavíkur gætu verið staðsett þarna undir, og haft flugvöllinn sem þak!

Bara hugmynd sem skaut upp hjá mér að það væri gott að vita af þeim öllum saman neðanjarðar...ætli ég verði ekki að fá mér eitthvað að borða, kominn í vont skap.. 

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 19:56

31 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Völlurinn á að sjálfsögðu að vera áfram í Vatnsmýri, ekki spurning í mínum huga.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 22:40

32 Smámynd: Óskar Arnórsson

Auðvitað!

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 23:04

33 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sjá einnig stórfróðlega grein atvinnuflugmanns:

Mánudaginn 3. mars, 2008 - Aðsent efni Ekki Löngusker eða HólmsheiðiEftir Matthías ArngrímssonMatthías ArngrímssonMatthías Arngrímsson   [ Smelltu til að sjá stærri mynd ]

Eftir Matthías Arngrímsson: "Auðvitað viljum við öll tryggja sem mest flugöryggi. Því miður er það mat undirritaðs að það sé ekki tryggt með flugvelli á Hólmsheiði og að slíkur völlur jafngildi því að stíga 50 ár aftur í tímann."

Niðurstaða samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar nú á dögunum kallar á frekari umræðu um Reykjavíkurflugvöll, flugvöll allra landsmanna sem ýmsir vilja leggja niður. Ýmsar fullyrðingar í þessari umræðu hafa einkennst af vanþekkingu á flugmálum og er það miður þar sem óábyrgar yfirlýsingar hafa brenglað staðreyndir í málinu. Það er von mín með eftirfarandi grein að málsaðilar fræðist og skilji betur sjónarmið okkar sem vinnum við flugið og eigum þá ósk heitasta að sjá það vaxa og dafna landsmönnum öllum til góðs.

HólmsheiðiStuðningur við grasrótina í fluginu er mikilvægur svo hægt sé að þjálfa næstu kynslóðir atvinnuflugmanna. Veðurfar á Hólmsheiði myndi draga verulega mikið úr fjölda flugdaga fyrir flugnema sem vilja læra á Íslandi og þeirra flugkennara sem hafa lifibrauð sitt af flugkennslu.

Það er reyndar með ólíkindum að Hólmsheiði, eða reyndar hvaða heiði sem er í nágrenni Reykjavíkur, skuli vera talin álitlegur kostur.

Við búum á Íslandi og okkar misjafna veðurfar hefur mikil áhrif á flugrekstur í landinu. Flugmenn og flugrekendur vita að því hærra sem flugvöllur er frá sjávarmáli því verra er að stunda flugrekstur þaðan. Ef grannt er skoðað má sjá að langflestir flugvellir eru á láglendi ef þess er nokkur kostur. Hólmsheiði er í um 405 feta hæð, eða 135 metra hæð eða 360 fetum, 120 metrum hærri en Reykjavíkurflugvöllur. Til að setja þetta í betra samhengi er munurinn hæð einnar Hallgrímskirkju og 45 metrar til viðbótar sem er töluvert. Lesendum finnst þetta kannski ekki mikið en þeir sem reka flugvélar frá Reykjavíkurflugvelli geta sagt frá því að oft er hægt að taka á loft og lenda í Reykjavík en algjörlega ófært í sjónflugi í austurátt vegna lágra skýja yfir hækkandi landslagi.

Flugvélar afkasta einnig mun verr í þynnra lofti uppi á heiðum en þéttara lofti niður við sjávarmál. Þumalputtaregla varðandi lækkandi hitastig með hæð er sú að hiti falli um 2°C fyrir hver 1000 fet. Það þýðir að hitamunur milli flugvallar í Reykjavík og á Hólmsheiði væri því um 1°C. Ein gráða á Celsíus getur skipt miklu máli í flugi að vetrarlagi á Íslandi. Skafrenningur á heiðum er sömuleiðis ekki vænlegur til að auka bremsuskilyrði á flugbrautum. Við hvert flugtak er farið í nákvæmar töflur til að finna út hvað flugvélin getur gert við ríkjandi aðstæður. Vindar, hitastig, loftþrýstingur, bremsuskilyrði, hindranir við aðflug og brottflug eins og t.d. fjöll og fjallgarðar hafa ráðandi áhrif á afköst flugvélanna svo fyllsta öryggis sé gætt. Á Hólmsheiði er ókyrrð af fjöllum töluverð í ákveðnum vindáttum. Þessi sömu fjöll gera það illframkvæmanlegt að koma fyrir blindlendingarkerfi að vellinum úr næstum öllum áttum. Esjan, Hengillinn, Vífilfellið og Bláfjöllin hamla því. Athugið að við þessa útreikninga er í öryggisskyni alltaf gert ráð fyrir því að annar hreyfillinn á tveggja hreyfla vél bili á þó nokkrum hraða í flugtaki og þannig verði öruggt að taka á loft og fljúga vélinni með einungis einn hreyfil virkan.

Ég fullyrði að allir þeir neikvæðu þættir sem tínast til við Hólmsheiði munu gera flugrekendum erfiðara fyrir og arðhleðsla vélanna minnka töluvert, þ.e.a.s. getan til að bera meira miðað við aðstæður á vellinum og umhverfis hann. Í stuttu máli mun það þýða verri afkomu og hærri fargjöld og líklegt má teljast að flugrekendur fari frekar til Keflavíkur eða hætti rekstri. Auðvitað viljum við öll tryggja sem mest flugöryggi. Því miður er það mat undirritaðs að það sé ekki tryggt með flugvelli á Hólmsheiði og að slíkur völlur jafngildi því að stíga 50 ár aftur í tímann.

LönguskerMiðað við þær teikningar sem hingað til hafa verið sýndar þá eru svæðin samsíða brautunum sýnd allt of mjó til að verjast megi ágangi sjávar og seltu á fullnægjandi hátt. Til að setja þetta í betra samhengi þá bjó ég í íbúð stutt frá Eiðistorgi og skv. Borgarvefsjá eru 85 metrar frá fjörunni að gluggunum á þeirri hlið og þeir eru salthúðaðir allt árið. En það er kannski ekki það merkilegasta heldur sú staðreynd að ég bjó á þriðju hæð! Það sem mestu máli skiptir fyrir flugvélarnar fyrir utan almennt veðurfar á Lönguskerjum er að hafa brautirnar auðar og hreinar eins og kostur er svo bremsuskilyrði séu eins og best verður á kosið.

Þessi einföldu atriði má nota til að færa rök fyrir því að svæðin báðum megin flugbrauta og reyndar allt athafnasvæðið þurfa að vera mjög breið. Slík uppfylling myndi kosta gífurlegar upphæðir og nokkur ár í framkvæmd ef stórar sem smáar farþegaflugvélar, kennslu- og einkaflugvélar, þyrlur og önnur flygildi á vellinum eiga ekki að verða fyrir skemmdum. Ekki gleyma þeirri staðreynd að af þeim 152 flugvélum (árið 2005) sem eru á Reykjavíkurflugvelli þá eru vélar innanlandsflugfélaganna innan við 20 og 152 flugvélar þurfa mikið rými. Það er mikilvægt að hafa þær vélar á sama stað vegna hagkvæmni í rekstri flugvallarins.

Það yrði mjög erfitt og kostnaðarsamt að halda flugbrautunum hreinum þegar komið er niður fyrir frostmark því þrátt fyrir saltið myndi særokið leggjast yfir líkt og íshella og það myndi hækka allan kostnað við rekstur vallarins og flugvéla fram úr hófi og mengun vegna afísingarefna aukast töluvert. Höfum við ekki öll séð myndir af fiskiskipum í klakabrynju? Eins og flugrekendur vita líka þá myndi mögulegum flugtímum fækka hressilega og allt hækka; rekstrarkostnaður, viðhaldskostnaður og fargjöld. Það má líka rökræða það hvort hagsmunir flugöryggis séu hafðir að leiðarljósi þar sem mjög strangar kröfur eru gerðar um afköst flugvéla, bæði við flugtak og lendingu og bremsuskilyrði eru þar mjög mikilvægur þáttur.

Löngusker eru ekki besti staðurinn fyrir flugrekstur nema tugir milljarða komi til svo uppfyllingin verði nægilega stór til að verjast ágangi sjávar og seltu og að öllum flugvélum verði tryggt öruggt húsnæði. Því miður, og eðlilega kannski, skilja margir ef til vill ekki nógu vel hversu viðkvæmar flugvélar eru fyrir salti sem er mjög tærandi. Takið líka eftir því að flestar teikningar af flugvelli á Lönguskerjum sýna ekki rétt þann fjölda flugskýla og bygginga og það landflæmi sem til þarf. Er það gert viljandi til að láta líta út fyrir að þessi framkvæmd sé „létt verk og löðurmannlegt“ eða af hreinni vanþekkingu? Þá hef ég ekki nefnt bílaumferðina, bílastæði og tengingu við völlinn. Hvernig á að leysa það og hvað kostar það til viðbótar?

Afköst flugvéla og varaflugvellirVeður er skoðað sérstaklega fyrir brottför til að athuga hvort ekki sé örugglega fært á áfangastað og einnig yfir á varaflugvöll ef veður hamlar kannski lendingu á upphaflegum áfangastað. En athugið að flugvélar og arðhleðsla þeirra eru eins og áður sagði takmarkaðar af ýmsum utanaðkomandi þáttum sem eru breytilegir eftir flugvöllum og veðri. Ef Hólmsheiði verður ófær á leið okkar frá Egilsstöðum og Keflavíkurflugvöllur ófær sömuleiðis vandast málið allverulega. Ef enginn völlur kæmi í stað Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvöllur yrði eini völlurinn á SV-horninu þyrftu flugvélar í innanlandsflugi að bera töluvert aukaeldsneyti til að komast á varaflugvöll sem kæmi niður á arðhleðslu þeirra. Vegna veðuraðstæðna og landslags er það alveg borðleggjandi að nýtingarhlutfall flugvallar á Hólmsheiði yrði töluvert verra en nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar er nú.

Einhverjir kunna að spyrja sig hvers vegna umræddri vél er þá ekki snúið til baka til Egilsstaða. Það væri ef til vill hægt en vegna reglna um lágmarksskilyrði til blindaðflugs og skyggnis til lendingar þá getur verið skynsamlegt að gera ráð fyrir því að upphafsflugvöllur sé ekki tiltækur sem varaflugvöllur og það kemur fyrir að veðurskilyrði duga til flugtaks en ekki til lendingar.

Gefum okkur að Reykjavíkurflugvöllur, Löngusker eða Hólmsheiði séu ekki til staðar og Keflavíkurflugvöllur valinn sem áfangastaður. Akstur þaðan er a.m.k. 45 mínútur með rútu til BSÍ í Reykjavík. Ef hann reynist ófær gætum við þurft að nota Færeyjar eða Glasgow í Skotlandi sem varavöll ef veður hamlar lendingu annars staðar á landinu. Af þessu má sjá að með því að búa til flugvöll sem er að einhverju leyti verri en núverandi flugvöllur í Reykjavík eða fækka flugvöllum á SV-horninu mun það gera flugrekendum verulega erfitt fyrir og leggja á þá óbærilegan kostnað sem hlýtur að velta sjálfkrafa út í fargjöldin. Þessar tölur eru svo enn ýktari í millilandafluginu.

Alvarlegust af öllu eru þó slæm áhrif á sjúkraflugið við þessar aðstæður, t.d. ef slasaður borgarfulltrúi er um borð eins og gerðist fyrir nokkrum vikum. Sá borgarfulltrúi sem styður brotthvarf Reykjavíkurflugvallar hefur ekki þurft að komast til Reykjavíkur í sjúkraflugi og vona ég að enginn þeirra þurfi á því að halda. Hátæknisjúkrahús eru þó líka til í Glasgow þó það taki u.þ.b. 3 klst. að fljúga þangað. Þann 24. des. sl. var augljóst að árið 2007 yrði enn eitt metárið í þessum efnum, en þá voru sjúkraflugin orðin 481 talsins með 521 sjúkling. Sífelld aukning sjúkraflugs ýtir enn frekar undir mikilvægi veru Reykjavíkurflugvallar þar sem hann er.

Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir millilandaflugið er sömuleiðis ótvírætt og við höfum mýmörg dæmi um það þegar vélar hafa orðið að lenda í Reykjavík vegna slæmra veðurskilyrða í Keflavík. Við búum á eyju sem hefur einungis fjóra flugvelli sem nýtast okkur sem flugvellir í millilandaflugi á stærri þotum. Hver einasti flugvöllur skiptir máli fyrir flugöryggið. Ef Reykjavíkurflugvöllur yrði lagður niður hlyti það að verða krafa að byggja upp t.d. Sauðárkrók eða Bakkaflugvöll sem mögulega varaflugvelli.

Hvaða krafa er gerð til flugvalla höfuðborga?Hver sem niðurstaðan verður á endanum þá hlýtur það að vera lágmarkskrafa höfuðborgarinnar og íbúa hennar, landsmanna allra, sjúkraflugs, Landhelgisgæslu, almannavarna, farþega, flugrekenda, flugmanna og flugnema að nýtingarhlutfall flugvallar höfuðborgarinnar verði alls ekki minna en nú er. Hvernig ætla borgaryfirvöld að tryggja það samhliða því að gæta þess að flugöryggi minnki ekki? Miðað við síðustu fréttir af skipulagsmálum borgarinnar eru málin farin að líta þannig út að annaðhvort fái völlurinn að vera þar sem hann er, ef til vill í breyttri mynd til að liðka fyrir, eða að hann verður eyðilagður án þess að nokkuð komi í staðinn. Það má ekki gerast. Ef hann verður eyðilagður þá verður ekki snúið til baka. Hvaða höfuðborg hefur ekki flugvöll?

Höfundur er atvinnuflugmaður, flugkennari og einka/sportflugmaður.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.3.2008 kl. 23:43

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vona að allir sem lagt hafa inn innlegg virði það við mig þó ég svari ekki á laugardagskvöldi, það verður gert síðar, með þeirri undantekningu að mig langar að þakka prédikaranum sérstaklega fyrir að leggja fram þessar góðu greinar.  Ég mun þó svara við betra tækifæri.

Sigurður Þórðarson, 9.3.2008 kl. 00:11

35 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þar kom að því Siggi að við yrðum ósammála, sjálfur ég tel ég staðsetningu vallarins ekki nógu heppilega. Hún er of nálægt byggð að mínu mati og er vel hægt að finna aðra staðsetningu innan höfuðborgarinnar til þess að fyllsta öryggis sé gætt og hún sé ekki of langt frá næsta spítala.

Ritað er:

Lúkasarguðspjall 11:9
Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.

Það hlýtur að vera hægt að finna aðra staðsetningu fyrir þennan völl.  Ef við bara leitum. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.3.2008 kl. 00:43

36 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er laust pláss fyrir flugvöll á Bessastaðanesi eins og ég sýni hér: 

http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/326921/

Emil Hannes Valgeirsson, 9.3.2008 kl. 00:49

37 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vil enn og aftur þakka þeim fjölmörgu sem hafa tjáð sig fyrir sín góðu innlegg en að því sögðu vil ég sérstaklega þakka Ingvari fyrir fróðlegan pistil og "Prédikaranum" fyrir að hafa lagt fram upplýsandi greinar eftir sérfróða menn á þessu sviði. Varðandi spurningu Árna Gunnarssonar, þá tók ég þessa mynd sjálfur af ginsengsakri. Emil H. Valgeirsson minntist á Bessastaðanes, en ég veit ekki til að sá kostur standi til boða.  Al öllum góðum innleggjum ólöstuðum þá sker eitt sig úr, að mínu mati, en það er tilvitnum Guðsteins í hina Helgu bók:

Ritað er:

Lúkasarguðspjall 11:9
Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.

Að öllu framansögðu verð ég að álykta gagnstætt Guðsteini  að þar sem leitað var vandlega að réttu flugvallarstæði og Vatnsmýrin var fundin.  Þá hafi ritningunni verið fundinn staður.

Sigurður Þórðarson, 9.3.2008 kl. 10:10

38 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn. Ég vil hafa flugvöllinn þar sem hann er í dag. Mér finnst líka magnaðar hugmyndir sem Ómar Ragnarson sýndi okkur sem voru sitt hvoru megin við Seltjarnarnes. Hólmsheiði finnst mér út í Hróa Hött og ef allt innanlandsflug verður flutt til Reykjanesbæjar þá vil ég að Reykjanesbær breytist í Reykjanesborg.

Ástæðan fyrir að ég er á mót hugmyndinni um Hólmsheiði að þar erum við komin í meiri hæð og eru verri aðstæður þar en niðri á Seltjarnarnesi t.d. vegna þoku.

Ég hef oft flogið á milli Vopnafjarðar og Reykjavíkur í gegnum mína löngu ævi. Í eitt skiptið þegar ég ætlaði að yfirgefa Reykjavíkurborg þá lentum við í ævintýri. Það var mjög hvasst þar sem ég bjó en þegar ég kom niður á Reykjavíkurflugvöll var miklu betra veður.Við lögðum á stað til Akureyrar og við vorum alveg komin að lendingu þegar vélin hóf sig á flug aftur því veðrið á Akureyri var viðbjóðslegt. Ég var meira að segja búin að sjá lendingarljós svo þetta var bara um örfáar mínútur. Reyndu flugstjórar aftur að lenda en gáfust upp og við fórum til baka. Daginn eftir var veðrið ekkert skárra en við fórum síðdegis til Akureyrar og tókst að lenda. Þar var ég svo veðurteppt í nokkra daga því það var brjálað veður og ekki hægt að keyra heim. Þegar veðrinu slotaði gekk illa að ryðja Víkurskarð og var ekki hægt að opna heiðina fyrr en kl 14. Þá fengu þeir sem voru hinu megin að koma fyrst yfir og sé ég eftir að hafa ekki talið alla bílana. Ekkert smá af fólki sem var búið að bíða. Svo fórum við yfir og ég var mjög hneyksluð að sjá hvernig heiðin var rudd. Helling af snjó var rutt upp í brekkurnar þar sem var snarbratt hinu megin við veginn og hefði verið hægt að hafa vélar sem mokuðu snjónum yfir vegriðin. Þegar ég komst uppá heiðina var lítill snjór og hinu megin í Vikurskarði var lítill snjór og þannig var það alla leið heim. Fyndið ferðalag.  

Þegar ég er á Reykjavíkursvæðinu bý ég á svæði þar sem er mikill vindur og hefur þessi byggð fengið sérstakt nafn þar sem bílar hafa farið á ferð í roki. Eitt sinn þegar ég var þarna fann ég hvernig blokkin hreyfðist. Ótrúlegt en satt. Ég nota ekki vímuefni svo ég var allsgáð  Frjálslyndar baráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.3.2008 kl. 11:41

39 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já Siggi, þeir fundu stað fyrir þennan völl. Hann er við hliðinni á einni mestu umferðargötu Reykjavíkur og eru varla 10 metrar frá lendingarbrautinni og umferðaræðinni. Auk þess sem miðbærinn er þarna við hliðinná þessu öllu.

Með því að koma vellinum fyrir á nýjum stað opnast þá frekari uppbygging háskólasvæðisins og byggðar. Það má finna mun betri staði alveg eins og Emil H. stingur uppá hér ofar, þ.e.a.s. Bessstaðanesið.  Og fleiri staði mætti nefna.

En eins og ritað er:

Matteusarguðspjall 15:14
Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju.

Hvað eigum við að bíða lengi eftir slysi til þess að sannfæra menn um slæma staðsetningu þessa flugvallar? Ráðamenn finnst mér vera blindir fyrir því. E þetta er bara mín skoðun. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.3.2008 kl. 14:00

40 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir þitt ágæta innlegg Rósa, ég á von á að fleiri geti sagt sögur í svipaða veru og þarf varla fleiri vitna við. Guðsteinn, illu heilli er ég ekki nógu vel að mér í biblíufræðum, enda aðhyllist ég önnur trúarbrögð. Ekki ætla ég þó að draga í efa þá miklu spádómsspeki sem í Biblíunni finnst. Þvert á móti draga frábærar tilvitnanir þínar hana ljóslega fram:

En eins og ritað er:

Mattheusarguðspjall 15:14
Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju.

Sérfróðir aðilar í flugöryggi, þ.m.t. flugmenn og veðurfræðingar virðast á einu máli um að öruggara flugvallarstæði sé ekki hægt að finna í nágreni Reykjavíkur. Þeir eru með öðrum orðum sannfærðir um að slysahætta sé þar minni en annarstaðar. Ráðamenn sem láta slíkar aðvaranir sem vind um eyru þjóta "ganga blindir fram af gryfjubrún".

Sigurður Þórðarson, 9.3.2008 kl. 14:30

41 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir þitt ágæta innlegg Rósa, ég á von á að fleiri geti sagt sögur í svipaða veru og þarf varla fleiri vitna við. Guðsteinn, illu heilli er ég ekki nógu vel að mér í biblíufræðum, enda aðhyllist ég önnur trúarbrögð.  Ekki ætla ég þó að draga í efa þá miklu spádómsspeki sem í Biblíunni finnst. Þvert á móti draga frábærar tilvitnanir þínar hana ljóslega fram: 

En eins og ritað er:

Mattheusarguðspjall 15:14
Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju.

Sérfróðir aðilar í flugöryggi, þ.m.t. flugmenn og veðurfræðingar virðast á einu máli um að öruggara flugvallarstæði sé ekki hægt að finna í nágreni Reykjavíkur. Þeir eru með öðrum orðum sannfærðir um að slysahætta sé þar minni en annarstaðar. Ráðamenn sem láta slíkar aðvaranir sem vind um eyru þjóta "ganga blindir fram af gryfjubrún". 

Sigurður Þórðarson, 9.3.2008 kl. 14:30

42 identicon

Brautarendinn er ca. 190 metra frá Hringbraut. Vélar sem koma úr norðri miða á að lenda á þeim stað á brautinni sem er ca. 400 metra frá Hringbraut. Það er kannski engin ægileg fjarlægð, en svo sannarlega meira en 10 metrar.

Bjarki (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 14:38

43 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég kemst ekki hjá því að hugsa, hvort kom á undan eggið eða hænan?  Flugvöllurinn er búinn að vera þarna í meira en 60 ár, og því var hvorki Hringbrautin, Suðurgatan, eða byggðin í Skerjafirðinum þarna þegar flugvöllurinn var settur þarna niður.  Ég hef satt best að segja enga samúð með fólki sem býr í Skerjafirðinum, það vissi af flugvellinum þegar það keypti húsnæðið.

Sigríður Jósefsdóttir, 9.3.2008 kl. 14:44

44 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Púff.......er nú farið að ræða biblíuna í samhengi við flugvallamálið

Annars finnst mér bara skynsamlegast að hafa flugvöllin sem næst væntanlegu hátæknisjúkrahúsi.  Annað er bara vitlaust

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.3.2008 kl. 14:46

45 Smámynd: Óskar Arnórsson

Siggi! farðu nú að koma með eitthvað annað en þetta umræðuefni. Atvinnuflugmenn eru búnir að afgreiða þetta mál algjörlega. Flugvöllurinn verður þar sem hann er. Þetta er orðið sama tímaeysla og jakkafataumræða á Alþingi.

Þú ert stórsnjall að koma umræðum af stað og hátt heiður skilið fyrir það.

Ég er farinn að hlakka til næsta máls sem þú tekur upp á blogginu þínu, og er viss um að margir aðrir gera það líka. Af nógu er að taka og þú ert góður í því að finna mikilvæg mál. Bíð spenntur eftir næstu umræðu sem þú tekur upp. 

Óskar Arnórsson, 9.3.2008 kl. 14:47

46 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  þú flaugst inn á Topp 50 í gær.  Þú er núna í 47.  sæti yfir vinsælustu bloggin.

Jens Guð, 9.3.2008 kl. 16:11

47 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Mér er alveg sama um þennan flugvöll hann má vera fyrir mér þar  sem hann er,ég var í mörg ár á Keflavíkurflugvelli og það ónáðaði mig ekki fluggnýrinn,ég ætla ekki að byggja í Vatnsmýrinni.mér finnst þessi umræða leiðinleg og fólk er að æsa sig yfir þessu sem getur ekki gert neitt í málinu nema segjast ekki skuli fljúga ef flugvöllurinn verði færður,en þetta fólk flýgur til útlanda þar sem flugvöllur er ekki í bænum heldur  utanbæjar,Kaupmannahöfn er ekki flugvöllur,Osló er ekki flugvöllur.Ólafur F Magnússon er ekki í Frjálslinda flokknum og er atkvæða minnsti Borgastjóri frá upphafi og kannski sá eini sem hefur komist til svo mikilla valda á norðurlöndunum á svona fáum atkvæðum.

Guðjón H Finnbogason, 9.3.2008 kl. 16:46

48 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Það er nú eitt atriði sem ég er að velta fyrir mér.  Fyrir hvaða ands....... fólk á að byggja allar þessar íbúðir í Vatnsmýrinni ?  Fólk er nú þegar farið að flýja land vegna svimandi húsnæðisverðs og það lagast ekkert við það að byggja á flugvallarstæðinu.  Umræðan um Vatnsmýrina er alveg út úr korti og pólutíkusum til skammar, þar sem gróðasjónarmið eru tekin ofar öllu öðru, þám. öryggissjónarmiðum.

En byggð fyrir 15-30 þúsund manns, er algerlega óþörf.

Sigurður Jón Hreinsson, 9.3.2008 kl. 23:02

49 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég skora á ykkur sem eruð betur aðykkur í Biblíunni en ég að finna réttu röksemdirnar fyrir flugvellinum þarna. Þakka ykkur fyrir ykkar framlag Sigríður, Margrét, Óskar, Guðjón og Sigurður.

Jens, ég verð að hryggja þig með því að ég adam verður ekki lengi í Paradís og ég mun lækka enda stóð þessi færsla lengi. 

Sigurður Þórðarson, 9.3.2008 kl. 23:17

50 Smámynd: Sigurður Rósant

Nokkur dæmi eru um flug manna upp fyrir skýin í Biblíunni. Það skírasta dæmi sem ég man eftir er þegar Elía spámaður fékk flugfar til himins skv. 2. Kon. 2:11 "En er þeir héldu áfram og voru að tala saman, þá kom allt í einu eldlegur vagn og eldlegir hestar og skildu þá að, og Elía fór til himins í stormviðri."

Veðurskilyrði við þessa flugferð skiptir greinilega ekki máli, en kannski má túlka þessa tilvitnun sem svo að stormviðri hafi verið hagstætt í þessu tilviki þar sem eldlegir hestar áttu í hlut ásamt eldlegum vagni. Um flugvöll er ekkert rætt í þessu tilviki og trúaðir telja þar af leiðandi enga þörf fyrir flugvelli. Forstöðumaður trúsafnaðar benti mér eitt sinn á þennan texta sem sönnun þess að flugvélar voru til löngu fyrir daga Jesú Krists.

Guðsteinn vitnar í Matt 15:14 þar sem talað er um að blindur leiði blindan. "Hvað eigum við að bíða lengi eftir slysi til þess að sannfæra menn um slæma staðsetningu þessa flugvallar? Ráðamenn finnst mér vera blindir fyrir því. E þetta er bara mín skoðun."

Flugmenn hafa lengi þjálfað sig í blindflugi. Án blindflugskunnáttu væru flugmenn verr staddir ef ský hylur skyndilega flugvallarsvæðið.

Elía umræddi kom svo aftur í heimsókn til að spjalla við Jesú og hafði Móse sem ferðafélaga skv. Mark 9:2-4 "Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes og fer með þá upp á hátt fjall, að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, og klæði hans urðu fannhvít og skínandi, og fær enginn bleikir á jörðu svo hvítt gjört. Og þeim birtist Elía ásamt Móse, og voru þeir á tali við Jesú."

Þarna á dögum Krists eru eldvagnar alveg orðnir óþarfir, en bestu skilyrðin virðast hafa verið á fjallstoppi (svipað og svifdrekaflugmenn notast við í dag)

Flugtaki er lýst svona skv. 7. versi "Þá kom ský og skyggði yfir þá, og rödd kom úr skýinu..."

Skv Post 1:9  er sama tæknin notuð áfram og engin þörf fyrir eldvagn eða flugvöll og ekkert minnst á fjallstopp. "Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi, og ský huldi hann sjónum þeirra."

Af þessu má draga þá ályktun að flugvöllur sé í augum sumra kristinna manna algjörlega óþarfur.

Sigurður Rósant, 10.3.2008 kl. 09:19

51 identicon

Getur einhver nefnt nokkrar borgir á vesturlöndum þar sem flugvöllurinn er í miðbænum????????

Valdi (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:43

52 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér nafni, ég verð að viðurkenna að ég er ekki nógu vel að mér í biblíusögum til að geta rökrætt þetta af einhverju viti. Valdi, ég er ekki svo kunnugur því. Hitt get ég þó fullyrt að flugvöllurinn er ekki í miðbæ Reykjavíkur, heldur í Skerjafirði og aðflugið er af hafi, við bestu aðstæður.

Sigurður Þórðarson, 10.3.2008 kl. 14:03

53 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

boston- logan flugvöllur

 Sjá psitil veffara :

 

JFK er mun nær Manhattan en Keflavík er Reykjavík. En ekki hafa Nefjork búar enn lagt í sérstaka járnbrautarlest þó öllu heitara sé hér en í Síberíu.
Svo er heldur minna pláss á sjálfri Manhattan fyrir flugbraut en í Vatnsmýrinni.
Boston búar er næstum því  eins heppnir og Reykvíkingar! Þeir hafa sinn Logan flugvöll í miðri borg, varla meira en 1-2km frá skýjakljúfabyggð miðborgar Boston. Bætti því við loftmynd af Boston í bloggið að ofan, lesendum til hughreystingar og andlegrar hressingar. Flott að fljúga til Boston, ef þú átt heima í þeirri borg. 

veffari, 19.2.2008 kl. 18:59

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.3.2008 kl. 18:40

54 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sjá einnig pistil Guðbjargar Elínar :

 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Þar sem ég bjó í Vancouver, bc. Canada  í 1.ár og fór víða um borgina til að skoða hana og eins til að versla , að þá tók ég sérstaklega eftir því þegar ég fór í Costco verslunarmiðstöðina ( verslunarkeðja ) um hábjartan dag að þotur voru að koma inn til lendingar á Vancouver,bc flugvellinum. Þarna voru stórar Jumbo þotur sem minni að koma til lendingar og flugu lágt yfir borgina og lentu á sínum flugvelli og engum til ama. Mér fannst gaman að fylgjast með þeim og sjá þessi þverlíki búa sig til lendingar og mér var oft hugsað heim til Íslands um Reykjavíkurflugvöllinn, hvað fólk væri að tjá sig og tala á móti flugvellinum í Reykjavík. Ég spurði fólk sem býr í Vancouver bc, hvort einhver slys hefðu orðið þar sem flugvöllurinn væri staðsettur inní miðri borginni og þoturnar flygju svona lágt yfir, og svarið sem ég fékk var NEI. Ég hafði mjög gaman af því að fylgjast með þotunum koma svona lágt yfir borgina og búa sig undir lendingu. Þvílík sjón að sjá ! Ég get ekki séð að það þurfi að flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur. Það er 100 x meiri flugumferð um Vancouver flugvöll í Vancouver bc, Canada en á Reykjavíkurfluvelli.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 15.2.2008 kl. 01:25

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.3.2008 kl. 18:45

55 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sömuleiðis pistil Benedikts :

 Smámynd: Benedikt V. Warén

 

Í Kaupmannahöfn er aðal lestarstöðin í miðri borginni og sjálf stöðin og aðliggjandi spor taka talsvert meira landrými en flugvöllurinn í Reykjavík.  Flugvöllurinn í Kastrup er ekki mjög frábrugðinn flugvellinum í Reykjavík, í jaðri byggðar með aðflug yfir borgina á eina braut, þó ekki sé flogið beint yfir Ráðhústorgið í Köben.

Reykjavík hefur skyldum að gegna við landsbyggðina og þar með talið, að aðkoma til borgarinnar verði viðunandi fyrir sem flesta, þar með talið fyrir okkur dreifbýlismennina. 

Ef Reykvíkingum finnst ekki tiltökumál að lengna ferðatímann hjá okkur landsbyggðarmönnum um eina og hálfa klukkustund (45 min í hvora áttina eftir Reykjanesbrautinni) ráðlegg ég þeim sömu að flytja út úr borginni í rólegra umhverfi, upplifa þau forréttindi að aka í 30-45mín til og frá borginni og losna um leið við þá áþján, sem fer svona ólýsnalega í taugarnar á þeim, að lifa og hrærast í nágrenni flugvallarins.

Það er ekki heldur rétt hjá Gretu með London, því þar er flugvöllur inn í miðri borginni, sjá: http://www.londoncityairport.com/index.php

London City Airport is the UKs leading business airport and the only airport in London. The airport is only two miles from the site of the 2012 Olympic Games; three miles from Canary Wharf and six miles from the City of London. Eleven airlines serve 33 destinations across the UK and Europe (as of the spring 2008 schedule).

Í Stokkhólmi er einnig flugvöllurinn Bromma: http://www.lfv.se/templates/LFV_InfoSida_70_30____47228.aspx

Welcome to Stockholm-Bromma Airport
Bromma is Stockholm’s city airport and your fastest alternative to and from the Swedish capital.
 

Here everything is close at hand: check-in, security screening point, services, baggage claim, ground transport and parking. At the same time, Bromma is a major airport, Sweden’s fourth-largest in passenger volume.

Because of its proximity to central Stockholm, environmental standards are extra tough. Only the quietest, most environmentally friendly aircraft may land at Bromma. 

Ég tók bara þessi tvö dæmi, en af nægu er að taka.  Í London og Bromma eru gerðar kröfur um afkastagetu og hávaða flugvélanna og það væri nær að komast niður á það plan í umræðunni í stað þess að klifa sífellt á því að leggja starfsemina niður.

Greta, - eins og ég skrifaði hér að ofan.  Bara kynna sér málið aðeins betur áður en stungið er niður fingri á takkaborðið. 

Benedikt V. Warén, 16.2.2008 kl. 15:57

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.3.2008 kl. 18:48

56 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Og Pétur P. :

Smámynd: Pétur P Johnson

 

Þetta er eins og talað frá mínu hjarta. Við vitum að "Flugvallakosning" Ingibjargar Sólrúnar var svindl frá upphafi til enda og niðurstöðurnar endurspegluðu ekki vilja hins almenna borgara í Reykjavík og landsbyggðin fékk ekki að vera með.
Kaupmannahöfn er vinsæll staður hjá íslenskum ferðalöngum en þar tekur ekki nema um 20 mínútur að komast niðri í bæ ef maður er akandi og væntanlega er ennþá fljótlegra núna með tilkomu metrósins að komast þarna á milli. Kastrup er við bæjardyrnar en ekki einhverstaðar langt í burtu.  La Guardia og JFK International eru innan borgarmarka New York og Newark er skammt þar frá. Gamli innanlandsflugvöllur Washington D.C. er steinsar frá miðborginni. Sama er með Logan í Boston. Fyrir örfáum árum átti ég leið um Wellington, höfuðborg Nýja-Sjálands. Þar er flugturninn í miðju íbúahverfi og er horft þaðan niður á flugbrautina. Í Christchurch, stærstu borginni á Suðureyju Nýja-Sjálands, tekur um 15 mín að keyra frá miðborginni út á flugvöll. Sjálfur bý ég hér austast í Reykjavík, í Víkurhverfi. Ég er um 17 til 20 mín (fer eftir umferð) að keyra út í innanlandsflug, en ég er aldrei undir 50 mínútum að keyra út í "Leifsstöð". 
Höldum vörð um góðar samgöngur milli  höfuðborgarinnar og landsbyggðar Íslands.
Pétur P Johnson, 4.3.2008 kl. 13:22

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.3.2008 kl. 18:54

57 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hafa hann þar sem hann er PUNKTUR

Einar Bragi Bragason., 10.3.2008 kl. 18:59

58 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Úr pistli Halldórs, Eignarnám á Reykjavíkurflugvelli ! :

Halldór Jónsson.....................................Flugvellinum er haldið í spennitreyju aðgerðaleysis og kyrrstöðu. Ekkert má byggja eða bæta, hvorki farþegaafgreiðslu innanlandsflugsins í 1200 fermetrum fyrir 400.000 farþega meðan aðeins 500.000 farþegar fara í gegnum Keflavíkurflugvöll á 22.000 fermetrum ! Né heldur má nokkurt flugskýli reisa á vellinum , ekki einu sinni til bráðabirgða , fyrir tuga milljarða flugflota viðskiptalífsins, sem vex ár frá ári, hvað þá fyrir grasrótarflugið 

Halldór Jónsson

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.3.2008 kl. 19:04

59 Smámynd: Benedikt G Jósepsson

Flugvöllurin verður ekki hreifður.

Benedikt G Jósepsson, 10.3.2008 kl. 21:31

60 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég þakka öllum fyrir hef því miður ekki tíma til að lesa fyrr en á morgun.

Sigurður Þórðarson, 10.3.2008 kl. 22:05

61 identicon

Ég hefði gaman af því að sjá loftmynd af Reykjavík þannig að staðsetning flugvallarins sjáist.  Því hefur verið haldið á lofti, af þeim sem vilja flugvöllinn burt, að hann sé í miðri Reykjavík.   Mér hefur hins vegar, bæði þegar ég hef verið að fara til flugvallarins úr lofti og landi, að hann sé í útjaðri borgarinnar.   Mér hefur fundist hann vera alveg vestast í Vesturbænum, með sjó á einn veg og óbyggt svæði (Öskjuhlíðina) á annan.  En þetta kann að vera rangt hjá mér.

Reykjavík teygir sig síðan alla leið upp á Kjalarnes en þéttbýlið langleiðina til Mosfellsbæjar og upp á heiða, hóla, holt og fell. 

Landsbyggðarpúki (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 08:24

62 Smámynd: Valur Stefánsson

Að sálfsögðu verður flugvöllurinn í Vatnsmýrinni um ókomna framtíð.  Borgarstjórnin á að sá sóma sinn í því að jarða þessar tillögur sem kostuðu morð fjár og sjá til þess að höfuðborgin verði höfuðborg allra landsmanna.

Valur Stefánsson, 11.3.2008 kl. 09:04

63 identicon

Hornfirðingurinn og skólastjórinn Baldur Gíslason þyrfti að taka strákpjakknum syni sínum honum Gísla Marteini tak og koma fyrir hann vitinu í þessu flugvallarmáli.  Það er eins og þessir krakkar sem eru að koma út stuttbuxnadeildinni hafi ekki skilning á því að borgin er borg okkar allra Íslendinga, og ekkert einkamál þeirra sem þarna hírast hvernig samgöngum er háttað í landinu.

Hjörvar (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 11:49

64 identicon

Burt með flugvöllinn, fáránlegt að hafa flugvöll 300 m frá aðalgötu bæjarins. Vill fólk að lýðræðisleg kosning þar sem flugvöllurinn var kosinn í burtu sé hunsuð?

Helgi Mar Hallgrímsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 14:54

65 identicon

Jón, það er nú þannig að það er margreiknað að söluverðmæti lóða í Vatnsmýri er mun meira en kostnaður við flutning flugvallar, þannig að það er í raun fjárhagslegur ávinningur af flutningi vallarins.´

Nægt pláss segir þú, nú er byggðin í Reykjavík og nágrenni að teigjast upp um allar heiðar vegna þess að skortur er á flötum byggingarlóðum á láglendi. Nýju hverfin í Kópavogi eru allt að 120 m yfir sjávarmáli, það segir sig sjálft að þar er veðurfar mun verra en í vatnsmýri. 

Þétt blönduð byggð í Vatnsmýrinni er að mínu mati nauðsynleg til að draga úr úthverfaþróun borgarinnar undanfarin ár, stytta vegalengdir fyrir fólk í og úr vinnu og gera almenningingssamgöngur mögulegar. Með því að stytta bílferðir til og frá vinnu fær fólk meiri tíma fyrir fjölskyldu og áhugamál og fjölskyldur í borginni spara stórfé í bensín.

Ég skil vel að fólki úti á landi finnist þægilegt að hafa fluvöllinn þar sem hann er en þetta er einfaldlega ekki þeirra ákvörðun. Það eru Reykvíkingar sem eiga að ákveða þetta. Ekki dettur mér í hug að halda að ég hafi atkvæðisrétt um hvar flugvöllurinn á Akureyri eða Egilstöðum er staðsettur.

Helgi Mar Hallgrímsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:49

66 identicon

Staða Reykjavíkur sem höfuðborgar Íslands veldur því að þetta er mál allra landsmanna.  Flestar æðstu stofnanir ríkisins eru í Reykjavík og aðgangur að þeim er öllum nauðsynlegur. 

Ef stærstur hluti stjórnsýslunnar væri á Akureyri, hefðu Reykvíkingar örugglega skoðun á því hvort flugvöllurinn væri í útjaðri bæjarins eða inni á Melgerðismelum í 30 km fjarlægð.

Í öður lagi er þetta ekki einkamál Reykvíkinga fyrir þá sök að verulegur hluti af landinu, sem er undir flugvellinum er, er í eigu ríkisins (þ.e. allra landsmanna).

Hitt er annað mál eða ég hef alltaf getað fallist á að miðstöð innanlandsflugs væri í Keflavík.  Þá þyrfti maður ekki að fara til Reykjavíkur þegar maður fer til útlanda.  Þá væri líka hægt að færa allar helstu verslanir til Keflavíkur, svo landsbyggðarfólk gæti verslað þar.  Einnig mætti flytja ráðuneytin þangað og þær ríkisstofnanir sem þurfa starfsemi sinnar vegna að vera nálægt flugvelli til að komast út á land.

En ég endurtek.  Því má ekki flugvöllurinn vera þarna í útjaðri borgarinnar.  Það er einfaldlega rangt að hann sé nálægt mestu umferðargötunni.  En vissulega þarf hann að vera nálægt umferðargötum því að menn þurfa jú að komast að honum og frá.  Það verða því alltaf umferðaræðar nálægt flugvelli. 

Dreifbýlispúkinn (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband