Vændi er löglegt. Höfnun fatlaðra og feitra ólögleg.

Alþingi samþykkti á dögunum að lögleiða vændi, með þeim einu takmörkunum að þriðji aðili megi ekki hagnast beint af viðskiptunum. Þannig lítur vændi sömu lögmálum og hver önnur þjónustu- og samkeppnisgrein.  Þá ber að greiða skatta af  tekjum af þessari starfsemi  og  jafnframt hlýtur hún að skoðast af heilbrigðiseftirlit i hvers  sveitarfélags eftir því sem tök eru á.  Lögreglan segist vera með þetta til skoðunar en veit ekki  hvað hún á að gera.  Af því tilefni spyr ég:  Er  leyfilegt að  opna atvinnustarfssemi og neita að þjónusta feita  og  fatlaða .  Hvað segir Öryrkjabandalagið , hvað gerir  Sjálfsbjörg?hooker


mbl.is Vændi á netsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Góð spurning, en önnur spurning er sú, er hægt að greiða af þessu skatta fyrst þriðji aðili má ekki hagnast á starfseminni?

Markús frá Djúpalæk, 7.3.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn. Ég sem hélt að þegar Samfylkingin kæmist í ríkisstjórn væri allt í sómanum en ég er alltaf að fá fréttir sem staðfesta að svo var ekki.  

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 11:16

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þeir lögleiddu vændi en banna dans án fata...það eru margar sjálfskipaðar barnapíur á Alþingi og í Borgarstjórn þessa dagana. Vændið lögleiddu þeir með miklum flyti sem síðasta mál áður en þeir fóru í sumarfrí í fyrra. Hafa sjálfsagt ekki viljað eiga það á hættu að brjóta löginn í fríinu..

Óskar Arnórsson, 7.3.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Markús og takk fyrir síðast.  Já er það ekki? Hef reyndar ekki pælt í þessu fyrr, en þessi breyting er raunveruleiki, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 11:18

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa og Mannsi, já þetta eru nú meiri "siðapostularnir".  Banna dans án fata af því að hann getur leitt af sér vændi en lögleyfa síðan vændi!

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

góð spurning Markús. fljótt á litið sé ég ekki að ríkinu leyfist að fá sitt 'cut' af ágóðanum.

Brjánn Guðjónsson, 7.3.2008 kl. 11:22

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn. Ertu búin að sjá fallegu myndina sem ég sendi þér við síðasta pistilinn um skeiðklukkuna?

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 11:23

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

og önnur spurning. ef ekki má mismuna eftir holdafari ellegar heilsu, má þá heldur mismuna eftir kyni? verður hún ekki að taka við öllum, konum og körlum?

Brjánn Guðjónsson, 7.3.2008 kl. 11:36

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er einhver mótsögn í þessu, eins og svo mörgum öðrum málum á Íslandi..

Óskar Arnórsson, 7.3.2008 kl. 11:37

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er frekar óþægileg spurning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 11:45

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Brjánn, þakka þér fyrir að skýra þetta út ég áttaði mig ekki á mótsögninni þegar Markús minntist á hana.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 11:46

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já Ásthildur og Mannsi, þingmennirnir okkar blessaðir virðast ekki hafa hugsað út í þetta. Ég er hvorki feitur, fatlaður né í leit að svona þjónustu þannig að ég get ekki fengið úr þessu skorið.  Nokkrir aðilar koma til greina: Neytendasamtökin, Neytendastofa, Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg og Talsmaður neytenda. 

Hver vill taka þetta að sér?

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 11:52

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er að sjálfsögu ekkert um vændi eða ekki vændi! Það er hvort eð er alltaf til hvort sem það er löglegt eða ekki löglegt.

En fötluðum einstakling sem neitað er um þjónustu sem hann á rétt á samkv. lögum, er lögbrot! Er lögbrot eitthvað flókið? Ég tek að mér í frístundum að hjálpa fólki að leita réttar síns í svona málum og það er nóg að gera.

Neytendasamtökin eru lömuð, öryrkjabandalagið er ekki með það bein í nefinu að geta gætt hagsmuna þeirra sem minna meiga sín. Sjálfsbjörg þarf að skerpa sig, sá góði félagsskapur.

Það er trampað á fötluðum, slösuðum og mörgum öðrum af HEILBRIGÐU fólki! Já, hvað er annars að vera heilbrigður? Er einhver hérna sem getur komið með skýringu á heilbrigði?

Að hundruðir bíla aki framhjá slösuðum manni sem liggur í blóði sínu í vegarkantinum, er það heilbrigt? Að neita fötluðum manni í hjólastól þjónustu af því að hann lítur illa út, er það heilbrigt?

Að kona sé laminn í klessu af stóru og stæðilegum karlmanni og fær engan dóm, er það heilbrigt?

Dauðvona móður minni var ekið í sjúkrabíl heim af Borgarspítala vegna plássleysis, er það heilbrigt? Það hefði verið hægt að bjarga henni ef hún hefði fengið að vera undir læknishendi!

Eru stjórnmálamennirnir okkar heilbrigðir? Nei, aldeilis ekki. Hver sá aðili sem neitar fólki um aðstoð sem það á rétt á samkv. lögum, ER EKKI HEILBRIGÐUR SJÁLFUR!

Ef einhver þarf að leita réttar síns vegna þess að þeir hafa gefist upp á kerfinu, bíð ég mig fram sem aðstoðarmaður án nokkurs endurgjalds..það eru miklu fleiri and-félagslegir einstaklingar að vinna í háum stöðum í  heilbrigðiskerfinu en fólk á að sætta sig við og er kunnugt um almennt.

Ég þekki mikið til þessara mála eftir eigin reynslu af því og málefni fatlaðra, sjúkra og veika, eru í svo ömurlega ástandi á Íslandi að þetta allt fær mig til að guppa..

Þeir gefi sig fram sem eru heilbrigðir...þeir sem eru hliðhollir óréttlæti gagnvart  sjúkum og fötluðum þurfa ekki að kommentera þetta... 

Óskar Arnórsson, 7.3.2008 kl. 13:02

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér Mannsi, þetta er hreint ótrúleg lýsing sem þú gefur á meðferð á fötluðum í samfélagi okkar. Það er líka merkilegt að gleðikonan skuli hafa þor til að opinbera mismunun sína á fötluðum í fjölmiðlum. Enn merkilegra er ef opinberar eftirlitsstofnafanir ásamt samtökum fatlaðra láta málið afskiptalaust.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 13:13

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn. Alveg er ég viss um að ef ég kæmi í búðina til þín, að ég fengi afgreiðslu þó ég eigi nokkra innbyggða björgunarhringi

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 13:34

16 Smámynd: Jens Guð

  Ég kannast við vændiskonu sem er andvíg svartri atvinnustarfsemi.  Hún ætlaði að stofna einkahlutafélag utan um vændið til að þurfa einungis að greiða 18% skatt og til að fá virðisaukaskattsnúmer.  En það gekk ekki.  Það fannst enginn skráður atvinnuflokkur sem vændi heyrir undir,  jafnframt því sem vandamálið sem Markús bendir á fældi möppudýrin frá því að afgreiða skráningu. 

Jens Guð, 7.3.2008 kl. 13:40

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Rósa, feitir og fatlaðir fá fulla og ótakmarkaða afgreiðsu hjá mér á Rauðu Eðalginseng.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 13:41

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er í fýlu yfir því að fá ekki nein komment á málefni fatlaðra,  sjúkra og annara sem eiga undir högg að sækja í sýsteminu..

Óskar Arnórsson, 7.3.2008 kl. 14:08

19 Smámynd: Rannveig H

'Oskar ekki fara í fýlu,ég get svo sannarlega tekið undir margt sem þú seigir þarna og ég er búni að vinna í þessu batterý síðan elstu menn muna

Rannveig H, 7.3.2008 kl. 15:23

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ok, ég er ekki í fýlu, frekar reiður. Þorði bara ekki að segja það. Þetta vændistal er bara kjaftæði alltsaman. Það hefur alltaf verið og mun alltaf verða hér eins og annarsstaðar.

Það er áfall fyrir mig persónulega að hafa tekið þátt í því að eitra fyrir minni eigin móður sem ég kom gagngert til Íslands til að hjúkra. Mistökin uru ekki uppvís fyrr en of seint. Ég ásaka ekki læknirinn sem gerði þessi mistök upprunalega. Þetta var slys og getur komið fyrir alla. Þetta er bara svo sárt að hafa verið með í þessu.

Ég kom ekki til Ísland til að að drepa mína eigin móðir. Ég kom til að hjúkra henni því hún fékk enga hjálp samkv. þeim lögum sem gilda og er ekki fylgt. Hún var búin að vera 5 ár á biðlista á hjúkrunarheimili.

 Þetta var "manndrápi af gáleysi" eins og það heitir, og ég var böðullinn Ég ásaka mig á hverjum  fyrir þau mistök að ekki skoða hvaða lyf ég var samviskusamlega að gefa henni á hverjum degi, haldandi það að ég væri að hjálpa henni,  þar til hún lést af völdum eitrunar þessara lyfja.

Ég vil ekki mínum versta óvini að kljást við svona tilfinningarothögg sem ég varð fyrir þegar allt kom upp á yfirborðið.

Ég sendi landlækni bréf um þetta mál, saksóknara, Landlækni og talaði við lögreglu því mér leið eins og morðingja.

Eina svarið sem ég fékk var frá Ráðuneyti. "Fáðu þér lögfræðing"!!! það hljómar eins og "halti kjafti og blandaðu okkur inn í þín persónulegu vandamál".

Ég talaði við Ríkislögmann og spurði hvort ég gæti fengið miskabætur til að komast í áfallahjálp. Svarið var svona ískalt: "Við viljum benda þér á að við munum nota allar þær varnir sem tiltækar eru í máli gegn Ríkinu" " Það er okkar hlutverk!!".

Þá gafst ég upp. 'eg hef enga peninga í lögfræðistríð. Ég ætla að sætta mig við þessi málalok eins og allir aðrir í þessu kerfi. Ég vil ekki eyða síðustu kröftum mínum í harðsnúið glæpahyski Ríkisins.. Ég reyni að gleyma þessu með því að hjálpa öðrum með þeirra vandamál. Það gefur mér smá sálarró..

Óskar Arnórsson, 7.3.2008 kl. 16:08

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

...eru nokkur lög um karla sem kallast" þeir eru gleðimenn miklir!" en það þarf lög ef kona er kölluð "hún er mikil gleðikona!" ... er þátta ekki mál um jafnrétti kynjanna eða eða eitthvað í þá áttina. Datt þetta bara svon í hug vegna vændistal sem eru bara smástelpur sem selja sig fyrir dópi...ég kalla þær ekki vændiskonur eða stelpur. Þetta er bara hróp á hjálp sem engin eða fáir virðast heyra..

Óskar Arnórsson, 7.3.2008 kl. 16:16

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Óskar, það er mjög ljótt að heyra þessa sögu um hana móður þína og ég samhryggist þér innilega. Þú skalt ekki ásaka þig enda varst þú í góðri trú og ALLIR hefðu gert það sama og þú í þínum sporum. Ég bendi þér á að tala við umboðsmann Alþingis það er ókeypis og þar færðu góða aðsoð færustu lögfræðinga.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 16:49

23 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Óskar:  Sorglegt að lesa þetta um móður þína.  Ég samhryggist.  Því miður eru dæmi um mikla vanrækslu í kerfinu þegar kemur að eldra fólki.

.......

Annað varðandi vændið, þá þyrfti að koma upp stétt af "vændisfólki" sem fengi góða þjálfun og menntun, svo það gæti sinnt sínu starfi eins og hver annar sjúkraþjálfari. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:25

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Stór athyglisverð athugasemd hjá Margréti St. Hafsteinsdóttur. Við umgöngumst þessi mál af pempíuhætti eins og flissandi smástelpur, hvort sem það eru alþingismenn eða aðrir. Sjálfur er ég ekkert betri þar sem færslan mín var sett fram í gríni. Við eigum ekki að líta á þetta fólk sem óhreinu börnin hennar Evu. Vændi verður ekki stöðvað með lögum. Hjálpum stúlkum sem vilja komast úr þessu en setjum lagalegan ramma um starfsemina.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 17:42

25 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Elsku Óskar. Það er sorglegt að Íslendingar hafa lögleitt vændi en þín saga sem þú segir hér blandast því ekki. Vændi, nauðganir, misnotkun og alls kyns viðbjóður hefur fylgt mannkyni frá því sögur herma. Ég hef séð skrif þín bæði hjá Guðsteini og Þórarni og einnig hér um ýmislegt sem þú hefur þurft að upplifa síðan þú varst barn og það margt svo viðbjóðslegt sem mun fylgja þér alla ævi. Við erum hér mörg sem eigum erfiða sögu eins og þú og við þurfum að standa saman. Mín streita endaði með ósköpum eftir að hafa verið kynferðislega áreitt til fjölda ára ásamt einelti og alls kyns viðbjóði. Það var eins og þessir menn fyndu lykt af mér að þarna væri aumingi sem hægt væri að hafa að fífli. En í æsku var ég veik og ég missti móður mína aðeins 9 ára. Ég kom þar af leiðandi út á vinnumarkaðinn sem brotið ker. Ég er alveg viss að ég og fleiri gætum hjálpað þér og þú okkur en bloggið er kannski ekki rétti vettvangurinn. Ég sem betur fer get haft samband við þig í gegnum tölvupóst og ég ætla að nýta mér það hið ýtrasta því ég vil alls ekki sjá vin minn þjáðan. Ég mun hafa samband. Guð veri með þér.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:49

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Alþingi samþykkti á dögunum að lögleiða vændi, með þeim einu takmörkunum að þriðji aðili megi ekki hagnast beint af viðskiptunum.

En er þá ekki ríkið "þriðji aðilinn" sem fær skattanna og væri það þá ekki lögbrot? Spyr sá sem ekki veit .... hehe ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 18:05

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frábær athugasemd hjá Guðsteini! Enda réttnefni á núverandi Ríkisstjórn! Melludólgar!! Algjör snilld hjá þér Guðsteinn og rétt hugsað...

Óskar Arnórsson, 7.3.2008 kl. 19:44

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rósa, það er gott að sjá hvað þið Óskar eruð orðnir góðir vinir hérna á blogginu.  Nú held ég að það stefni allt í að það fjölgi í matarboðinu og Óskar fari með í hvalkjötið til Guðsteins.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 19:46

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já Rósa! Það er margt skakkt í þessu landi eins og annarstaðar. En er það ekki svo að sannleikurinn gerir mann frjálsan?? Baráttukveðjur..

Óskar Arnórsson, 7.3.2008 kl. 19:47

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég verð fyrsti maðurinn til að éta "friðað" hvalkjöt...

Óskar Arnórsson, 7.3.2008 kl. 21:41

31 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Annars er ekki í kot vísað að fá hvalkjöt hjá sjálfum Sægreifanum.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 22:09

32 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Svo ef það kæmi þessi stétt sem ég talaði um hérna fyrir ofan, þá væri ráð að nota "tilvísanakerfi" lækna, eins og þegar þeir vísa á sjúkraþjálfun.  Þá væri enginn að kaupa sér vændi af óþarfa Og heldur enginn að selja sig til að fjármagna dópsölu, því þannig vændisfólk væri ólöggilt og teldist til loddara

Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 00:19

33 Smámynd: Óskar Arnórsson

þú ert hrein perla og hrein snilld, Margrét!

Ég fer bara til heimilislækissins og fæ tilvísun á vændiskonu í staðin fyrir Prosaz! bara spá í hvað konan mín segir þegar ég kem heim með læknisráðið..og "meðalið"..

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 00:38

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

hahaha.   "Látið fagmenn sjá um verkið".

 Þetta yrði að sjálfsögðu löggilt atvinnugrein. Lögvernduð fyrir fúskurum, svo ekki sé talað um farandverkafólki með fölsuð réttindaskírteini í faginu. 

Og talandi um tilvísanakerfi þá er það ekki óþekkt fyrirbrigði á þessu sviði í Danmörku. 

En án gríns þá skilst mér að það séu krakkar (strákar og stelpur) að stunda þessa iðju frá Hlemmi. En hvað svo sem okkur þykir þetta rangt þá leysast ekki öll mál með því einu að banna vandamálið. Það svarar til þess að "fjarlægja" vandamál með því að binda fyrir augun. 

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 00:39

35 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég á svo góða konu að ég þarf ekki svona "meðul". En þetta er gert í nágrannalöndum okkar og þukir ekkert merkilegt. Er sammála þér í þessu Margarét.

En siðapostular nútímans eru á móti þessu og Íslendingar of vanþroska í þessa aðferð held ég. Þýskaland eru með ríkisrekin vændishús og strangar heilbrigðisreglur einmitt út af því vandamáli sem þú lýsir svo vel.. 

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 00:44

36 Smámynd: Óskar Arnórsson

Siggi! Það hlutur að vera búið að selja einhver lifandis býsn af augnbindum á Íslandi. 'eg yrði ekki hissa á því að þessi augnbindi sé meðal okkar stærstu vandamálum.

Er Ríkisstjórninn skyldug að hafa þau á sér allann sólarhringinn? 

þetta er þægilegt að hafa  í flugferðum, en ég er vanur að taka þau af mér þegar ég fer út úr flugvélinni, þegar ég borða mat og ef einhver talar til mín, þá tek ég þau af mér.

Finnst það hálfgerður dónaskapur að ræða málinn með þetta á mér...

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 00:50

37 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk fyrir mig hérna, en ég er búin að skrifa pistil um þetta, fékk innblástur hér

Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 01:15

38 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við verðum að kíkja á það.

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 01:29

39 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Við höfum öll ákveðna sjálfsvirðingu. Hvers konar sjálfsmynd lifir manneskja við sem stundar vændi. Hvað gerist þegar hún er orðin fullorðin og horfir til baka á lífshlaup sitt ? Verður hún stolt af því ? .. Ég get ekki sagt já við vændi, jafnvel þó það færi í gegnum tilvísanakerfi lækna, jafnvel þó að manneskjan starfi stjálfstætt.

 Það er eitthvað sem segir nei innan í mér og kannski sérstaklega þegar ég hugsa til þess að ég vil ekki neinni konu eða manni sem ég þekki (og í raun engum) það hlutskipti að hleypa upp á sig ókunnu fólki í mismunandi ásigkomulagi.  Ojbara

Nú tala ég hér hreint út.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.3.2008 kl. 13:32

40 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 8.3.2008 kl. 14:09

41 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sælar Jóhanna og Halla, innilega sammála að það er eitt og annað sem við myndum aldrei gera eða teljum jafnvel óæskilegt að nokkur geri.  Það breytir ekki því að einhver gerir það samt.

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband