Birgir búinn að átta sig

á því að engri þjóð hefur tekist að lifa af því einu að þegnarnir hafi eftirlit með og skattleggi hverjir aðra. Ég er ekki viss um að þingmenn viti þetta, því enn er verið að stofna nýjar opinberar stofur.
mbl.is Hernaðurinn gegn atvinnulífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fjölmörg störf við nýsköpunarfyrirtæki gleymast ævinlega í þessari pólitísku umræðu um atvinnuleysi. Ég hef ekki tölur handbærar en þetta er umtalsvert og að mínum dómi mikilvægasta atvinnusköpunin. Þarna er verið að nýta þekkingu og tilkostnaður lítill. Ég hef ákaflega litlar mætur á atvinnupólitík Birgis Ármannssonar sem og annara ármanna Sjálfstæðisflokksins. Man í svipinn ekki eftir öðrum uppástungum um atvinnu frá þeim klúbbi en stóriðju. Finnst það merkilegt ef við þurfum að reka fjölda mennta - og fjölbrautaskóla, sjö háskóla auk verkmenntaskóla til þess að afla þekkingar fyrir starfsfólk í álverum. Allur undirbúningur fyrir raforkuframleiðslu hjá mestu þekkingarþjóð heims!! í jarðvarmavirkjunum er svo óburðugur að borholurnar á Hellisheiði eru að drepa fólk á höfuðborgarsvæðinu úr loftmengun. Og nú er talað mannalega um álversáformin í Helguvík þó hvorki sé búið að finna virkjanlega orku né ákvarða leiðir til orkuflutnings. Dásamlegust eru svo áformin metnaðarfullu um orkusölu til útlanda um sæstreng. Hvaða orka er þar í mynd; kannski hugarorka?

Hún er ekki auðvirkjuð orkan undir öllum þúsundunum af stúdentshúfum.

Árni Gunnarsson, 21.11.2012 kl. 17:13

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

P.s. Ég er bara alls ekki viss um að Birgir sé búinn að átta sig!

Árni Gunnarsson, 21.11.2012 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband