Nýr þingmeirihluti í fæðingu

Eftir því sem umræðan um Landsdóm þróast myndast öflugri þrýstingur innan Samfylkingarinnar að mynda meirihluta með Sjálfstæðismönnum um gagnkvæma sakaruppgjöf brotlegra ráðherra beggja flokka.
mbl.is Umskipti hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sæll félagi,

er þá búið að sakfella þá? Stendur ekki mögulega til að lögsækja þá - vissi ekki að búið væri að sakfella ráðherrana, nema ef vera skyldi hjá hluta almennings. Þess konar dómstól viljum við ekki, er það?

Kveðja,

Ólafur Als, 20.9.2010 kl. 23:30

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Ólafur minn,

Landsdómur er skýrt afmarkaður og skilgreindur í stjórnarskrá lýðveldisins.

Allir viðurkenndu mikilvægi Landsdóms þar til fyrir um einni viku þegar sjálfstæðis- og samfylkingarmenn stóðu frammi fyrir því að þeirra fólk hafði brotið stjórnarskránna. Þá og þá fyrst áttuðu sjálfstæðismenn sig á að allar greinar sem gætu leitt til sakfellingar þeirra manna væru úreltar.

Bestu vinkonur ISG innan Samfylkingarinnar virðast vera að átta sig á því sama núna. 

 Það kemur mér ekki á óvart að þú viljir sýkna alla sjálfstæðismenn fyrirfram og vafalast gengur þér gott eitt til með því. 

Sigurður Þórðarson, 20.9.2010 kl. 23:49

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir það verður engin settur fyrir landsdóm til þess eru þeir á alþingi of innvinglaðir í málin og ger spilltir!

Sigurður Haraldsson, 20.9.2010 kl. 23:57

4 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Oj! Nei takk - Hver vill fara í stjórn með Samfylkingunni?

Það var mjög misráðið að láta þingheim og þessa nefnd ráða því hverjir færu fyrir landsdóm og hverjir ekki. Auðvitað varð þá niðurstaðan pólitísk. Sennilega er það bara mannlegt.

Sennilega hefði verið skynsamlegra að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hefðu verið færðir fyrir landsdóm - án aðkomu þingmanna- og landsdómur hefði þá ákveðið hverjir væru sýknir og hverjir ekki.

En þetta er líka eftiráspeki.

Örvar Már Marteinsson, 21.9.2010 kl. 13:10

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eftirá speki eða önnur speki. Íslensk lög bjóða ekki upp á að velja leiðir til málskota, hvað þá að nokkurs staðar séu ákvæði um að Alþingi eigi að hefja umræður þar sem komist verði að niðurstöðu hvað það varðar að úrskurða hvort tilgreindir dómstólar séu úreltir eða kannski eineltir!!!!

Lög um Landsdóm eru skýr, sértæk og afdráttarlaus. Þau voru endurskoðuð 1963 undir leiðsögn færasta sérfræðings þjóðarinnar í stjórnsýslulögum, prófessors Ólafs Jóhannessonar. 

Jafnvel Örvar Már Marteinsson sem greinilega hefur lagt sig fram við að kynna sér öll lagarök varðandi þetta mál nýtur varla jafn almenns trausts lífs sem prófessor Ólafur Jóhannesson látinn.

Lögin eru skýr og allt ferli málskots sömuleiðis. Þess vegna er þessi umræða sem nú er að buga Alþingi niðurlægjandi.

Árni Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 17:16

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er erfitt að spá, einkum um plottið á göngum Alþingis og bakherbergjum. Ég kem ekki auga á hvernig þessir klúbbar D og S finna samsvörun í nýjum áherslum þegar óttanum við Landsdóm sleppir.

Árni Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband