Góð tillaga frá Lilju Mósesdóttur til lausnar Icesave

lilja-mosesdottir-frettLilja Mósesdóttir hagfræðingur hefur oft vakið athygli fyrir að koma með frumlegar tillögur.   Sú alvarlega staða sem upp er komin vegna sjálfheldu Æsseifmálsins, kallar á frjóa og frumlega hugsun sem öllum er ekki gefin. 

Eftir frábæra frammistöðu forsetans og Evu Joly hefur skapast nýtt sóknarfæri.  Mér finnst vinstri græn ættu að gefa Lilju svigrúm til að fylgja hugmyndum sínum eftir. 

Það er engu að tapa en allt að vinna.


mbl.is Vill þýskan sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sammála þér Siggi.

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.1.2010 kl. 22:15

2 identicon

Heill og sæll; Sigurður minn - æfinlega !

Hreint út sagt; afleit tillaga, af Lilju hálfu, enda,....... gengi hún eftir, væri það eins konar skulda viðurkenning, til Brezku og Hollensku nýlendu kúgaranna.

Og það; að velja Þjóðverja, af öllum, til sátta umleitana ! Fóru hér; rænandi og ruplandi, um lendur og mið, sem garða, á 15. og 16. öldunum mest; þó. Og; jú, síðar einnig. 

Lilja; hefði hún viljað fylgja eftir, hugmynd sinni, gæti kannað, hvort Zhambyn Batmunkh, fyrrum forsætisráðherra Mongólíu gæti ekki verið til taks - eða þá; Harper, hinn Kanadíski, jafnvel.

Þjóðverjar; ; ; kanntu annan, Sigurður minn ???

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 22:17

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eva leggur til annaðhvort þýskan eða franskan milligönumann.

Nefndi einstaklinga, er hún telur góða.

Góð hugmynd.

Sérstaklega vegna þess, að þessi 2. lönd, ráða lang mestu innan ESB.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 23:50

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Lilja Mósesdóttir hefur sýnt það og sannað, gegnum tíðina, að hún veit sínu viti.  Verst að hún skuli umgangast þessa aula sem hún er í slagtogi við.

Jóhann Elíasson, 10.1.2010 kl. 11:00

5 identicon

Hvað er verið að tala um þetta áður en þjóðaratkvæðagreiðlan fer fram? Ég veit að fjórflokkurin vil ekki koma þjóðinni á bragðið að fá að segja nei eða já í stórum málum í framtíðinni. 

Hvað hugsa þýskir eigendur Íslandsbanka og Arion banka ef fordæmi væri komið fyrir því að íslenska þjóðin geti í framhaldinu þegar búið verður að kjósa um ICE-SAVE fengið að kjósa á móti lögum sem leyfði meirihluta eignaraðild útlendinga á fiskveiðaheimildum Íslendinga.

Þessi lög eru á teikniboðinu því þessi lög er lykilinn að því að aðild Íslands að ESB geti orðið að veruleika í framtíðinni og takið eftir það þarf í dag samkvæmt stjórnarskrá okkar bara einfaldan meirihluta fyrir því á Alþingi Islendinga að erlendir útgerðarmenn frá Þýskalandi,Spáni og Englandi sem dæmi megi eiga fiskimiðin innan 200 mílurnar kringum Ísland. 

Guð blessi Ísland!! 

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 11:21

6 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Heldur; þykir mér svörum seinka, við mínum ályktunum, af hálfu frænda míns Sigurðar síðuhafa, af Ásbirninga kyni.

Nema; annríki nokkurt hamli, hans andsvari ?

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 17:53

7 Smámynd: Halla Rut

Hún er flott.

Halla Rut , 10.1.2010 kl. 19:55

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll ágæti Óskar, fyrirgefðu hvað ég er seinn til svara en það verður að segja hverja sögu eins og hún er. Mergurinn málsins er sá að þú gerir mig æði oft kjaftstopp og sú var raunin nú.

Sigurður Þórðarson, 10.1.2010 kl. 21:02

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir innleggin Gunnar og Einar. Jóhann ég get ekki svarað til um hvernig dregið hefur verið í dilka en það er sama hvaðan gott kemur. Rétt hjá þér Baldvin, beint lýðræði er það sem koma skal. Ég heyrði Ögmund óska þess að þjóðin fengi að tjá sig um fisk í hafi. Halla, þú veist að hún er frænka okkar Agga.

Sigurður Þórðarson, 10.1.2010 kl. 21:10

10 identicon

Það segir þú satt. Ögmundur Jónasson alþingismaður og fv.ráðherra er einn sá sannasti sjálfum sér og öðrum hefur verið í stjórnmálum í til fjölda ára. Hver sannleikselskandi maður hefur getað séð á alþingi hvað Ögmundur hefur þurft að taka út fyrir sannindi sín og jafnvel flokks bræðrum sínum. Okkar nýja Ísland hefur nú þegar eignast tvær sannar hetjur til að byggja framtíð sína á og hafa verið tilbúnir að falla jafnvel í ónáð fyrir skoðanir sínar.Ég er að tala um Herra forseta vorn Ólaf Ragnar Grímsson og Herra Ögmund Jónasson. Heyr, heyr

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband