Hvar fæ ég góða mynd af forsetanum?

_lafur_ragnar_grimssonÉg hef ákveðið að gerast þjóðlegur og setja upp stóra mynd af forseta Íslands á stofuvegginn heima.

Nú þurfa Íslendingar að standa saman.

Spurning er hvar ég fæ góða mynd?


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma að Ólafur var hluti af hrunadansinum... þú skalt hafa það hugfast hvað Ólafur var að spá... var hann að bjarga eigin skinni... eða hvað..?

Við skulum nú ekki fara að upphefja menn sem voru stór partur af þessu rugli öllu saman..

DoctorE (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri doktor, leyfðu mér að njóta stundarinnar. Vissulega hafa margir gert mistök og sumir hafa beðist afsökunar og gert allt til að bæta fyrir þar er forsetinn fremstur í flokki.

Nú skulum við standa saman og rífa Ísland upp úr öldudal. 

Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 13:33

3 identicon

Auðvitað skulum við njóta stundarinnar... þetta er eina stundin sem hefur komið upp frá hruni sem lætur mann finna fyrir íslendingnum í sér... það er náttúrulega hið besta mál.
Ég er alveg tilbúinn í að ná mér í víkingahjálm og halda upp á þetta :)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:41

4 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 5.1.2010 kl. 13:41

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tek undir með þér Doktor, gaman að sjá þig Halla

Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 13:43

6 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Nýr hrunadans ???

Guðrún Una Jónsdóttir, 5.1.2010 kl. 13:48

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ath: Krónan er búin að styrkjast um eitt prósent gagnvart pundinu síðan forsetinn tilkynnti ákvörðunina.

Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 13:49

8 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Góð hugmynd Siggi

Helga Þórðardóttir, 5.1.2010 kl. 14:16

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl systir

Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 14:23

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gleymum samt ekki að þrengingar eða lánshæfis áætlanir IMF er að koma fram á fullum þunga á næstu mánuðum. Skötuhjúum ætti ekki að reynast erfitt að kenna Forsetanum um þær afleiðingar á röngum forsendum.

Menn eru misjafnlega lengi að vakna upp af siðspillingarsvefni meints góðæris þegar þjóðartekjur minnkuð á haus á alþjóða mælikvarða í dollurum talið frá 1990.

Júlíus Björnsson, 5.1.2010 kl. 15:48

11 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Manni er einhvernvegin létt. Ég vona síðan að hræðsluáróðurinn um óvinveitt alþjóðasamfélag flæmi ekki fólk frá því að kjósa gegn þessu, því mér skilst að ef við kjósum með því sem þjóð, þá verði ennþá erfiðara fyrir okkur að ætla að fara að endursemja síðar meir.

Las einnig frábæra grein hjá Ásthildi Cesil um hræðsluáróðurinn. Mæli með henni.

Bryndís Böðvarsdóttir, 5.1.2010 kl. 15:51

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já auðvitað er manni létt. Maður þarf ekki að vera sérlega glöggur til að átta sig á af hverju Bretum er svo umhugað að fá svo háa vexti frá þjóð sem þeir sjálfir segja að sé gjaldþrota. Engin önnur skynsamleg skýring finnst en sú að þeir ætli sér að hirða af okkur auðlindirnar með aðstoð Samfylkingarinnar og Evrópusambandsins.

Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 17:18

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef Bretar álíta að auðlindirnar séu ekki okkar þá má segja rökrétt að álykta að við séum gjaldþrota.

Meðan skortur er á prótínum og heimstekjur hrynja ekki þá eru Íslendingar langt frá því að vera gjaldþrota.

Eiturpappírar duga skammt til að halda fyrirtækjum á floti það er hinsvegar staðreynd  sem margir vilja ekki viðurkenna.

Ég borða ekki lánafyrirgreiðslur eða svikin loforð.

Júlíus Björnsson, 5.1.2010 kl. 17:39

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Júlíus

Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 18:05

15 Smámynd: Hannes

Nú er bara að vona að ríkisstjórnin hugsi um hag Íslendinga en ekki bara ESB draum samfylkingarnar.

Ef Hollendingar og Bretar standa við verstu hótanir síðan þá á bara að segja þeim að r**** í h***** og gera viðskipta samninga við Kína og Rússa enda evrópa bara lítill hluti heimsins.

Hannes, 5.1.2010 kl. 18:06

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Hannes það væri óskandi að draumur þinn rættist

Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 19:18

17 Smámynd: Hannes

Sigurður. Það eru meiri líkur að við verðum drepnir með Bresku flugskeyti en SF og VG hugsi um hag Íslendinga og haldi á þessu máli eins og menn en ekki Apar.

Hannes, 5.1.2010 kl. 20:07

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ha ha þú ert ágætur Hannes

Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 21:10

19 Smámynd: Hannes

Ertu að fatta það fyrst núna Sigurður?

Hannes, 5.1.2010 kl. 22:23

20 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Í Bónus,  Sigurður minn.  Þar færðu þessa fínu mynd á plastpoka.  En hvort sú mynd er við hæfi í stofunni er annað mál.

Bara þoli ekki manninn. Hann er dramadrottning og athyglissýki í mannsmynd eða þannig.  Hvað hefur hann gert sem vit er í?

Sem fjármálaráherra var hann óþolandi, yfirgangsssamur og illgjarn.  Enda kallaður "skattmann".

Bara svona smá sögulegt yfirlit.

Besta að taka þessu sem hverju öðru hundsbiti og sjá hverju fram vindur.

Kveðja frá flokkssystur meðan við áttum flokk til að halla okkur að.

Auður Matthíasdóttir, 5.1.2010 kl. 22:43

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Sæl kæra Auður, gamalt orðtak segir "allt orkar tvímælis þá gert er". Þeir sem eru aðgerðalitlir komast hjá því að að verða umdeildir, Ólafur er ekki í þeim flokki en hvað sem fortíðinni viðkemur þá finnst mér forsetinn vera samkvæmur sjálfum sér og ég er mjög sáttur við að þessu máli sé vísað til þjóðarinnar.

 Ef ég ætti eina ósk fyrir íslenska þjóð núna þá væri það að hún eignaðist aftur stjórnmálamenn eins og hann pabba þinn sem þorði að taka ákvarðanir, þó ég sé ekki að bera þá saman.  Ég hef ekki verið sáttur við neinn sjávarútvegsráðherra síðan hann hætti.

Sigurður Þórðarson, 6.1.2010 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband