Sammála Þránni
Mánudagur, 28. desember 2009

1. Það er siðferðilega rangt að kjörnir fulltrúar til fjögurra ára bindi komandi kynslóðum skuldaklafa. Þar fyrir utan er það beinlínis ábyrgðarlaust að binda þeim skuldaklafa sem miklar líkur eru til að þær geti ekki borgað nema með afsali auðlindanna.
2. Það er óskynsamlegt að kljúfa þjóðina og fá 70% hennar upp á móti núverandi stjórnvöldum. Það þjónar ekki hagsmunum VG að láta Samf. teyma sig út í þetta fúafen og ekki þjónar það hagsmunum þjóðarinnar að kljúfa hana.
Það er rangt stöðumat hjá forystumönnum ríkisstjórnarflokkana að við sem erum andvíg Æsseif séum flest fylgismenn Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks.
![]() |
Þráinn vill hafna Icesave-samningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Maður ársins Eva Joly
Mánudagur, 28. desember 2009
Eva Joly hefur gert allt sem hún hefur getað til að bæta upp aumingjaskap íslenskra stjórnvalda við að tala m´lstað Íslands. Eva Joly er verðurgur "Maður ársins"
Hægt er að kjósa hana á Netinu eða í síma:
madurarsins@ruv.is /5687123
Samfylkingarmaður fær bitling
Mánudagur, 28. desember 2009
Samfylkingin fékk stjórnarformann Íslandsbanka sem taldi það gott að Landsbankanum hefði tekist að fjármagna sig í auknu mæli með innlánum. "Jón sagði íslensku bankana hafa sýnt útsjónarsemi við fjármögnun."
Svo mælir Jón Sigurðsson, þáverandi formaður FME, um Icesave reikningana á hans vakt. Þarna er það skjalfest að eftirlitsaðili stjórnvalda sagði Icesave gylliboðið til útlendinga sýna ,,útsjónarsemi við fjármögnun"
![]() |
Ný stjórn Íslandsbanka skipuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |