Færsluflokkur: Heilbrigðismál
Ný Feisbókarsíða gegn mútuþegum og spillingu
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Helga Guðrún Eiríksdóttir, sem stýrir stuðningsmannasíðu forseta Íslands, hefur nú opnað nýja baráttusíðu til stuðnings Ólafi F Magnússyni geng mútuþegum
Áhugaverðar síður
![]() |
ÖBÍ mótmælir kjaraskerðingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samningsaðstaðan batnar
Þriðjudagur, 19. janúar 2010
Lagaleg staða Íslands er góð en stjórnvöld hafa ekki komið því á framfæri erlendis. Eftir glæsilega innkomu forsetans og Evu Joly hefur orðið viðsnúningur. Það væri því rangt að semja núna.
Góð og afgerandi úrslit í þjóðaratkvæðagreiðslunni mun styrkja samningsstöðu Íslands.
![]() |
Engar viðræðuóskir frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hlýr hugur til björgunarsveitarmanna
Fimmtudagur, 14. janúar 2010
![]() |
Fátæka Ísland fyrst til Haítí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hneykslanleg kvennsemi Krisjáns Hreinssonar!
Þriðjudagur, 12. janúar 2010
Kvennahylli Kristjáns rómuð er
komast færri en vilja,
í kjörklefana kvennaher
að krossa og hjarta hans ylja.
Kristjáni, heillaskáldi úr Skerjafirðinum er óskað velfarnaðar í prófkjörsbaráttunni.
Framboð Kristjáns flestir hér
fyrirgefa honum
en dæmalaust hann dáður er
og dýrkaður af konum.
![]() |
Sækist eftir 4. sæti í forvali VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Velvildarmenn Íslands eiga undir högg að sækja
Mánudagur, 11. janúar 2010
Margir undrast að Bretar hafa beitt ýmsum þvingunarmeðulum til að fá Íslendinga til að taka á sig umdeildar skuldir með háum vöxtum án þess að leyfa þjóðinni að leita dómstóla
Málsmetandi hagfræðingar telja að Ísland muni sitja uppi með ósjálfbærar skuldir. Ef það gengur eftir liggur fyrir þjóðinni þ.e. niðjum okkar að verða efnahagsleg nýlenda Breta og Hollendinga.
Ég undrast háttsemi íslenskra þingmanna, sem ráðast tafarlaust eins og úlfar á þá sem af velvild voga sér að taka upp hanskann fyrir Ísland.
![]() |
Lipietz vísar gagnrýni á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frestur á illu bestur
Föstudagur, 8. janúar 2010
Evrópusambandið hefur nú sent Íslendingum skilaboð: Þjóðaratkvæðagreiðslan getur tafið innlimun Íslands í Kæfubelginn Brussel. Nú er Evrópufylkingin viðþolslaus, hún er meira en fús til að leggja Klafann sem vöggugjöf í hvílu hvílu hvítvoðunga þessa lands.
Einn talsmanna Evrópufylkingarinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur sagt að þjóðaratkvæðagreiðslan sé barátta upp á líf eða dauð milli forsetans og ríkisstjórnarinnar.
Þannig tryggir Evrópufylkingin það að þó þjóðin hafni aðild að ESB núna muni börnin þegar þau vaxa úr grasi neyðast til að greiða með auðlindunum þegar annað verður ekki til að greiða með.
Gordon Brown treystir á flokksbræður sína á Íslandi
![]() |
Gæti frestað aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vandamálið er kjarkleysi
Miðvikudagur, 6. janúar 2010
![]() |
Hefðu átt að halda sig við fiskinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sýnum forseta Íslands stuðning
Föstudagur, 1. janúar 2010
Mætum á Bessastaði og sýnum forsetanum stuðning. Til stendur að afhenda forsetanum þær 58000 undirskriftir sem komnar eru. Athöfnin hefst klukkan 11:00 en það er betra að fólk mæti 10:30 svo allt verði virðulegt og fumumlaust.
![]() |
Áskorun afhent í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vilja að Hreyfingin sé meðvirk
Þriðjudagur, 29. desember 2009
Það er dapurlegt að 41 þingmaður skuli styðja kröfu Sivjar Friðleifsdóttur og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur um að Hreyfingin sé meðvirk í að sópa skýrslu rannsóknarnefndar þingsins undir teppið. Hvers vegna er Siv Friðleifsdóttur svona umhugað um algjöra samstöðu og samtryggingu þingmanna að Hreyfingin megi ekki koma gagnrýni sinni á
framfæri?
Með fullri virðingu fyrir hagsmunum flokkana þá eiga hagsmunir almennings að vega þyngra.
![]() |
Sérstök þingnefnd verður kosin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðin mun eiga síðast orð
Miðvikudagur, 9. desember 2009
Það væri lítið réttlæti í því að naumur meirihluti alþingis myndi samþykkja kvaðir á komandi kynslóði gegn einbeittum vilja þjóðarinnar. Forsetinn hefur markað þá stefnu að skjóta m´lum til þjóarinnar þegar gjá hefur myndast mili þings og þjóðar. Aldrei fyrr hefur slík gja verðið jafn djúp.
Forsetinn var prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann þekkir stjórnarskránna sem hann hefur túlkað. Hann þekkir líka stjórnsýslulögin og mun beita valdi embættisins í samræmi við lög og markaðar hefðir en ekki handahófskennt.
![]() |
Fleiri áskoranir en árið 2004 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |