Færsluflokkur: Fjármál

Íslenskir útgerðarmenn við dauðans dyr. Færeyskir brosa breitt

Fyrir um 10 árum voru Færeyingar í djúpri kreppu sem kom fram í verðlausum og óseljanlegum eignum, atvinnuleysi og landflótta, Þetta leiddi til bankahruns enda bjuggu þeir við skuldsett kvótakerfi og þjóðin var að sligast undan erlendum skuldum. Alþjóða hafrannsóknarráðið sagði þeim að draga úr afla en þeir óskuðu jafnframt eftir að  fá íslenskan fiskifræðing Jón Kristjánsson til ráðgjafar.

J%C3%B3n-Bjarnason-net

 

 Jón Bjarnason, góður maður en brestur kjark

Vandinn var svo mikill að það var ekki tími til að skipa nefnd svo þeir fóru að ráðum Jóns og afnámu kvótakerfið og þar með brottkastinu á einni nóttu. Í dag dettur engum að hverfa aftur til  kvótakerfisins enda er sjávarútvegurinn nær skuldlaus og gengur vel. Færeyingar eru aflögufærir og lána Íslendingum vaxta- og skilyrðalaust enda eru þeir þakklátir Íslendingum fyrir að hafa vísað sér veginn út úr kvótakerfinu og losað sig við skuldirnar og brottkast, Í Færeyjum þrífast ekki fiskbúðir því fólk fær að hirða hluta af því sem annars hefði þurft að fleyja.

Hér grætur útgerðaraðallinn og þykist vera að deyja úr hræðsluhrolli yfir tilhugsuninni einni saman að 5% aflaheimildanna verði kallaðar inn ár hvert. Ástæðan er sú að ríkisstjórnarflokkarnir þurftu, til að ná kosningu, að lofa almenningi að strax yrði farið í þessa innköllun. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert með bindandi úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. En setti þó á laggirnar nefnd skipaða stuðningsmönnum núverandi kerfis. Jón Bjarnason brestur kjark og því þarf hann að skýla sér á bak við úrskurð þeirrar nefndar. Af tvennu illu kýs ríkisstjórnin frekar að taka erlend lán en að afnema brottkast.

 


mbl.is Segir innköllun aflaheimilda þýða fjöldagjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Makríllinn eyðir seiðum eins og engisprettufaraldur

geldEvrópusambandið og Norðmenn vilja að við fóðrum makrílinn fyrir þá en veiðum hann ekki þó hann sé í okkar lögsögu. Helst af öllu myndu þeir vilja að við rækjum hann aftur út úr lögsögu okkar eftir að hann er orðinn sýlspikaður af seiðaáti. Makríllinn fer um í tugþúsund tonna torfum í efstu lögum sjávarins og étur seiði, loðnu og raunar alla fiska sem eru smærri.  Þessi krafa Evrópusambandsins er fráleit og ekki dytti okkur í hug að banna Grænlendingum að veiða þorsk sem syndir frá Íslandi í grænlenska lögsögu.

 Makakíllinn er í risatorfum um allan sjó, loðnan er flúin vegna hlýinda og síldin er veik. Íslendingar eru búnir að þéna 12 milljarða á þessu ári fyrir makríl en gætu hæglega margfaldað þá tölu. Auknar tekjur styrkja krónuna og þær má nota til að minnka skuldir þjóðarinnar og verja velferðarkerfið

Ríkisstjórnin verður að velja á milli að afla tekna eða taka lán.


mbl.is Makríllinn hefur reynst útgerðinni mikil búbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hókus pókus fíla rókus ............"ekkert Icesave"!

steingrimur-j-sigfusson-stefnuraeda-040209Þetta samkomulag er nýjasta aðferðin við að blekkja almenning. Gert er ráð fyrir að Nýi Landsbankinn (NIB) greiði Gamla Landsbankanum jafnvirði 286 (260+28) milljarða Króna (gengistryggt), fyrir verðlausa pappíra. Að auki er gert ráð fyrir að Nýi Landsbankinn greiði síðar jafnvirði 90 milljarða Króna. Svona er sagt frá málinu í tilkynningu fjármálaráðuneytis hér:

Með þessari aðferð er reynt að lauma Icesave inn á þjóðina í gegn um skilanefndina án þess að málið komi til kasta Alþingis. Allt skal lagt á heimilin. Með þessum reikningskúnstum er teflt á tæpasta  auk þess sem aðgerðir í þágu skuldugra heimila er fyrir bí.


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna ætlar engu breyta í sjávarútvegi!

svanfrur_jnasdttir_jpg_280x800_q95Jóhanna Sigurðardóttir vísaði til þess í stefnuræðu sinni að fyrir dyrum stæði endurskoðun kvótakerfisins og skipuð hefði verið nefnd til að gera tillögu um breytingar.  Staðreynd málsins er sú að stór hluti nefndarmanna hafa hagsmuni af því að prívatmönnum verði leyft að veðsetja sameign þjóðarinnar. Að hálfu Samfylkingarinnar var Svanfríður Jónasdóttir skipuð í nefndina að tillögu Jóhönnu! Jóhanna Sigurðardóttir æti allt eins fengið Gunnar í Krossinum til að endurskoða Biblíuna.

Það er ómerkilegt af Jóhönnu Sigurðardóttur að gagnrýna kvótakerfið í orði meðan hún styður það á borði


Getgátur og dagdraumar

Nú er skeggrætt um hvort fram hafi komið mögulegar getgátur um miklar olíulindir á Drekasvæðinu. Ekki kemur fram í frétt Morgunblaðsins um þetta mál kemur ekki fram hver hafi haft uppi þessar getgátur eða af hverju hann eða hún hefur gert það.  

Það er samt misjafnt hvað svona getgátum er sýndur mikill áhugi. Til samanburðar þegar getgátur voru uppi um að mikil olía væri á Færeyska landgrunninu sóttu öll stærstu olíufélögin um leyfi til rannsókna. Eitt skúffufyrirtæki sótti um leyfi til rannsókna á Drekasvæðinu og er hætt við. 

Kosturinn við að enginn  leggi í rannsóknir er ótvírætt sá að á meðan getum við ornað okkur við getgátur og dagdrauma.

 


mbl.is Getgátur um gríðarlegar olíulindir á Drekasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa að stofna skúffufyrirtæki í ESB

Kínverska fyrirtækið sem  hefur áhuga á að fjárfesta í Þistareykjum verður að stofna skúffufyrirtæki í Evrópu rétt eins og Magma energy ef það ætlar að ná fram áformum sínum.  Ég hef ekkert vit á orkuiðnaði en ég veit að Kínverjar hafa heilmikinn áhuga á viðskiptum við Ísland. Það sést t.d.  í því að þeir hafa gefið Íslendingum heilmiklar undanþágur frá háum tollum (40-60%) á sávarafurðum  og eru jafnvel tilbúnir til að gera fríverslunarsamning við Ísland.  Takist Samfylkingunni hinsvegar að múra Ísland inni í Evrópusambandinu munu  allir tollasamningar við Kína og önnur ríki falla niður og markaðir lokast.
mbl.is Stærsti álframleiðandi Kína spáir í Þeistareyki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan hnyklar vöðvana og hristir af sér kreppuna

Bandaríski nóbelsverðlaunahafinn   Joseph Stiglitz var sannfærður um að íslenska krónan væri að koma Íslandi til hjálpar, án hennar hefði kreppan orðið mun dýpri og atvinnuleysi mun meira þetta kom fram í Silfrinu í gær  .   Í sama streng tók Dr. Jón Daníelsson sem sagðist mun bjartsýnni nú en hann hefði verið, botninum botninum væri senn náð og þá myndi leiðin liggja uppávið fyrir tilstilli íslensku krónunnar. Att þetta kemur heim og saman við spá Más Guðmundssonar nýskipaðs seðlabankastjóra.  
mbl.is Hagvöxtur að nýju á fyrri hluta næsta árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir þjóðarbúið

ae7980373704483ffb324fed712cefcb_300x225Það er mikil aukning í krókveiðum hjá aflamarksbátunum sem líklega eru búnir að landa verðmætum fyrir meira en 15 milljarða en  auk þess er góð veiði hjá strandveiðibátunum sem væntanlega mun styrkja krónuna, ekki veitir af. Þessar vistvænu veiðar skila besta fiskinum og kosta minnsta olíunotkun pr veitt tonn af fiski.

Það sem gerir strandveiðarnar sérlega arðvænlegar er að ekki er hægt að veðsetja aflaheimildirnar og því rennur arðurinn ekki óskiptur úr landi í formi vaxta.


mbl.is Aflaaukning hjá krókaaflamarksbátum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

7 ára "skjólið" reyndist tálsýn og er fokið!

Jæja þá getur íslenska ríkisstjórnin gleymt að gera núlifandi og tilvonandi þegna þessa lands að Ísþrælum með því að staðfesta Icesave samkomulagið. 7 ára biðtíminn þangað til landið yrði gjaldþrota reyndist mun styttri. Stjórnvöld hefðu betur hlustað á ráð Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og sérfræðings í Evrópurétti, þegar hann hvatti íslensk stjórnvöld að taka til varna vegna gallaðrar löggjafar Evrópusambandsins sem við vorum skylduð til að taka upp. Hann varaði líka við því að hægt væri að fara í mál vegna neyðarlaganna hvenær sem væri og Icesave samkomulagið veitti ekkert skjól gegn því.

Hvernig væri að hvíla diplómata og kalla til sérfræðinga?


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsala á náttúruauðlindum hafin?

 Ýmislegt bendir til að útsala á náttúruauðlindum Íslands sé í þann mund að hefjast. Margir útrásarvíkingar sem stóðu að stofnun Geysis Green Energy standa ekki vel í dag en mörg sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa engu betur. Þetta skapar góðar aðstæður fyrir erlenda útrásarvíkinga sem ásælast hlut í Hitaveitu Suðurnesja enda rauður hún yfir gríðarlega auðugu háhitasvæði. Það er kanadíska fyrirtækið Magma sem stendur í raun á bak við Geysir Green Energy. Þetta er því miður bara forsmekkurinn því sem koma skal ef alþingi samþykkir að greiða Icesave skuldirnar. Icesave skuldirnar eru miklu hærri en svo að ríkið geti greitt af þeim í erlendum gjaldeyri og því er afhending náttúruauðlindanna eini möguleikinn til að gera þær upp. 

Með því er mörkuð sú stefna að Íslendingar framtíðarinnar skuli vera Indíánar í eigin landi.

 


mbl.is Kanadískt félag kaupir í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband