Færsluflokkur: Matur og drykkur

Makríllinn eyðir seiðum eins og engisprettufaraldur

geldEvrópusambandið og Norðmenn vilja að við fóðrum makrílinn fyrir þá en veiðum hann ekki þó hann sé í okkar lögsögu. Helst af öllu myndu þeir vilja að við rækjum hann aftur út úr lögsögu okkar eftir að hann er orðinn sýlspikaður af seiðaáti. Makríllinn fer um í tugþúsund tonna torfum í efstu lögum sjávarins og étur seiði, loðnu og raunar alla fiska sem eru smærri.  Þessi krafa Evrópusambandsins er fráleit og ekki dytti okkur í hug að banna Grænlendingum að veiða þorsk sem syndir frá Íslandi í grænlenska lögsögu.

 Makakíllinn er í risatorfum um allan sjó, loðnan er flúin vegna hlýinda og síldin er veik. Íslendingar eru búnir að þéna 12 milljarða á þessu ári fyrir makríl en gætu hæglega margfaldað þá tölu. Auknar tekjur styrkja krónuna og þær má nota til að minnka skuldir þjóðarinnar og verja velferðarkerfið

Ríkisstjórnin verður að velja á milli að afla tekna eða taka lán.


mbl.is Makríllinn hefur reynst útgerðinni mikil búbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeðsdrykkurinn Æsseif inniheldur ekki harðfisk, hákarl, slátur og sviðakjamma

gauti_eggertssonÆsseif, eins og hann lítur út í glasinu, er óheilsusamlegur ógeðsdrykkur og það ætti ekki að neyða neinn mann til að innbyrða hann og allra síst heila þjóð.  Dr. Gauti B. Eggertsson (bróðir Dags B Eggertssonar) telur algerlega nauðsynlegt að þjóðin kyngi drykknum og varar við því að stjórnin falli verði það ekki gert.

"Um hvað yrði nýja ríkisstjórnin? Icesave, jú það er væntanlega málið að fella þann samning? Og svo yrði líklega fyrsta verk hinnar nýju ríkisstjórnar að draga til baka umsókn í ESB? Væri það óneitanlega táknrænt um einangrun landsins. Kannski rétt að segja sig úr nato líka og sameinuðu þjóðunum? Taka bjart í sumarhúsum á þetta?
Fara að snúa sér aftur að því að lifa á harðfiski, hákarli, slátri og sviðakjömmum?"

Er verið að lofa þjóðinni því að hún losni við harðfisk, hákarl slátur og sviðakjamma með því að kyngja ógeðsdrykknum í einum gúlsopa?

Ásmundi bónda mæltist vel í Kastljósi  í kvöld þegar hann sagðist vilja  sjá atkvæðagreiðsluna fara 63:0  "Þetta er ekki flokkspólitískt mál og þjóðin hefur alls ekki efni á að skiptast í fylkingar núna" sagði bóndinn. 


mbl.is Financial Times fjallar um Icesave-deiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnur ekki í persónulegum ábyrgðum

framsokn2 Finnur  er háll sem áll því hann er ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir Langflug. Tjónið lendir á Landsbankanum. Finnur hefur margsýnt þaö að hann er glúrinn í viðskiptum.
mbl.is Langflug gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalkjötið í að borga Icesave?

hvalur Sjávarspendýr innbyrða u.þ.b. 20 sinnum meira en við veiðum og því eru hvalveiðar nauðsynlegur þáttur í sjálfbærri nýtingu sjávarauðlindarinnar, matarkistu Íslendinga.  Hvalveiðarnar skapa störf, kjötið er hollt og gott og síðast en ekki síst eru þær gjaldeyrisskapandi. Hvalur 9 gerði góða ferð og kom með tvö væn dýr í morgun og ég óska sjómönnunum og útgerðinni til hamingju. En mér fannst hálfgerð ólund í sjávarútvegsráðherranum í gærkvöldi. Vantar hann ekki gjaldeyri fyrir Icesave víxlinum sem hann ætlar að samþykkja fyrir hönd íslensku þjóðarinnar?
mbl.is Fyrstu langreyðarnar í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanskil íslenska ríkisins aukast.

Svona munu fyrirsagnir fjölmiðla líta út innan fárra ára ef ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir nær að telja þingmann á að skrifa undir glæfralegar skuldbindingar vegna Icesave sem nú liggja fyrir þinginu. Þessir uppgjafaskilmálar sem ríkisstjórnin hyggst gera við Breta eru nógu stórir einir og sér til að koma landinu í þrot en þvert á það sem sagt hefur verið veita þeir íslenska ríkinu ekkert skjól fyrir málaferlum vegna neyðarlagana.  Ef Bretar þora ekki með þetta mál fyrir dómstóla eiga þeir enga kröfu.  Það er skylda þjóðkjörinna fulltrúa að reyna já ég segi reyna, því það er ekki öruggt að það takist, að verja Ísland falli.

iceland


mbl.is Vanskil aukast hjá Íbúðalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fönikíumenn vildu feitar konur

Holdafar kvenna hefur verið viðfangsefni tískumógúla um aldir allt frá tímum Barraséfs til Heiðars snyrtis. Í hinni fornu Fönikíu þóttu konur árennilegri eftir því sem þær voru riðvaxnari, eða svo var sagt og snemma á sjöunda áratugnum komust beinasleggjur í tísku með Tviggí.  Það merkilega við þetta er að það eru oftast hommar sem móta þessar tískusveiflur. Gagnkynhneigðir karlmenn láta sér fátt um finnast og heillast af konum samkvæmt öðrum lögmálum.
mbl.is Horuð eða falleg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG vill hvalveiðar feigar

Sjávarútvegsráðherra hefur gert samkomulag við Hagfræðistofnun um að leggja þjóðhagslegt mat á hvalveiðum í þeim tilgangi að finna réttlætingu til að draga úr eða stöðva hvalveiðar. Þannig á Hagfræðistofnun að reikna út áhrif á ferðaþjónustu án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. En  Hagfræðistofnun er ekki ætlað að rannsaka hagræn áhrif þess að halda vexti hvalastofna í skefjum þó vitað sé að hvalir éta í það minnsta 15 sinnum meira en við veiðum. Þannig er Hagfræðistofnun ætlað að reikna út og meta huglægar forsendur en sleppa þekktum stærðum.

8024


mbl.is Mat lagt á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoskir sjómenn hlakka til að fá fullan aðgang að Íslandsmiðum

thumbnailHaft er eftir Bertie Armstrong, framkvæmdastjóra skoska sjómannasambandsins, að skoskir fiskimenn hafi verið reknir af Íslandsmiðum eftir tvö þorskastríð á áttunda áratug síðustu aldar. „Við lítum til þess, að Íslendingar eru nú að fara bónarveg til Evrópusambandsins og vonum að það verði til að við fáum aðgang að þeirra sjávarútvegi."

Alistair Carmichael, sem er þingmaður á enska þinginu fyrir Orkneyjar og Hjaltland, segir að aðild Íslands að ESB muni hrista upp í stjórnkerfi sambandsins  vegna þess að íslenska ríkisstjórnin muni ekki þola núverandi kerfi miðstýringar og gagnsleysis en endurskoða á sjávarútvegsstefnu ESB á næstu árum. Atkvæðavægi Íslands verður væntanlega u.þ.b. hálft prósent.


mbl.is Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir Einari Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra

Það var frábært hjá sjávarútvegsráðherra að gefa út hvalveiðikvóta til næstu 5 ára. Flestir vita að það eru fyrst og fremst endurnýjanlegar auðlindir okkar í hafinu gera það að verkum að nordursigling_hrefna_spordur_17landið er byggilegt. Íslendingum veitir ekki af þeim útflutningstekjum sem hvalveiðarnar skapa en þess utan éta hvalir tugfalt meira en við veiðum.

Ég ætla bara að vona að nýja ríkistjórnin standi í lappirnar og ekki leyfa einhverjum sérvitringum að leggja stein í götu þessarar þjóðlegu gjaldeyris- og atvinnusköpunar


mbl.is Hefur ekki áhyggjur af sölu afurða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn kallar yfir sig mótmæli

Það vakti furðu og réttláta reiði margra að seðlabankinn skyldi ætla að halda árshátíð í gærkvöldi á Hótel Nordica. Margir töldu að með þessu væri seðlabankinn að storka mótmælendum. Kona nokkur lýsti t.d. áhyggjum yfir því að þarna væri veitt vín og bankinn væri nýbúinn að fá fé frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum!  Sem betur fer var þetta blásið af þannig að mótmælin fóru friðsamlega fram og allt endaði vel. Ég bloggaði um þetta hér
mbl.is Mótmælt við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband