Færsluflokkur: Heimspeki
Íslensk fiskveiðilögsaga ekki framseld til öfgamanna
Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu ekki svo ístöðulaus að þau hlaupi eftir órökstuddum óskum um að þjóðin fái ekki að nýta náttúruauðlindir sínar með sjálfbærum hætti.
Ef látið verður undan kröfum öfgamanna um að við megum ekki veiða hval er stutt í að okkur verði bannað að veiða sel (það er nú þegar bannað í Evrópusambandinu). Ef þjóðin gengi í Evrópusambandið flyst stjórn fiskveiða til Brussel og þá eiga sjómenn lífsaðkomu sína undir duttlungum spjátrunga.
Stefnubreyting í hvalveiðimálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ögmundur stendur með Íslandi, Samfylkingin með Evrópusambandinu
Miðvikudagur, 3. febrúar 2010
Það hefur lengi blasað við að Samfylkingin er meira en tilbúin til að fórna öllum hagsmunum þjóðarinnar til að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Samfylkingin lítur á Icesave sem tvíeggjað sverð annarsvegar sem hindrun inn í sambandið en hinsvegar tækifæri, því þessi mikla skuldsetning gæti dregið úr mótstöðukrafti þjóðarinnar, einkum þegar gera þarf upp skuldir með auðlindum. Eða halda menn að það sé tilviljun að systurflokkar Samfylkingarinnar á Norðurlöndunum skuli hafa tekið upp mjög eindregna afstöðu með Bretum og Hollendingum?
Ögmundur Jónasson hefur tekið skýra afstöðu með íslenskum almenningi í þessum hráskinnaleik.
Gegn hagsmunum Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ný Feisbókarsíða gegn mútuþegum og spillingu
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Helga Guðrún Eiríksdóttir, sem stýrir stuðningsmannasíðu forseta Íslands, hefur nú opnað nýja baráttusíðu til stuðnings Ólafi F Magnússyni geng mútuþegum
Áhugaverðar síður
ÖBÍ mótmælir kjaraskerðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frumort kvæði Ólafs um Hönnu Birnu
Þriðjudagur, 19. janúar 2010
Gírug í ferðir, gráðug í fé
'Ólafur flutti frumort kvæði sitt um foringja sjálfstæðismanna í borginni við rapp og bjölluhljóm Vilhjálms Vilhjálmssonar í fyrstu. En eftir að undirleik lauk flutti skáldið hið dýra kvæði af myndugleika ótruflaður:
Gírug í ferðir, gráðug í fé
Grandvör hvorki er hún né
Gætir hófs í gerðum sínum
Gjafir fær frá banka fínum
Auðmjúk er við auðvalds fætur
Ávallt að þess vilja lætur
Velferð viljug niður sker
Víða hnífinn fína ber
Sjaldnast nálægt sjálfri sér
Sárt í annars bakið fer
Laugaveg, flugvöll láttu kjurrt
lata Hanna farðu burt
í Valhöll heim að vefja þráð
með vinum þínum í síð og bráð.
Ólafur víttur á borgarstjórnarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt 21.1.2010 kl. 03:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Samningsaðstaðan batnar
Þriðjudagur, 19. janúar 2010
Lagaleg staða Íslands er góð en stjórnvöld hafa ekki komið því á framfæri erlendis. Eftir glæsilega innkomu forsetans og Evu Joly hefur orðið viðsnúningur. Það væri því rangt að semja núna.
Góð og afgerandi úrslit í þjóðaratkvæðagreiðslunni mun styrkja samningsstöðu Íslands.
Engar viðræðuóskir frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Veður Hrannari sleppt lausum á Martin Wolf?
Föstudagur, 15. janúar 2010
Hinn þekkti dálknahöfundur Finacial Times Martin Wolf hefur hætt sér inn á þá hálu braut að taka upp hanskann fyrir Ísland með því að leggja til að Bretar og Hollendingar hætti að kúga og eltast við Íslendinga.
Nú biður maður spenntur eftir viðbrögðum forsætisráðherra mun hún sleppa Hrannari B. Arnarssyni lausum?
Bretar og Hollendingar hætti einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Hlýr hugur til björgunarsveitarmanna
Fimmtudagur, 14. janúar 2010
Fátæka Ísland fyrst til Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólína skildi samninginn til hlítar löngu áður en hún sá hann
Mánudagur, 11. janúar 2010
Ólínu Þorvarðardóttur þykir lítið koma til Alain Lipietz sem tekur málstað Íslands af því að sjónvarpið þýddi starfsstöð sem útibú og vegna þess að hann hafi setið á þingi í skamman tíma. Ólína áttar sig ekki á að Alain hefur verið þekktur hagfræðingur í fjölda ára áður en hann kom á þing. Vandamálið er að almenningur les sig ekki til og því er hægt að hagræða sannleikanum endalaust með verulegum árangri. Ólína samþykkti Æsseif löngu áður en hún sá samninginn. Það er kannski þess vegna sem hún gerir lítið úr Lipietz. Samfylkingin hefur líka horn í síðu Evu Joly sbr óviðeigandi ummæli aðstoðarmanns forsætisráðherra í hennar garð.
Margir lögmenn hafa dregið ábyrgð Íslands í efa t.d. Evrópulögfræðingarnir próf Stefá Már, dr. Elvíra, prof. Sigurður Líndal, Magnús Thoroddsen fyrrv hæstaréttardómari, Ragnar Hall og dr. Herdís Þorgeirsdóttir.
Ég efast um að meira en 3% landsmanna hafi lesið þetta og því eiga stjórnmálamenn auðvelt með að segja hvað sem er.
Segir misskilnings gæta hjá Lipietz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fengi Alain Lipietz að ganga í Samfylkinguna?
Sunnudagur, 10. janúar 2010
Alain Lipietz franski þingmaðurinn á Evrópuþinginu, einn þeirra sem kom að því að semja lögin sem Bretar og Hollendingar byggja kröfu sína á sagði í Silfri Egils að enginn lagalegur grundvöllur væri til þess að krefja íslensku þjóðina um greiðslu. Fyrir Bretum og Holledingum vakti að gera Ísland að efnahagslegri nýlendu til langs tíma.
Því stærri sem meirihlutinn verður sem fellir frumvarpið því betri verður samningsstaða Íslands.
Lipietz: Veikur málstaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góð tillaga frá Lilju Mósesdóttur til lausnar Icesave
Laugardagur, 9. janúar 2010
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur hefur oft vakið athygli fyrir að koma með frumlegar tillögur. Sú alvarlega staða sem upp er komin vegna sjálfheldu Æsseifmálsins, kallar á frjóa og frumlega hugsun sem öllum er ekki gefin.
Eftir frábæra frammistöðu forsetans og Evu Joly hefur skapast nýtt sóknarfæri. Mér finnst vinstri græn ættu að gefa Lilju svigrúm til að fylgja hugmyndum sínum eftir.
Það er engu að tapa en allt að vinna.
Vill þýskan sáttasemjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)