Færsluflokkur: Íþróttir

Vestmanneyingar greiði tjónið

Geðfatlaður Bandaríkjamaður á um sárt að binda vegna þess að hann veðjaði 37.000 bandaríkjad´ölum á að ÍBV ynnu KA. Bandaríkjamanninum geðfatlaða er talsverð vorkunn sjálfur hefði ég talið nær öruggt að ÍBV ynnu KA enda eru þeir með betra lið. Það er því ekki erfitt að gera sér í hugarlund særindi hans. Vestamanneyingar hefðu vel getað staðið sig betur og afstýrt þessum skaða. Því stendur það þeim næst að bæta manninum tjónið sem hann getur ekki borið einn.
mbl.is ÍBV menn fá undarlegt bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KR kaupir allt kvikt á fæti

Miðað við stöðu Akranes í Landsbankadeildinni þyrftu  þeir á öllu sínu að halda.  Nú er einn þeirra besti maður, sonur fyrrum þjálfara, Bjarni Guðjónsson genginn til liðs við KR.  Stundum finnst manni litlu félögin vera þjálfunarbúðir og útungunarstöðvar fyrir peningamaskínurnar.  "Það er af sem áður var".

Hvar er ungmennafélagsandinn? 


mbl.is Bjarni genginn í raðir KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun um Landsbankadeildina

Takið þátt í könnun um Landsbankadeildina

Frábær árangur ÍBV

Nú þegar mótið í fyrstu deild er hálfnað hafa Vestamanneyingar unnið alla sína leiki nema gegn Haukum og nú síðast gegn Selfyssingum  sem eru í öðru sæti.  Línur eru farnar að skýrast verulega  og  ljóst að Vestmanneyringar stefna ótrauðir í úrvalsdeildina þar sem þeir eiga heima.  Líklegast er að annað hvor Selfyssingar, Haukar eða Stjarnan muni fylgja þeim en auðvitað koma fleiri til greina. við köttararnir sendum vinum okkar í Vestmannaeyjum bestu óskir.
mbl.is Fyrsta tap Selfyssinga kom í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr hestur í miðri á.

26678_380_wGunnari Guðmundssyni þjálfara HK var sagt upp í dag, þar sem árangur liðsins er undir væntingum, þrátt fyrir mjög góðan árangur hans undanfarin ár.  Sem knattspyrnuáhugamaður fullyrði ég að Gunnar er ekki versti þjálfari Landsbankadeildar karla, árangurinn er ekki til að hrópa húrra fyrir núna í byrjun en á það ber að líta að HK er ekki heldur stjörnum prýtt lið eins og sum sem eru lítið eitt ofar. En hvort sem þetta er sanngjarnt eða ekki þá orkar alltaf tvímælis  að skipta um hest á sundreið í straumharðri  á þótt hrossið beri tímabundið af leið undan þungum straumnum. Vonandi farnast báðum vel.

Gunnar Guðmundsson á góðum degi 


mbl.is Gunnari sagt upp sem þjálfara HK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðar Helguson er í uppáhaldi hjá mér

Ég er köttari og ég hef alltaf haldið mikið upp á þennan frábæra dalvíska  knattspyrnumann, síðan hann lék með Þrótti. Heiðar hefur oft átt mjög góða leiki með landsliðinu og það er gaman að fylgjast með honum úti séheidar_helguson staklega þegar honum gengur vel.
mbl.is Heiðar skoraði fyrir Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð / Golíat -Vonandi gengur litla íslendingaliðinu vel

Ég verð í fermingu bróðurdóttur minnar á morgun þegar litla íslendingaliðið Reading sækir stórliðið Liverpool heim á Anfield kl:15:00. Það verður í nógu að snúaast hjá Ívari Ingimundarsyni fyrirliða, sem jafnframt er lykilmaður í vörninni. Ég ætla engu að spá um úrslitin. En bið Liverpool aðdáendur forláts að ég óska litla íslendingaliðu heilla á morgun.                        getfilegetfile

 

 

Brynjar Björn til vinstri er á sjúkralista.

 

Ívar Ingimarsson th verður fyrirliði á morgun.                      Vonandi tekst vörninni að halda hreinu gegn firnasteku Liverpoolliðinu


mbl.is Ívar vonast eftir góðum úrslitum á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkurflugvöllur í herkví

Mikill og vaxandi meirihluti er fyrir því að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni enda er flugvallarstæðið frábært frá náttúrunnar hendi og enginn annað boðlegur kostur er sjáanlegur. Nú er mál að andstæðingar flugvallarins aflétti þeirri herkví sem þeir hafa haft flugvöllinn í.

flugvollurtf_jmr_siggi_ben20040226151013

 

  

 

 

 Aðstöðuna þarf nauðsynlega  að betrumbæta


mbl.is Vandræðaástand í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprenghlægileg atvik úr fótboltakappleikjum

Það er líka hægt að brosa á fótboltaleikjum.

Til hamingju valsmenn!

valurValur var rétt í þessu að ná bikarmeistaratitli í meistaraflokki karla í handbolta í sjötta sinn á s.l. ellefu árum í hörkuleik gegn Fram sem þeir unnu 30:26

Frammarar hafa sjaldan verið betri en einmitt núna og því spáðu flestir þeim sigri. Þeir virtust samt ekki vera alveg tilbúnir í fyrri hálfleik. Að mínu mati byggðist sigurinn á liðsheildinni, þéttri og ákafri vörn, útsjónasemi Sigfúsar í sókninni og síðast en ekki síst frábærri markvörslu.  Frammarar gáfust ekki upp og áttu góðan seinni hálfleik bæði í sókn og vörn en sendingarnar hefðu mátt vera betri.

Til hamingju.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband