Færsluflokkur: Lífstíll

"Upp er boðið Ísland"

Eftir 17 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins er svo illa komið fyrir Íslandi að hræætur renna á lyktina og sveima yfir væntanlegri krás, veikburða fórnarlambi.  Á meðan ferðast ráðamenn á fyrsta farrými og skrafa um hvernig hægt sé að koma landinu í öryggisráðið.

 Vel slompaðir diplómatar bjóða kannski í glas og skála fyrir Ísland. "Kosturinn við að vera fullur er sá að maður er ekki timbraður á meðan"

beer


mbl.is Fjárfestingarsjóður vill yfirtaka rekstur virkjana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsvinurinn Abramovich kaupi Baug

Sagt er að Abramovich sé í himnasælu þar sem hann er nýbúinn að ná endurkjöri með 97% atkvæða í Tsjúkotka. Nú er gráupplagt fyrir forsetann að hringja í vin sinn Abramovich og fá hann til að gera kjarakaup með því að kaupa Baup á tvöföldu brunaútsöluverði. Þannig gæti forsetinn slegið tvær flugur í einu höggi: Takmarkað tjón Íslenska ríkisins (sem á bankana) og gert vini sínum greiða með því að benda honum á gott viðskiptatækifæri.                           img_5399
mbl.is Abramovich fékk 97% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frítt í strætó -- Góð hugmynd hjá Ólafi F. Magnússyni

Það er fín tillaga hjá Ólafi F. Magnússyni að leggja til að frítt verði í strætó og satt að segja gat þessi skynsamlega tillaga ekki komið á betri tíma, til að öðlast skilning og meðbyr. Núna þegar kreppan er að halda innreið sína munu margir þurfa að leggja einkabílnum eða keyra hann minna.  Það er líka samfélagslega hagkvæmt að minnka álagið á götunum og sparar borginni heilmikið í kostnað við malbikun.  Kannski verður hreinna og betra loft sem fólk andar að sér í peningaleysinu.  "Fátt er svo með öllu illt ...." 

 c_documents_and_settings_owner_my_documents_mummi_myndir_blog_is_lafur_f_magnusson_418838


mbl.is Ólafur F.: Leggur til niðurfellingu fargjalda í Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðgæðisnefndin komin í málið

 Eitt sinn þótti það ekki tiltökumál þótt  íslenskt sveitafólk velti sér nakið upp úr dögginni á jónsmessunótt. Í gær fengu tvær fullornar og mannbærar konur hland fyrir hjartað af því að þær sáu alsnakinn mann á Esjunni "sem var ekki einu sinni í sokkum". Hvílík skömm og hvílík hneisa, vonandi ná þær sér blessaðar konurnar eftir að hafa séð nakinn karlmann í fyrsta sinn og það í björtu. Ekki dugði því  minna en að senda helftina af öllu lögreglu- og hjálparsveitaliði SV- landsins.

Sú var tíðin að kynlegir kvistir gengu um götur og torg. Ég get nefnt dæmi um Lása kokk, Hauk pressara, Valla graða Gvend dúllara og marga fleiri. Allir tóku þessir menn þátt í þjóðfélaginu, sumir voru sendlar aðrir í uppvaski eða við að pressa föt. Núna eru þessir menn umsvifalaust sendir á Klepp! Þvílíkt rugl.  Þegar ég var barn horfði ég á þjóðkunnan stjórnanda symphoníuhjlómsveitarinnar æfa sig alsber  úti í á að stjórna stóru verki. 


mbl.is Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolröng og villandi fyrirsögn! Báturinn var á handfæraveiðum, sem eru ekki ólöglegar.

DSC01360Ég er svo aldeilis hissa á Morgunblaðinu að birta svona villandi fyrirsögn á vefnum:   "Bátur á ólöglegum veiðum" Mótorbáturinn Júlíana Guðrún GK-313 er með löglegt og gilt haffærisskírteini og var staðinn að handfæraveiðum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Eigandi bátsins hafði það eitt "til saka unnið" að hafa ekki kreist blóð undan nöglum vinnulúinna handa sinna til að greiða leigu til kvótagreifa. Hefði hann gert það hefði hann virt að vettugi úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lofað að virða. Slík háttsemi hefði verið bæði siðlaus og löglaus.

Hitt er aukaatriði að það var flugvél Landhelgisgæslunnar en ekki þyrla sem tók bátinn eins og sést á meðfylgjandi mynd.


mbl.is Bátur á ólöglegum veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningur við ríkisstjórnina hruninn

Stuðningur við ríkisstjórnina er hruninn úr 85% í byrjun ársins niður í rétt rúm 50% s.k.v. mælingu Fréttablaðsins. Fylgi færist á milli ríkisstjórnarflokkana Sjálfstæðisflokknum í óhag en Frjálslyndir bæta við sig. 

Athygli vekur miklar breytingar á fylgi Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokksins. Frjálslyndir hafa alltaf mælst minni í könnunum en í kosningum öfugt við Sjálfstæðisflokkinn. Því má búast við að hreyfingin sé enn stærri.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundaæði á Suðurnesjum!

 Það er enginn hundur í Suðurnesjamönnum þessa dagana, þvert á móti hefur gripið um  sig hundaæði og margir þeirra komnir í hundana. (Ekki farnir í hundana)

ParisDogsMVX_468x508Its%20a%20dogs%20life%20Herald%20Reduced


mbl.is Hundur á hverja tuttugu íbúa á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórshöfn, Nuuk og Reykjavík

Mynd_0167123

Ég hef alltaf fundið til samkenndar með vinum okkar á Grænlandi og Fjáreyjum, kannski vegna þess að ég var fiskimaður og uppalinn við að borða sigin fisk og selspik en án alls gríns þá eigum við gríðarlega mikla sameiginlega hagsmuni ekki síst í hafinu sem umlykur lönd okkar.  Ég fagna því að borgarstjóri skuli rækta þessi tengsl. Samfylkingarmenn sem virðast hafa minni áhuga á Vest-norrænum tengslum skýrðu gríðarlegan ferðakostnað sinn með því að munurinn á þeim og Ólafi væri sá að þeir sinntu skyldum sínum í fjarlægum löndum en hann (Ólafur) væri flughræddur.

Sýnir þetta ekki að þeir fljúga lágflug eins og þeir virðast best fiðraðir til?


mbl.is Borgarstjóri í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfi að örvænta Óskar

c_documents_and_settings_nyo_kjartan_desktop_oskarogbingi_101950

 

Óskar Bergsson er að fara á límingunum vegna þess að einni jarðgufuvirkjun er hafnað af umhverfisástæðum.

Veit Óskar ekki að verið er að byggja Hellisheiðarvirkjun, sem á eftir að stækka um helming. Fyrirhuguð er virkjun við Hverahlíð og stefnt að rannsóknaborunum við Meitil og Gráhnjúka. Þar með verða víst heilar 5 jarðgufuvirkjanir á Hellisheiðar- Hengilssvæðinu. Einhverra hluta vegna hefur Óskar Bergsson alveg gleymt þeim. Óskar er ungur maður við hestaheilsu og ekki gleymnari en gengur og gerist. Skyldi þetta vera pólitísk  kölkun?


mbl.is Segir flumbrugang einkenna samþykkt stjórnar OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hillary Clinton, Halldór og Davíð

Hillary Clinton heyr nú hetulega en vonlausa baráttu  til að ná útnefningu demókrata til að verða  forsetaefni þeirra og hefur í  því skyni lánað sjálfri sér milljónir dollara.  Hillary  studdi innráisna í Írak á sínum tíma og skipaði sér á bekk  með  Halldóri Davíð og  fleiri pólitíkusum af því sauðahúsi  sem komnir eru í  pólitíska úreldingu, annar sem formaður norrænu ráðherranefndarinnar og hinn sem æðsti yfirmaður seðlabankans.  Innrásin  og stríðið í Írak er óþurftarverk  og það virðist  vera frett-dabbislapparafHalld%C3%B3r%20%C3%81sgr%C3%ADmssonIMG_0696hillary-clinton-caricature

 dragbítur  þeim sem studdu það. Þeirra tími er liðinn.


mbl.is Clinton heldur baráttunni áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband