Færsluflokkur: Ljóð

Nú er í tísku að krefjast launalækkunar

Nú er greinilega að komast í tísku að krefjast þess að fá lægri laun. fyrstur var einn bankastjórana, þá komu þingmenn, ráðherrar og nú forsetinn. Vonandi, fyrir okkur skattgreiðendur verður þess skammt að bíða að æðstu embættismenn muni keppast við að hafa lægstu launin á sínum vinnustað?  Á 39aRikisstjornGHHIIalmennum markaði hafa fjöldi manna ýmist beðið um eða samþykkt launalækkun til að halda vinnunni. Ég ég myndi samt ekki endurráða sömu ríkisstjórn þó hún byðist til að halda áfram í sjálfboðavinnu.

 


mbl.is Ólafur Ragnar fer fram á launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn niðurskurður í Afganistan

c_documents_and_settings_joi_my_documents_my_pictures_gjeir_og_sollaÞað er enginn niðurskurður hjá íslenska ríkinu í Afganistan. Fyrr á árinu fór Ingibjörg til Afganistan, til að kynna sér landlægar og aldagamlar ættflokkadeilur þarlendra. Þá ákvað hún að auka þátttöku Íslands hernaðinum og sagði meðal annars:   „Þetta er gríðarlega öflugt, hæft og vel menntað fólk sem ég hitti hér í kvöld. Við getum verið mjög stolt af Íslendingum sem eru að starfa hérna, því þetta er kraftmikið og kjarkmikið fólk.“rifle_148226t

xin_19050331200913734154

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir afgönsku lögreglumenn höfðu að sögn aldrei heyrt um öryggisráðið en vildu samt styðja Ísland í það.


mbl.is Fleiri bandarískir hermenn sendir til Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin byrjuð að narta í útsæðið

bilde?Site=XZ&Date=20070131&Category=FRETTIR01&ArtNo=70131073&Ref=AR&NoBorder Núna þegar ríkisstjórnin  er búin að samþykkja kröfu Evrópusambandsins um að skuldsetja allra framtíð  ófæddra barna á Íslandi þarf að skera niður, um það er ekki deilt, raunar  hefði mátt spara mun meira. Það er þó algerlega fráleitt að loka dyrunum á unga fólkið sem vill komast til náms. Þetta er óskynsamleg og algerlega röng forgangsröðun hjá útrásar-stjórnmálamönnum sem hafa í meira en eitt ISG_og_Ban_Ki_moon_2 ár verið með allan hugann við ISG_FAO öryggisráðið.c_documents_and_settings_andres_jonsson_my_documents_kratabloggi_kratabloggsmyndir_isg_og_evropa
mbl.is Ekki hægt að taka inn nýnema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eitthvað geðugt við Jóhannes í Bónus.

Það er eitthvað geðugt við Jóhannes í Bónus, hann er alþýðlegur maður sem hefur alltaf nennt að vinna. Velgengni sína í verslun á hann meðal annars að þakka góðu starfsfólki, sem hann umgengst sem fremstur meðal jafningja.  Fyrir fáum árum var verið að selja ávexti %7Bcbd2e2f7-b1e8-4e60-8993-8de9c9fe0b38%7D_bonusum allan bæ á svipuðu verði og plastpokinn sem þeir fylltu. Þá gengu starfsmenn samkeppniáseftirlitsins brosandi út úr búðum með jafn fullar körfur og hinir.  Núna er Bónus sektaður fyrir að selja ódýra mjólk. Reglur þurfa að vera skýrar og beiting þeirra má ekki vera handahófskennd.  Getur verið að þetta harða viðbragð yfirvalda  núna gegn Bónus sé tekið undir áhrifum bankakreppunnar?


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fá kvótahafar niðurfelldar skuldir?

Flestir hagfræðingar eru sammála um að upphaf ófara Íslands liggi í setningu kvótakerfisins og því að kvótaþegar fóru að veðsetja sameign íslensku þjóðarinnar, óveiddan fisk í hafi. Því a6bf82ae2107610e4f424e8f20515a0b_300x225 þykir mörgum skrítið að forsvarsmenn þeirra fari fram á niðurfellingu skulda. "Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands útgerðarmanna, segir forsvarsmenn margra sjávarútvegsfyrirtækja telja nauðsynlegt að ná samkomulagi um uppgjör samninga." Mikil gengisfelling krónunnar hafi komið mörgum í vandræði segir hann.
mbl.is Staðið verði við kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litháinn fær engin útflutningsverðlaun

stealing-00 Þá sólin skíni  jafnt á réttláta  sem rangláta þá er gæðum heimsins misskipt. Þetta fékk Lithái nokkur að reyna þegar hann ætlaði að flytja út þýfi. Honum var stungið í gæsluvarðhald stealing-00 og fær engin útflutningsverðlaun.
mbl.is Reyndi að flytja þýfi úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðveldara að taka upp bandarískan $ en Evru

Lilja Mósesdóttir tók nýlega saman þær skuldir sem íslenska ríkið lagði á þegna sína að borga að kröfu Evrópusambandsins og reiknaði út að þær næmu um 11 milljónum á hvert mannsbarn og rúmlega helmingi hærri upphæð á hvern vinnandi mann á Íslandi. Dálítið rausnarlegt hjá ríkisstjórninni því þetta er rúmlega meðal íbúðaverð á hverja fjögurra manna fjölskyldu.   Að vísu eru lánin afborgunarlaus í fyrstu þrjú árin svo ríkisstjórnin getur andað léttar í bili.  Hvað um það þá er talsvert mikið fyrir almenning að greiða í ofanálag þessa háum stýrivexti sem hér eru.  Ef við horfum til að skipta um mynt er mun auðveldara að taka upp bandaríkjadal. þar sem stýrivextir eru einungis 0,5% en evru því annars eigum við á hættu að vera þvinguð til að ganga í evrópska tollamúrabandalagið, því þá myndu tollar hækka á fiskafurðir frá Íslandi til Asíu. 

Lilja Mósesdóttir lagði á sínum tíma til að við tækjum Rússalán og slepptum IMF láninu, þessu var ISG ósammála, og því munu ófædd börn og komandi kynslóðir þurfa að athafna sig í skuldahlekkjum eða flytja af landi brott.Mynd_0009862


mbl.is Vextir 0-0,25% í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marklaus Evrópunefnd

Þorgerður Katrín varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að Íslendingar hafi ekkert val, þeir verði að ganga í Evrópusambandið.  Samfylkingin hefur sett Sjálfstæðisflokknum skilyrði um að þeir verði að fallast á aðild að ESB. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að láta ríkisstjórnina halda eins lengi og þeir geta helst út kjörtímabilið.  Niðurstaðan liggur fyrir: Einn kostur ekkert val.  Til hvers er þá verið að skipa Evrópunefnd, fyrst þetta er málamyndatilbúningur?  Svarið liggur í augum uppi: Þetta er lýtaaðgerð af svipuðum toga og almannatengslaráðgjöfin sem kostar hundruð milljóna. Hvað munar um einn kepp í sláturtíðinni? bilde?Site=XZ&Date=20070131&Category=FRETTIR01&ArtNo=70131073&Ref=AR&NoBorderEinkathotur-rikisstj-geir_1152654354


mbl.is 350 milljónir í ráðgjöf og almannatengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hana langar greinilega á fleiri handboltaleiki

 Þorgerður Katrín er augljóslega til í að gera allt til að halda völdum, fyrst hún er tilbúin til að fórna sjávarauðlindinni, okkar eina möguleika til að komast  út úr skuldafeninu, til þess eins að halda í stjórnarsamstarfið við Samfylkinguna. Sjávarútvegurinn er eina máttarstoðin sem efnahagur okkar stendur á eftir að álverð lækkaði niður í 1500$ fyrir tonnið, þó það eigi eftir að koma upp.

Sveiattann!

Það er nú heldur aumt hjá ábyrgðarlausum stjórnmálamönnum að kenna krónunni óábyrga efnahagsstjórn.  c_documents_and_settings_jens_gud_my_documents_my_pictures_traust_efnahagsstjorn_geirs


mbl.is Ekkert annað hægt en sækja um aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun Garrí Kasparov bjarga Íslandi?

Ég hef mikla trú á Garrí Kasparov og verkefni hans til að koma á umbótum í Rússlandi. En það verkefni er svo viðamikið að ég held við ættum að bjóða honum að koma til Islands og taka létta æfingu fyrst með því að koma lag á hlutina hér á Íslandi. Garrí gæti örugglega lært eitt og annað af því sem myndi nýtast síðar við að koma á lýðræðisumbótum í Rússlandi. Við þurfum að eignast kröftugt stjórnmálaafl, sem vinnur með fólkinu og  í þágu fólksins en ekki sérhagsmuna spillingarafla sem sitja á svikráðum við almenning. Við þörfum að nýta auðlindir okkar betur einkum fiskimiðin en til þess þurfum við að afnema kvótakerfið og alla þá sóum sem því fylgir. Við þurfum að efla virðingu fyrir  þjóðlegri arfleið okkar menningu í besta skilningi þess orðs. Við stöndum nú í brunarústunum og leitum með priki eftir einhverju nýtilegu, þó hálfbrunnið sé. Örsaka brunans má reka til tryllts dans í kring um Gullkálfinn sem ráðamenn þjóðarinnar ýmist klöppuðu eða slógu takt fyrir hamlausa dansara sem sumir fóru í trans en eru nú allir dasaðir.  Einstaka spilafíklar úr stjórnmálastétt spyrja hvort ekki sé til eitthvað meira sem hægt er að veðsetja? Enn aðrir vilja fara í ESB og selja fiskimiðin fyrir evru. Kannski hefur þetta tilgang eftir allt saman? kasparov
mbl.is Kasparov stofnar Samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband