Færsluflokkur: Ljóð

Hannes dreginn á flot

Enn er Hannes Hólmsteinn Gissurarson dreginn á flot!

hannesholmsteinn2 Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að prófessorinn sé nú staddur í Chile til að prédika ágæti efnahagsundursins, kvótakerfinu,  yfir þarlendum.  Þá er því slegið upp að HHG mæli sérstaklega með því að smábátar séu settir í kvóta. En það var einmitt framkvæmt fyrir  um 5 árum á Íslandi  og var eitt mesta óhappaverk sem íslensk ríkisstjórn hefur gert.

Fyrir fjölda ára skrifaði Hannes fjölda hástemmdra lofgreina um  Pinoche og hina illræmdu herforingjastjórn sem ríkti í Chile. Er HHG nokkuð illa við Chilebúa? 

HHG sagði eitt sinn að hægrimenn vildu þéna á daginn en drekka gott vín á kvöldin.   Hver kostar Hannes í svona för?  


mbl.is Kreppan grefur undan mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franskir útgeramenn halda með Samfylkingunni

Eftir að bankafroðan fauk í burtu og þjóðin situr eftir með skuldirnar veðum við sem aldrei fyrr að treysta á gömlu undirstöðuatvinnugreinarnar ekki síst fiskveiðiauðlindina. Það tók franska sjómenn tvo mánuði að klára kvótann sem ESB úthlutaði þeim.  Þeir horfa nú vonaraugum til Samfylkingarinnar, að hún nái völdum í hruninu og ringulreiðinni hér. Látum það ekki gerast á kjördag  X-F fyrir auðlindir í almannaeigu.

 

   http://osammala.is


mbl.is AFP: Íslensk sjómennska í blóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný ríkisstjórn: Áhrif Hannesar Hólmsteins í Seðlabankanum dvína

Þessi nýja ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum er ekki síst mynduð um breytingar í Seðlabankanum.


mbl.is Falið að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg reið séra Karli V. og kúskaði sveitavarginn.

Erlendir sérfræðingar hafa bent á það að trúverðugleiki Íslands og þar með vaxtakjör muni batna verði skipt um ríkisstjórn. Kannski að það sé ásamt vaxandi þrýstingi í samfélaginu þess valdandi að mikil ókyrrð er í Samfylkingunni  varðandi stjórnarsamstarfið..Ágreiningurinn er orðinn svo augljós að honum verður ekki leynt. Ingibjörg  Sólrún er ein þeirra sem vill c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorgríghalda í samstarfið við Geir sem hún kyssti svo innilega á Þingvöllum fyrir 18 mánuðum síðan.   Gegn þessu standa 12 þingmenn af 18 þ.m.t 2 ráðherrar ásamt varaformanni flokksins, studd af m.a.samfylkingarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Auðveldara virðist fyrir Ingibjörgu að kúska sveitavarginn, með nokkrum undantekningum. Þannig lagði séra Karl Matthíasson til að 30.000 tonna kvótaaukningin rynni til þjóðarinnar en ekki til kvótagreifanna. Hermt er að Ingibjörg sér Karli afar reið fyrir tiltækið. 


mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin 12 af 18 þingmönnum vilja stjórnarslit Munar um Sleggjuna

Ágreiningur er kominn upp í Samfylkingunni þar sem 12 af 18 þingmönnum flokksins styðja ekki stjórnina lengur, eftir að samfylkingarfélögin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lýstu því yfir að þau vildu slíta stjórnarsamstarfinu tafarlaust. Að því gefnu að þessar  heimildir KristinnH%20Gunnarsson%20bb(1)séu  réttar stenst stjórnin ekki  vantraust þó Kristinn H. Gunnarsson greiði henni atkvæði  nema einhver tólfmenningana sitji hjá. Í því tilviki gæti atkvæði Kristins bjargað stjórninni.

 Getur Sleggjan bjargað stjórninni?


mbl.is Styðja stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælin báru árangur

Samkvæmt heimildum sem ég tel áreiðanlegar eru nú allar varnir að bresta hjá stjórnarflokkunum gegn því að halda kosningar í vor. Umræður féllu niður í dag en áætlaður er þingfundur á morgun þar sem forsætisráðherra mun gefa skýrslu um ástandið og mun stjórnarandstöðunni gefast möguleiki á að tjá sig.  Rætt er um að formenn flokka víki en mér  líst betur á utanþingsstjórn en að formennirnir standi álengdar með fjarstýringuna.

Forsetinn er lýðræðislega kjörinn og fullr-trúi allrar þjóðarinnar.

Hann hefur valt til að boða til kosninga:  24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.


mbl.is Rætt um efnahagsmál á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveðjur frá mótmælenda Íslands

2669713268_66f894f1b9Í dag loga eldar réttlátrar reiði um allt samfélagið. Aðal mótmælin fara fram á sjálfu byltingartorginu Austurvelli en einnig er mótmælt viða um land Akureyri, Selfossi, Egilsstöðum og Ísafirði. Allstaðar hljómar krafan: Kosningar strax. 

 En mótmælandi Íslands er nú kominn á Grund. Mann mótmælti í mörg ár þeim Davíð Búss og Halldóri. Öldungurinn fagnaði í gær síðasta starfsdegi Búss og fékk sér kakó. Hann hafði ekki tök á að orna sér við eldinn af jólatrénu en sendi unga fólkinu hlýjar kveðjur. 


mbl.is Óslóartréð borið á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sauðdrukkinn ökumaður neitar að afhenda lyklana!

Ríkisstjórnin er eins og sauðdrukkinn ökumaður sem hefur keyrt á ljósastaur. Bíllinn er illa 39arikisstjornghhiilaskaður og tæplega í ökufæru standi frekar en ökumaðurinn, sem neitar að afhenda móður sinni lyklana og uppástendur að hún hafi lánað sér bílinn í a.m.k 4 ár. Móðirin veit að dólgurinn er ótryggður og því mun það lenda á henni að borga bílinn og ljósastaurinn.

Einboðið er að hringja í Vöku, láta draga bílinn  og koma dólgnum, sem þykist vera að redda öllu, í bælið til að sofa úr sér vímuna. Hann mun vonandi vakna með móral.

 

Car_crash_1
mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsögn Geirs Haarde = Lægri vextir af erlendum lánum

Prófessor Buttler sem skrifaði svörtu skýrsluna um bankakerfið sem stungið var undir stól, hélt erindi á fundi fyrir troðfullum sal í hátíðarsal HÍ. Þar fjallaði hann um hvernig mætti endurreisa efnahagslífið á Íslandi. Hann sagði að með ólíkindum væri að enginn hefði sagt af sér vegna málsins. Hann nefndi sérstaklega yfirmenn seðlabankans, forsætis- og fjármálaráðherra.  Hann sagði þetta skaða trúverðugleika Íslendinga og trúverðugleikinn réði þeim lánakjörum sem okkur byðust. Þetta skiptir gríðarlegu máli nú þegar skuldirnar eru orðnar svona háar.

 Heimild: Síða 6 Fréttablaðið í dag.


mbl.is Samfylkingin ræðir stjórnarsamstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímasetning kvótaaukningar í þágu bankana.

 Margir hafa velt því fyrir sér af hverju Einar K. Guðfinnsson valdi akkúrat þessa tímasetningu til að auka þorskkvótann, þegar markaðsaðstæður eru slæmar til að selja fiskinn sbr eftirfarandi

 Svarið við spurningunni er hérna:

Það á sem sé ekki að veiða fiskinn núna!

Fjöldi útgerða eru verulega  yfirveðsettar og því er ljóst að hluti kvótans mun fara í þrotabú og aflaheimildirnar  fara upp í skuldir kröfuhafa, sem eru innlendir og erlendir bankar. 

Aukinn kvóti mun því bæta veðhæfnina og lengja í hengingarólinni, fram yfir kosningar.

 


mbl.is Valdið er hjá ráðherranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband