Færsluflokkur: Ljóð

Tíminn vinnur með Íslandi

JohannaNú verða íslensk stjórnvöld að sýna þolinmæði, okkur liggur ekkert á að koma næstu kynslóðum í óleysanlegan skuldavanda. Það er nóg komið af handarbakavinnubrögðum og kæruleysi eins og hjá Svavari Gestssyni, sem kom með þrælasamning af því að hann nennti ekki að standa í þessu lengur, eins og hann sagði sjálfur. Stór hluti ríkisstjórnarinnar nennir þessu ekki heldur því hún er með allan hugann við að koma landinu inn í Evrópusambandið

Aðalatriðið er það að ef þjóðaratkvæðagreiðslan vinnst með miklum mun batnar samningsaðstaða Íslands verulega.


mbl.is Erlent ríki kannar sáttagrundvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumort kvæði Ólafs um Hönnu Birnu

Gírug í ferðir, gráðug í fé

'Ólafur flutti frumort kvæði sitt um foringja sjálfstæðismanna í borginni við rapp og bjölluhljóm Vilhjálms Vilhjálmssonar í fyrstu. En eftir  að undirleik lauk flutti skáldið hið dýra kvæði af myndugleika ótruflaður: 

 Gírug í ferðir, gráðug í fé

Grandvör hvorki er hún né
Gætir hófs í gerðum sínum
Gjafir fær frá banka fínum
Auðmjúk er við auðvalds fætur
Ávallt að þess vilja lætur
Velferð viljug niður sker
Víða hnífinn fína ber
Sjaldnast nálægt sjálfri sér
Sárt í annars bakið fer
Laugaveg, flugvöll láttu kjurrt
lata Hanna farðu burt
í Valhöll heim að vefja þráð
með vinum þínum í síð og bráð.


mbl.is Ólafur víttur á borgarstjórnarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgangur LÍÚ

e294fe25d61a4bd8bc1ebf702bf5e9bb_300x225Stór hluti af efnahagsvanda íslensku þjóðarinnar felst í því að sjávarútvegurinn hefur skuldsett sig gríðarlega og mörg fyrirtæki eru löngu komin í kaf þrátt fyrir himinhátt afurðarverð afleiðingin er að afraksturinn fer til erlendra banka og krónan helst lág. Afleiðing kerfisins er minni afrakstur fiskistofna og gríðarlegt brottkast. Hvert mannsbarn sér að þetta sóunarkerfi þarf að afnema en ríkisstjórnin er hikandi. Hún er samt að hugleiða að efna kosningaloforð sitt um 5% innköllun kvótans sem LÍÚ mega ekki heyra minnst á og gera hróp að stjórninni.

Í Færeyjum urðu bankar gjaldþrota fyrir um 10 árum þar var landflótti, lána- og skuldakreppa og hvað gerðu Færeyingar?  Jú þeir afnámu kvótann, ekki á 20 árum  heldur ekki tveimur nei þeir afnámu hann á einni nóttu og þar með allt brottkast. Afleiðingin er sú að færeysk útgerð stendur vel og Færeyingar eru vel aflögufærir og lána Íslendingum stórfé án skilyrða og vaxtalaust.

 


mbl.is Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veður Hrannari sleppt lausum á Martin Wolf?

martin_wolfHinn þekkti dálknahöfundur Finacial Times Martin Wolf hefur hætt sér inn á þá hálu braut að taka upp hanskann fyrir Ísland með því að leggja til að Bretar og Hollendingar hætti að kúga og eltast við Íslendinga.

Nú biður maður spenntur eftir viðbrögðum forsætisráðherra mun hún  sleppa Hrannari B. Arnarssyni lausum?


mbl.is Bretar og Hollendingar hætti einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hneykslanleg kvennsemi Krisjáns Hreinssonar!

GGH8M8QP

 

Kvennahylli Kristjáns rómuð er

komast færri en vilja,

í kjörklefana  kvennaher

að krossa og hjarta hans ylja.

 

Kristjáni, heillaskáldi úr Skerjafirðinum er  óskað velfarnaðar í prófkjörsbaráttunni. 

 

Framboð Kristjáns flestir hér
fyrirgefa honum
en dæmalaust hann dáður er
og dýrkaður af konum.


mbl.is Sækist eftir 4. sæti í forvali VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skeggið ekki skylt hökunni

4448 Spánverjar, sem sækja stíft að fá sinn sanngjarna skerf af fiskveiðiauðlind Íslendinga hafa nú gert Össuri vini sínum þann greiða að segja að Icesave og væntanleg ESB aðild Íslendinga séu tvö aðskilin mál.
mbl.is ESB og Icesave aðskilin mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly reynir að telja kjark í ríkisstjórnina

eva-joly247x165Ólíkt hafast þau að forsetinn og Eva Joly annars vegar sem tala fyrir málstað Íslendinga og Samfylkingin sem túlkar málstað Breta og Hollendinga og reynir allt hvað hún getur til að koma þjóðinni í Evrópusambandið  þó það kosti að þjóðin verði  leidd þanggrimsson_dsc105063nn í skuldafjötrunum Icesave.

Einn helsti talsmaður Samfylkingarinnar Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði nýlega að  sú aðgerð forsetans að leyfa almenningi að ráða framtíð sinni með því að kjósa um Æsseif þýddi að ríkisstjórnin væri komin í baráttu við forsetann upp á líf eða dauða. Skynsömu fólki líður ekki vel að þessi ísbjarnardrottning sem treyst er fyrir hagsmunum okkar skuli líta á besta talsmann íslenskra hagsmuna á erlendri grundu sem óvin ríkisstjórnar Íslands númer 1. Og aðstoðarmaður forsætisráðherra hefur hnýtt í og sent Evu Joly tóninn fyrir að taka málstað þjóðarinnar.

Íslendingar þurfa kannski vinveittar þjóðir en þeir þurfa samt fyrst og fremst vinveitta ríkisstjórn

 


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamálið er kjarkleysi

Ruglið náði líka inn í sjávarútveginn, þar sem stjórnvöld litu á fiska sem synda í hafi sem "dautt fé" sem öðlaðist líf með því að þeir fiskarnir væru veðsettir. Núverandi stjórnvöld eru kjarklaus og í engu betri því þau sjá enga aðra "lausn" en að ganga í ESB og afhenda sjávarauðlindina sem þau vanmeta.
mbl.is Hefðu átt að halda sig við fiskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heill forseta vorum og fósturjörð

Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslenska lýðveldisins:

"Þátttaka þjóðarinnar er forsenda farsællar til lausnar"

 

Takk fyrir


mbl.is Gefur sér að forsetinn synji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórglæsilegt ávarp forsetans

OlafurRagnarGrimssonÓlafur Ragnar Grímsson er óumdeilanlega góður ræðumaður en ég minnist ekki að hafa heyrt nokkurn forseta fyrr flytja jafn innihaldsríkt áramótaávarp og forsetinn gerði nú. Hann talaði um þrískiptingu valdsins sem hefur farið halloka og það hafi bitnað a´eftirlitskerfinu. Siðvæðingin mun ekki verða nema með þjóðarvilja sem er hornsteinn lýðræðisins og minnti á hlutverk forseta í því sambandi.  Forsetinn blés þjóðinni kjark í brjóst og hvatti til samstöðu. Þetta eru skýr fyrirheit um að forsetinn muni brúa þá gjá sem myndast hefur milli þings og þjóðar.  Við hofum ver að vinna. Áfram Ísland!


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband