Færsluflokkur: Ljóð
Ekki semja barnabörnin í fátækt
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Þetta er sjálfsagt vel meint en það er til önnur og betri leið: Í stað þess að hneppa komandi kynslóðir í skuldafjötra getum við hert sultarólina tímabundið og síðan gert eins og Færeyingar og aukið tekjur okkar af sjávarútvegi. Við getum fækkað sendiráðum og sem betur fer sluppum við við öryggisráðið og getum nýtt þá peninga til atvinnuuppbyggingar. Þá munum ekki þurfa að hafa það á samviskunni að hafa skuldsett ókomnar kynslóðir.
Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!
IMF-beiðni frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekki benda á mig, það voru vinkonur mínar sem áttu hugmyndina.
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!
Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Mæt kona vestan af Fjörðum, Ólína Þorvarðardóttir, kom þeim skilaboðum til bloggvina sinna að þeir hvetji allir sem einn til aflúsunar íslenskra þjóðmála. Ég vil þakka Ólínu þessa góðu ábendingu sem mér er ljúft að verða við.
Í Samfylkingunni er ágæt sómakona að nafni Valgerður Bjarnadóttir, sem flutti í byrjun þings breytingatillögu við eftirlaunafrumvarpið (sem hún nefnir réttilega eftirlaunaósómann). Valgerður hefur ekki fengið stuðning flokkssystkina sinna til að koma málinu á dagskrá.
Þær Valgerður og Ólína fá rós í hnappagatið.
Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spillingin grassear í "Nýju" bönkunum sem aldrei fyrr.
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Ég var að horfa á Kastljós þar sem formaður í Félagi fjárfesta var hjá Sigmari, þar sem hann lýsti því hvernig reynt hefur verið að mismuna hluthöfum sem er ólöglegt samkvæmt hlutafjárlögum. Spillingin grasserar sem aldrei fyrr í Nýja Glitni, Nýja Landsbanka.
Er ekki kominn tími á kosningar?
Persónulegar ábyrgðir starfsmanna felldar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Agentar" endurbornir?
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Vilja ESB-aðild og evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvert stefnir Ísland? 3 möguleikar til lausnar vandans
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Hægt er að laga viðskiptajöfnuðinn með þrennum hætti: Sparnaði, lántöku eða auknum tekjum. Ríkistjórnin einblínir á auknar lántökur þó við séum nú þegar orðin skuldsettasta þjóð í heimi. Skuldir þjóðarinnar eru orðnar svo miklar að það mun taka nokkrar kynslóðir að borga þær samt halda ráðamenn Íslands áfram að krjúpa við fótskör allra þeirra þjóðhöfðingja sem þeir komast í færi við.
En það eru til aðrar leiðir. Fyrrum sjávarútvegsráðherra Færeyja hefur lýst því í blaðaviðtölum hvernig Færeyingar komust út úr sinni bankakreppu, með því að afnema kvótakerfið og koma á sóknarstýringu, sem varð m.a. til þess að allt brottkast hvarf.
Við gætum líka farið rótækari leið:
Sjávarspendýr éta 20 sinnum meir en við veiðum og við getum dregið úr þeirra hlut meðan við losum okkur við skuldir. Ef við getum ekki selt hvalkjöt getum við leigt Japönum kvóta. Eittvað getum við veitt sjálf til eldis á fóðurfiski. Þá myndu Norðmenn grátbiðja um á fá að nota íslenska krónu.
Báðar þessar leiðir eru löglegar og hvorug gengur gegn banni við sölu hvalafurða milli landa. að sjálfsögðu myndum við gæta hófs og stýra þessu vel innan marka sjálfbærrar nýtingar.
Styðja lán til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Boðuð þverpólitísk mótmæli gegn ríkisstjórninni!
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Íslenska þjóðin er á móti ríkistjórninni. Áhrifamenn í Samfylkingunni skynja þetta og eru mjög áberandi á mótmælafundum á Austurvelli og í Tjarnargötu, sem beinast gegn ríkisstjórninni. Sjálfstæðismenn eru líka ósáttir við ýmislegt hjá ríkisstjórninni t.d. að utanríkisráðherra skyldi krefjast tafarlausra samninga við IMF án þess að kanna skilyrði sjóðsins. Þeir eru óánægðir með að að Samfylkingin skuli sífellt vera a klifa á að hún vilji að Ísland gangi í ESB, stundi einelti á Davíð og hún hafi engar efnahagslausnir þvert á móti hafi hún orðið til þess að framkvæmdir á Bakka voru blásnar af. Þá finnst þeim leiðinlegt að trúnaðarupplýsingar skuli leka.
Hvernig væri að sjálfstæðismenn sameinuðust nú samstarfsfólki sínu í ríkisstjórn með því að taka þátt í mótmælum gegn ríkistjórninni? Þannig væri hægt að mynda það sem geðlæknar kalla jákvætt og uppbyggilegt hópefli, sem myndi þjappa þjóðinni saman og leiða hana gegnum erfiðleikana.
Myndirnar eru teknar fyrir og eftirtilhugalíf.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjálfstæðisflokkurinn klofinn Varaformaðurinn með bakland í samstarfsflokknum
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Varaformaðurinn er ókrýndur leiðtogi þeirra sjálfstæðismanna sem vilja fórna hagsmunum sjávarútvegsins með því að ganga í ESB í von um baunadisk. Hópur menntamanna innan Samfylkingarinnar, sem aldrei hefur flakað ýsu hvað þá pissað í salt vatn skilja ekki möguleika sjávarútvegsins en sjá sjálfan sig í hyllingum sem vellaunaða starfsmenn í Brussel, fulltrúa fátæks og skuldsetts grjóthólma í N- Atlantshafi. Valdabarátta er hafin innan Sjálfstæðisflokksins og varaformaðurinn á tryggt bakland í samstarfsflokknum.
Bretar voru hundfúlir að þurfa að hætta að veiða við Íslandsmið. Þess vegna vilja þeir ólmir fá okkur í ESB til að ná fyrri stöðu. Getur verið að þeir Gordon Brown og Darling hafi vísvitandi komið Íslendingum á hné til að aðstoða íslenska flokksbræður sína að klára verkið?
Tilbúin að endurskoða afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Samfó buffar samstarfsflokkinn sem er vankaður
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Þetta er mögnuð staða. Samfylkingin nýtur þess að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu t.d. með því að framámenn hennar taka þátt í opinberum mótmælum. Sjálfstæðismenn eru vankaðir og milli steins og sleggju því þeir vilja umfram allt ekki kosningar. Þetta rifjar upp boxlýsingu hjá Bubba og Ómari: Bubbi æpir: "Hann ver sig ekki" "Hann ver sig ekki". Ómar ákveðinn: Búð spil, Bubbi æstur: Hann er vankaður. Ómar: Hægri, vinstri, upphögg. Bubbi: Þetta er tær snilld. Ómar: Þetta er það flottasta sem ég hef séð lengi, nei sjáðu hann er nefbrotinn. Bubbi: "Gargandi snilld"
Samfylking afneitar Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Davíð svaka fyrndinn sjá myndband
Fimmtudagur, 30. október 2008
Sjáið þetta skemmtilega myndband hér
Annars virðist það lenska hjá mörgum að kenna Davíð um allt sem aflaga fer. Það gengur þó fulllangt að ráðherrar Samfylkingarinnar kenni honum um það sem þeir gera sjálfir samanber vaxtaákvörðunina sjá eftirfarandi yfirlýsingu seðlabankans hér
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)