Færsluflokkur: Bækur
Nakinn maður kemur fram fyrir hönd Íslands
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Páll Skúlason fyrrum háskólarektor var ágætur í viðtali hjá Evu Maríu á sunnudaginn. Sjá hér Hann talaði fyrir gömlum gildum um samvinnu og samhjálp sem hafa orðið útundan í græðgisvæðingunni sem nú hefur orðið okkur að falli. Hann talaði líka um spillingu, sem væri umtalsverð en taldi að flestir stjórnmálamenn vildu vel þó þeir hefðu sofið á verðinum og gerst sekir um landráð af gáleysi. Sá sem mesta sök ber er auðvitað sjálfur forsætisráðherrann sem hafði yfirumsjón með því að einkavinavæða bankana á sínum tíma meðan hann var fjármálaráðherra.
Helstu rök Geirs gegn kosningum eru þau að hann sé svo mikilvægur til að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar. Myndin birtist í stærsta dagblaði í Noregi.
![]() |
Togast á um Icesave-kjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Samfélagslegt sorp
Mánudagur, 22. desember 2008
Síðastliðinn föstudag héldum við í hverfisráði Breiðholts síðasta fund fyrir jól og fengum góða gesti, því auk hefðbundinna mála veittum við starfsmönnum sorphirðunnar í Breiðholti viðurkenningu og dálita umbun fyrir samviskusamlega unnin störf í þágu umhverfismála.
Af þessu tilefni bauð hinn vaski formaður okkar Brynjar Fransson (sem stendur á efstu myndinni) gesti okkar velkomna með þessum orðum: "Ágætu gestir, fyrir hönd hverfisráðs Breiðholts er mér sönn ánægja að bjóða ykkur innilega velkomin til að taka á móti viðurkenningu fyrir vel unnin störf, sem við erum öll þakklát fyrir. Nú háttar svo til að það er mikið rusl í þjóðfélaginu, flestir finna það á buddunni, enn aðrir finna það á skrokknum og siðast en ekki síst sálinni. Hreinsunarstarfið er hafið, en ég hef enga trú á að það hreinsunarstarf verði unnið af jafn mikilli kostgæfni og þið vinnið ykkar starf. En ef svo verður heiti ég því að þeir sem að því verki koma munu fá samskonar verðlaun og þið. "
Gerður var góður rómur að þessari snjöllu ræðu og að henni lokinni fengu menn sér hressingu og ræddu um sorphirðu og fleiri þjóðþrifaverk.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gísli Marteinn afhjúpar leyndarmál:
Mánudagur, 22. desember 2008
Gísli Marteinn hefur nú afhjúpað af hverju hann þáði laun þó hann væri ekki búsettur á landinu. Hann og Hanna Birna óttuðust að ef hann færi af launaskrá, teldi fólk að fleygur væri á milli þeirra sjá tilvitnun úr heimasíðu Gísla:
"Það er til marks um breytta tíma í þjóðmálunum að þegar ég komst inn í Edinborgarháskóla og sagði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og öðrum félögum mínum frá því, voru áhyggjur okkar þær að námið mitt myndi koma út einsog flótti væri brostinn í borgarstjórnarflokkinn. Ég segi einsog stundum er sagt: Ef aðeins það væru áhyggjur okkar núna. En eftir það sem á undan var gengið í borgarmálunum, vildum við ekki að fólk héldi að einhver fleygur væri í samstarfi okkar Hönnu Birnu og borgarstjórnarflokknum héldist ekki á sínu fólki. Okkur fannst því betra að ég myndi vera áfram einn af borgarfulltrúum okkar."
Þetta kemur samt of seint hjá Gísla
![]() |
Gísli Marteinn tekur sér launalaust leyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 06:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nú er í tísku að krefjast launalækkunar
Sunnudagur, 21. desember 2008
Nú er greinilega að komast í tísku að krefjast þess að fá lægri laun. fyrstur var einn bankastjórana, þá komu þingmenn, ráðherrar og nú forsetinn. Vonandi, fyrir okkur skattgreiðendur verður þess skammt að bíða að æðstu embættismenn muni keppast við að hafa lægstu launin á sínum vinnustað? Á almennum markaði hafa fjöldi manna ýmist beðið um eða samþykkt launalækkun til að halda vinnunni. Ég ég myndi samt ekki endurráða sömu ríkisstjórn þó hún byðist til að halda áfram í sjálfboðavinnu.
![]() |
Ólafur Ragnar fer fram á launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Enginn niðurskurður í Afganistan
Sunnudagur, 21. desember 2008
Það er enginn niðurskurður hjá íslenska ríkinu í Afganistan. Fyrr á árinu fór Ingibjörg til Afganistan, til að kynna sér landlægar og aldagamlar ættflokkadeilur þarlendra. Þá ákvað hún að auka þátttöku Íslands hernaðinum og sagði meðal annars: Þetta er gríðarlega öflugt, hæft og vel menntað fólk sem ég hitti hér í kvöld. Við getum verið mjög stolt af Íslendingum sem eru að starfa hérna, því þetta er kraftmikið og kjarkmikið fólk.
Þessir afgönsku lögreglumenn höfðu að sögn aldrei heyrt um öryggisráðið en vildu samt styðja Ísland í það.
![]() |
Fleiri bandarískir hermenn sendir til Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ríkisstjórnin byrjuð að narta í útsæðið
Laugardagur, 20. desember 2008


![]() |
Ekki hægt að taka inn nýnema |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Það er eitthvað geðugt við Jóhannes í Bónus.
Laugardagur, 20. desember 2008
Það er eitthvað geðugt við Jóhannes í Bónus, hann er alþýðlegur maður sem hefur alltaf nennt að vinna. Velgengni sína í verslun á hann meðal annars að þakka góðu starfsfólki, sem hann umgengst sem fremstur meðal jafningja. Fyrir fáum árum var verið að selja ávexti um allan bæ á svipuðu verði og plastpokinn sem þeir fylltu. Þá gengu starfsmenn samkeppniáseftirlitsins brosandi út úr búðum með jafn fullar körfur og hinir. Núna er Bónus sektaður fyrir að selja ódýra mjólk. Reglur þurfa að vera skýrar og beiting þeirra má ekki vera handahófskennd. Getur verið að þetta harða viðbragð yfirvalda núna gegn Bónus sé tekið undir áhrifum bankakreppunnar?
![]() |
Dapurleg jólagjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Fá kvótahafar niðurfelldar skuldir?
Föstudagur, 19. desember 2008

![]() |
Staðið verði við kröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Litháinn fær engin útflutningsverðlaun
Fimmtudagur, 18. desember 2008


![]() |
Reyndi að flytja þýfi úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Góði fjárhirðirinn Finnur, finnur fé
Fimmtudagur, 18. desember 2008
Finnur Ingólfsson fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins og forveri Davíðs í Seðlabankanum hefur verið ákaflega aðsópsmikill fjárhirðir á undanförnum árum. Finni er mikill fjáraflamaður sem sent verður talinn löstur og í Biblíunni eru menn með þá eiginleka a' geta ávaxtað sitt pund kallaðir "góðir hirðar". Einn núverandi stjórnarþingmanna taldi það líka til mannkost, ef ég man rétt, að hirða fé án hirðis. Ef til vill er "góði fjárhirðirinn" í sérstöku uppáhaldi hjá þessum þingmanni? Til að fyrirbyggja misskilning er fjárhirðir ekki maður sé hirðir annarra manna fé, þó hann hirði kannski um það. Orðabók Menningarsjóðs skilgreinir orðið svona: smali, hjarðmaður 2. gjaldkeri, féhirðir. Við óskum Finni innilega til hamingju
Finnur á góðum degi með læriföður sínum.
![]() |
Milljarðahagnaður á viðskiptum með Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)