Færsluflokkur: Bækur
Drengur góður
Föstudagur, 13. mars 2009
Ég er búinn að þekkja "Kalla" séra Karl V. Matthíasson og fjölskyldu hans síðan við vorum unglingar og bjuggum á Skólavöruholtinu.
Kalli er margbrotinn en ef ég ætti að lýsa honum með tveimur orðum úr Orðabók Menningarsjóðs myndi ég velja réttsýnn og heiðarlegur.
Af öllum öðum málum sem Kalli ber fyrir brjósti standa tvö uppúr þ.e. Hagsmunir sjávarbyggðanna og þjóðarinnar allrar af því að afnema mannréttindabrot og óhagkvæmt kvótakerfi. Og að vinna að vímuefnaforvörnum einkum meðal ungs fólks. Þetta hefur hann viljað gera með því að efla íþróttastarf og önnur heilbrigð viðfangsefni ungs fólks.
Kalli, ég óska þér alls góðs!
![]() |
Karl V. til liðs við Frjálslynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Djúp gjá milli þings og þjóðar í kvótamálum
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Þingmenn sækja atkvæðastyrk til kjósenda en styrk til prófkjörsbaráttu til fyrirtækja. Frambjóðendur eru margir mjög háðir slíkum styrkjum og það endurspeglast síðan í því að þeir framfylgja frekar sjónarmiðum styrktaraðila en kjósenda. Í nýlegri könnun MMR voru 61% svarenda hlynntir því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. Aftur á móti voru 20,7% því andvígir. Þessi skoðun almennings á ekki hljómgrunn á Alþingi þar sem flestum þingmönnum þykir sjálfsagt að brjóta mannréttindi og hundsa álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna til þess að viðhalda vitleysunni sem stuðlaði að því að koma Íslandi á hausinn. Hvað er til ráða fyrir okkur kjósendur?
Það er meira framboð en eftirspurn af svona þingmönnum. Þeir sem ætla í framboð ættu að huga að þessu.
![]() |
61% vilja innkalla kvótann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ólafur Klemensson, sakaður um ákeyrslu á mótmælanda.
Mánudagur, 9. febrúar 2009
Hagfræðingurinn sem keyrði bílinn (efri mynd) og mótmælandinn sem Hermann Valsson, sá sem keyrt var á.
„Ég var að ganga nær inngöngudyrunum að bankanum þegar ég sá bíl sem þar var í gangi. Skipti engum togum en að viðkomandi bakkaði beint á mig,“ segir Hermann Valsson, mótmælandi við Seðlabankann en ökumaðurinn sem Hermann segir hafa keyrt á sig er Ólafur Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum.
„Ég er slæmur í öðru hnénu og lærinu. Ég hentist til hliðar og slengdi hendinni í bílinn. Hann keyrði burt en sá örugglega að ég hentist til,“ segir Hermann og undrast viðbrögð Ólafs. „Hann keyrði burt en sá örugglega að ég hentist til. Það fyrsta sem hann gerir er að fara í lögregluna og heimtar að fá að kæra mig. Hann vildi meina að ég hafi lamið í bílinn en hann keyrði bara á mig,“ segir Hermann.
Heimild DV.is
Ólafur Klemensson í vígahug
![]() |
Mótmælt við Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Málefnin látin ráða
Föstudagur, 30. janúar 2009
Frjálslyndir fagna því að stjórnarkreppu sé afstýrt með því að ný ríkisstjórn er að myndast og munu ekki leggja stein í götu hennar. Þeir munu jafnframt styðja öll góð mál sama hvaðan þau koma.
Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt mikla áherslu á að auðlindum þjóðarinnar verði ekki afsalað nánar um málefni Frjálslynda flokksins á heimasíðunni www.xf.is
![]() |
Frjálslyndir ekki með |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leyfir Hæstiréttur flengingar einungis á börnum?
Þriðjudagur, 27. janúar 2009

![]() |
Gagnrýnir dóm um flengingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ingibjörg skilaði góðu dagsverki
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
![]() |
Bauð Ingibjörgu að verða fjármálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Davíð Oddsson felldi ríksstjórnina
Mánudagur, 26. janúar 2009
Í samtölum við ráðherra og þingmenn Samfylkingarinnar kemur ítrekað fram það það hafi steytt á því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið tilbúinn til að láta Davíð fara eða stokka upp í seðlabankastjórninni eins og það er orðað.
Vinirnir stóðu saman
![]() |
Samfylkingin ekki starfhæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lifir ríkisstjórnin í skjóli veikinda?
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Mér er eiginlega þvert um geð að taka það fram, sem öllum á að vera ljóst að allt ærlegt fólk óskar veiku fólki skjóts og góðs bata, en ég geri það samt, bæði af því að ég geri það af heilum hug og til að forða misskilningi. Það er alveg makalaust að lesa allar þær mærðarlegu bloggfærslur sem lúta að heilsu tveggja stjórnmálamana. Oftast er þetta gert til að koma að gagnrýni á þá einstaklinga, einkum þingmenn sem vilja slíta stjórninni. Af handahófi vel ég tvær færslur hér er talað um tillitsleysi og hér
er varaformaðurinn sakaður um "uppreisn gegn formanninum á sjúkrabeði sem sögð er vera ósmekkleg." Það er kunnara en frá þurfi að segja að núverandi ríkisstjórn er sú óvinsælasta á lýðveldistímanum og hún ríkir í óþökk meirihluta þjóðarinnar og þingmanna sem eru beittir þrýstingi og flokksaga. Á slík ríkisstjórn að að lifa í skjóli í skjóli veikinda tveggja einstaklinga? Er þetta virkilega ígrunduð skoðun ykkar stjórnarsinna?
![]() |
Útilokum ekki breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt 26.1.2009 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Seðlabankinn storkar mótmælendum
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Seðlabankinn virðist nota hvert tækifæri til að ögra mótmælendum og reyna að efna til átaka, nú síðast með því að ætla að halda árshátíð á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut, sem er fjölfarin umferðargata þar sem hætta getur skapast.. Mótmælendur fóru eftir að hafa gengið úr skugga um að árshátíðin hefði örugglega verið blásin af.
![]() |
Mótmælum hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Víkingasveit Seðlabankans mætt
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Þeim sem þetta ritar hefur borist til eyrna að hinn viðskotailli hagfræðingur seðlabankans, Ólafur Klemensson sé mættur á svæðið. Ólafur hefur áður sýnt að hann er til alls líklegur og því má allt eins búast við tíðindum í nótt.
Ólafur Klemensson í vígahug
![]() |
Fjölgar í mótmælendahópi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)