Færsluflokkur: Bækur
Ingibjörg reið séra Karli V. og kúskaði sveitavarginn.
Laugardagur, 24. janúar 2009
Erlendir sérfræðingar hafa bent á það að trúverðugleiki Íslands og þar með vaxtakjör muni batna verði skipt um ríkisstjórn. Kannski að það sé ásamt vaxandi þrýstingi í samfélaginu þess valdandi að mikil ókyrrð er í Samfylkingunni varðandi stjórnarsamstarfið..Ágreiningurinn er orðinn svo augljós að honum verður ekki leynt. Ingibjörg Sólrún er ein þeirra sem vill ríghalda í samstarfið við Geir sem hún kyssti svo innilega á Þingvöllum fyrir 18 mánuðum síðan. Gegn þessu standa 12 þingmenn af 18 þ.m.t 2 ráðherrar ásamt varaformanni flokksins, studd af m.a.samfylkingarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Auðveldara virðist fyrir Ingibjörgu að kúska sveitavarginn, með nokkrum undantekningum. Þannig lagði séra Karl Matthíasson til að 30.000 tonna kvótaaukningin rynni til þjóðarinnar en ekki til kvótagreifanna. Hermt er að Ingibjörg sér Karli afar reið fyrir tiltækið.
![]() |
Meiri biðlund á landsbyggðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Lélegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar á förum
Föstudagur, 23. janúar 2009
Lélegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar, þeirrar er minnst verður fyrir að hafa sett Ísland á hausinn af vangá, er á förum. "Farið hefur fé betra".
En Geir Haarde, þú færð innilegar bataóskir, vonandi gengur læknismeðferðin vel og þú megir njóta langrar og hamingjuríkra lífdaga
"Láttu þér batna."
![]() |
Geir: Kosið í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Samfylkingin 12 af 18 þingmönnum vilja stjórnarslit Munar um Sleggjuna
Föstudagur, 23. janúar 2009
Ágreiningur er kominn upp í Samfylkingunni þar sem 12 af 18 þingmönnum flokksins styðja ekki stjórnina lengur, eftir að samfylkingarfélögin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lýstu því yfir að þau vildu slíta stjórnarsamstarfinu tafarlaust. Að því gefnu að þessar heimildir séu réttar stenst stjórnin ekki vantraust þó Kristinn H. Gunnarsson greiði henni atkvæði nema einhver tólfmenningana sitji hjá. Í því tilviki gæti atkvæði Kristins bjargað stjórninni.
Getur Sleggjan bjargað stjórninni?
![]() |
Styðja stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eru kosningar = stjórnarkreppa? Rýnum í það.
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Ég er kominn yfir miðjan aldur og því búinn að upplifa margar kosningar mig rekur ekki minni til stjórnarkreppu eftir að ég komst til vits og ára. Samt klifa stjórnarflokkarnir sínkt og heilagt á því að ekki megi kjósa því þá skapist neyðarástand og landið verði stjórnlaust.
Veit þetta fólk ekki að það er að skapaðist neyðarástand á þeirra vakt og þess vegna vill fólk kjósa?
Veit þetta fólk ekki að erlendir sérfræðingar hafa sagt að líklegt sé að Íslendingar fái hærri vexti meðan þeir sem sváfu á verðinum eru enn við völd?
Veit þetta fólk ekki að ASÍ hefur sagt að það vilji fresta kjaraviðræðum vegna þess að ríkisstjórnin sé umboðslaus?
Stjórnarherrarnir hafa líka sagt að ekki megi kjósa fyrr en þeir séu búnir að rannsaka orsakir hamfarana.
Veit þetta fólk ekki að vera þess við stjórnvölinn gerir alla rannsókn ótrúverðuga vegna þess að verk þeirra sjálfra hljóta að vera til skoðunar?
Veit þetta fólk ekki að þeim er ekki treyst?
![]() |
Viljum ekki stjórnarkreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Krafa um breytingar
Fimmtudagur, 22. janúar 2009

![]() |
Framsókn með 17% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Syngjandi lögreglan okkar
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Það er mótmælum ekki til sóma að skemma eigur almennings, enda gengur það þvert gegn inntaki mótmælana sem snúast öðrum þræði gegn ábyrgðarleysi stjórnvalda. Enn fráleitara er að reyna að efna til ófriðar við lögregluna. Skoðun mín er sú að yfirstjórn lögreglunnar beiti valdi sínu af skynsemi og hófsemd enda stýra henni mætir menn. Lögreglumenn eru misjafnir eins og þeir eru margir og auðvitað geta þeir gert mistök eins og við hin í hita leiksins. Mótmælendur eru flestir löghlýðnir borgarar og ættu að styðja lögregluna og lögreglan ætti að styðja mótmælendur í að allt fari friðsamlega fram. Þannig verður komist hjá því að nokkur þurfi að meiðast. Ég sendi lögreglumanninum sem meiddist innilegar bataóskir.
Við viljum vonandi öll heldur sjá lögregluna við söng og umferðafræðslu í skólum frekar en að hún þurfi að ganga með skildi og kylfur.
Einstaka menn hafa haft uppi grófa ofbeldistilburði
![]() |
Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir og Lási kokkur
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
![]() |
Mótmælendur við Stjórnarráðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mótmælin báru árangur
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Samkvæmt heimildum sem ég tel áreiðanlegar eru nú allar varnir að bresta hjá stjórnarflokkunum gegn því að halda kosningar í vor. Umræður féllu niður í dag en áætlaður er þingfundur á morgun þar sem forsætisráðherra mun gefa skýrslu um ástandið og mun stjórnarandstöðunni gefast möguleiki á að tjá sig. Rætt er um að formenn flokka víki en mér líst betur á utanþingsstjórn en að formennirnir standi álengdar með fjarstýringuna.
Forsetinn er lýðræðislega kjörinn og fullr-trúi allrar þjóðarinnar.
Hann hefur valt til að boða til kosninga: 24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
![]() |
Rætt um efnahagsmál á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kveðjur frá mótmælenda Íslands
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Í dag loga eldar réttlátrar reiði um allt samfélagið. Aðal mótmælin fara fram á sjálfu byltingartorginu Austurvelli en einnig er mótmælt viða um land Akureyri, Selfossi, Egilsstöðum og Ísafirði. Allstaðar hljómar krafan: Kosningar strax.
En mótmælandi Íslands er nú kominn á Grund. Mann mótmælti í mörg ár þeim Davíð Búss og Halldóri. Öldungurinn fagnaði í gær síðasta starfsdegi Búss og fékk sér kakó. Hann hafði ekki tök á að orna sér við eldinn af jólatrénu en sendi unga fólkinu hlýjar kveðjur.
![]() |
Óslóartréð borið á bálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sauðdrukkinn ökumaður neitar að afhenda lyklana!
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Ríkisstjórnin er eins og sauðdrukkinn ökumaður sem hefur keyrt á ljósastaur. Bíllinn er illa laskaður og tæplega í ökufæru standi frekar en ökumaðurinn, sem neitar að afhenda móður sinni lyklana og uppástendur að hún hafi lánað sér bílinn í a.m.k 4 ár. Móðirin veit að dólgurinn er ótryggður og því mun það lenda á henni að borga bílinn og ljósastaurinn.
Einboðið er að hringja í Vöku, láta draga bílinn og koma dólgnum, sem þykist vera að redda öllu, í bælið til að sofa úr sér vímuna. Hann mun vonandi vakna með móral.

![]() |
Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)