Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Djúp gjá milli þings og þjóðar í kvótamálum

Þingmenn sækja atkvæðastyrk  til kjósenda en styrk til prófkjörsbaráttu til fyrirtækja. Frambjóðendur eru margir mjög háðir slíkum styrkjum og það endurspeglast síðan í því að þeir framfylgja frekar sjónarmiðum styrktaraðila en kjósenda. Í nýlegri könnun MMR voru  61% svarenda hlynntir því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. Aftur á móti voru 20,7% því andvígir. Þessi skoðun almennings á ekki hljómgrunn á Alþingi þar sem flestum þingmönnum þykir sjálfsagt að brjóta mannréttindi og hundsa álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna til þess að viðhalda vitleysunni sem stuðlaði að því að koma Íslandi á hausinn.  Hvað er til ráða fyrir okkur kjósendur?400799nsVR_w

 

 

Það er meira framboð en eftirspurn af svona þingmönnum. Þeir sem ætla í framboð ættu að huga að þessu. 


mbl.is 61% vilja innkalla kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný skoðanakönnun um hvalveiðar

Því hefur varið haldið fram af fylgjendum hvalveiða að Íslendingar þurfi á gjaldeyrinum og atvinnunni að halda. Jafnframt er því haldið fram að hvalir éti 20 sinnum meira en við veiðum.

Hvalverndarmenn halda því fram að hvalveiðar skaði ferðaþjónustu. Auk þessmuni Evrópusambandið ekki leyfa hvalveiðar ef Íslendingar ganga í það.

Margir veitingahúsaeigendur hafa sagt að hvalkjöt sé ekki síst vinsælt meðal útlendinga.

Hvorn málstaðinn styður þú?   Er hvalkjöt lostæti eða viðbjóður?20061206185330710


mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar í endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfir Hæstiréttur flengingar einungis á börnum?

Hæstiréttur  (sjá) felldi nýlega dóm þar sem maður var sýknaður fyrir að flengja tvo drengi fjögura og sex ára.  Við deilum ekki við dómarana. En hverja finnst ykkur lesendur góðir að að ætti að leyfa að flengja, fyrst þetta er leyft á annað borð?Spanking
mbl.is Gagnrýnir dóm um flengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg skilaði góðu dagsverki

Ingibjörg skilaði góðu dagsverki að losa þjóðina undan þessari döpru og spilltu ríkisstjórn sem er umþaðbil búin að koma þjóðinni á hausinn og gat ekki hreinsað skítinn upp eftir sig sjálf.  Nú er bara spurningin hvað tekur við?
mbl.is Bauð Ingibjörgu að verða fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð Oddsson felldi ríksstjórnina

Í samtölum  við ráðherra og þingmenn Samfylkingarinnar kemur ítrekað fram það það hafi steytt á því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið tilbúinn til að láta Davíð fara eða stokka upp í seðlabankastjórninni eins og það er orðað.         

hannesholmsteinn2                 Vinirnir stóðu saman                                                         c_documents_and_settings_jakobina_olafsdottir_my_documents_myndir_my_pictures_c_documents_and_settings_notandi_my_d_777193frett-david60


mbl.is Samfylkingin ekki starfhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar á förum

Lélegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar, þeirrar er minnst verður fyrir að hafa sett Ísland á hausinn af vangá, er á förum. "Farið hefur fé betra".  

0713bEn Geir Haarde, þú færð innilegar bataóskir, vonandi gengur læknismeðferðin vel og þú megir njóta langrar og hamingjuríkra lífdaga

 

 

"Láttu þér batna." 


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru kosningar = stjórnarkreppa? Rýnum í það.

Ég er kominn yfir miðjan aldur og því búinn að upplifa margar kosningar mig rekur ekki minni til stjórnarkreppu eftir að ég komst til vits og ára. Samt klifa stjórnarflokkarnir sínkt og heilagt á því að ekki megi kjósa því þá skapist  neyðarástand og  landið verði stjórnlaust. 

Veit þetta fólk ekki að það er að skapaðist neyðarástand á þeirra vakt og þess vegna vill fólk kjósa?

Veit þetta fólk ekki að erlendir sérfræðingar hafa sagt að líklegt sé að Íslendingar fái hærri vexti meðan þeir sem sváfu á verðinum eru enn við völd?

Veit þetta fólk ekki að ASÍ hefur sagt að það vilji fresta kjaraviðræðum vegna þess að ríkisstjórnin sé umboðslaus?

 Stjórnarherrarnir hafa líka sagt að ekki megi kjósa fyrr en þeir séu búnir að rannsaka orsakir hamfarana.

Veit þetta fólk ekki að vera þess við stjórnvölinn gerir alla rannsókn ótrúverðuga vegna þess að verk þeirra sjálfra hljóta að vera til skoðunar?39aRikisstjornGHHII

Veit þetta fólk ekki að þeim er ekki treyst?


mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar að vakna, unga fólkið mun ráða úrslitum

Spillingaröflin  munu örugglega ekki gefa völdin eftir fyrr en í fulla hnefana enda sjá þau fram á gósentíð að geta afskrifað skuldir og ráðstafað eignum sem komast í hendur bankana. Það má ekki takast því þá mun unga fólkið ekki eiga aðra kosti en að flýja land. Ég trúi því að unga fólkið muni rísa gegn þessu og byggja upp heiðarlegt Ísland.   Burt með spillingarliðið hvar í flokki sem það stendur. 

Áfram Ísland!


mbl.is Enn fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var logið að ráðamönnum Íslands??

Norðmenn eru felmtri slegnir yfir að Íslendingar hafi verið beittir hryðjuverkalögum af Bretum og Evrópusambandinu og þeir sjálfir hafi tekið þátt í að þvinga íslenska ráðamenn til að skuldsetja þjóðina fyrir skuldir bankanna og að afsala réttinum fyrir hönd íslensku þjóðarinnar til að leita til dómstóla. Þannig hafi Norðmenn aðstoðað ESB til að þrýsta á íslenska ráðamenn til að semja komandi kynslóðir í fátækt. Norska þingið fékk aldrei að vita um málið, þingmenn koma af fjöllum og almenningur er sleginn.

 

Frétt ABC um Hryðjuverkalögin  Hér 

Frétt ABC um afleiðingarnar og þátt Norðmanna:  Hér

 

 


mbl.is Norðmenn lýsa undrun á hryðjuverkalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá sjálfstæðismönnum að standa með Árni M. Mathiesen

Það er sjálfsagt til vinsælda fallið að friða lýðinn og auglýsa bankastjórastöðurnar.  En það er gott að sjálfstæðismenn skuli sýna þá staðfestur og drenglyndi að standa með sínum manni Árna M. Mathiesen þó móti blási hjá honum í skoðanakönnunum. Ég er líka ánægður með  big-ArniMMathiesenI4Y1715___jpg_550x400_q95Gísla Martein, sem lýsti því yfír Kastljósi að hann styddi heilshugar þá ákvörðun Árna að ráða héraðsdómara sem minnsta hæfni hefði enda væri hann vel ættaður. Rétt væri af Árna að svara umboðsmanni Alþingis og léti hann fá það óþvegið, enda væri valdið óumdeilanlega hjá ráðherra.

 Árni M. Mathiesen, sýndi mikinn kjark og fórnfýsi með því að taka að sér að gerast dómsmálaráðherra part úr degi til þess að ráða son Davíðs í embættið, eins og til var ætlast, enda mátti búast við að þessi ráðstöfun myndi sæta mikilli gagnrýni.  Það væri því mikið ódrenglyndi af sjálfstæðismönnum að láta hann gjalda fyrir trygglyndi sitt og fórnfýsi.


mbl.is Bankastjórastöður auglýstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband