Færsluflokkur: Menntun og skóli
Aumt hlutskipti lögreglunnar
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Bátur Ásmundar innsiglaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skúbb! Ásmundur á leið í land
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Ásmundur formaðurinn frækni, á Júlíönu Guðrúnu er á leið til hafnar í Sandgerði í fylgd varðskips. Á bryggjunni bíða lögreglumenn og borðalagðir embættismenn en auk þeirra er þar almenningur í þeim tilgangi að fagna þessari sjóbörðu hetju hafsins.
Skúbb! Aldraður sjómaður handtekinn fyrir að mótmæla mannréttindabrotum
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Frá því land byggðist hafa Íslendingar sótt sér og sínum björg í hafið með því að róa til fiskjar. Undanfarnar vikur hafa þeir Ásmundur Jóhannsson (66) og Pétur Valberg Helgason (70) einnig nýtt frumburarétt sinn sem Íslendingar á bátnum Júlíönu Guðrúnu eins og alþjóð veit. Þannig eru þeir að stunda þá einu vinnu sem þeir kunna og mótmæla mannréttindabrotum íslenskra stjórnvalda sem hafa reynt að sölsa auðlindina undir útvalda.
Klukkan 10:00 í morgun var Ásmundur kallaður til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni í Keflavík og kærður fyrir meintar ólögmætar veiðar. Ásmundur tjáði mér að lögreglumennirnir hefðu verið sérlega kurteisir og tekið fram að þetta væri ekki þeirra vilji, þeir væru bara að vinna vinnuna sína. Þannig voru þeir í raun miður sín yfir að þurfa að hlýða kerfinu og trufla þessa öldnu sjógarpa við að mótmæla mannréttindabrotum stjórnvalda. Þessar öldnu hetjur ætla ekki að leggja árar í bát og hætta að mótmæla mannréttindabrotum, fyrr en þau verða aflögð.
"Einungis gyðingar í trúnaðarsambandi við Guð"
Mánudagur, 28. júlí 2008
Þá vitiið þið það kæru kristnu, bahísku og múslimsku vinir: Það eru einungis gyðingar, "Guðs útvalda þjóð" sem nýtur trúnaðarsambands við Guð, þannig að þið getið alveg sleppt því að fara með bænirnar á kvöldin. Í þessu felst réttlæting dagblaðsins Maariv á því að birta bæn Barabama við Grátmúrinn en það hefði verið ólöglegt ef hann hefði verið gyðingur. Sjálfum er mér innilega slétt sama þó ég sé af óæðri kynstofni eða trú að mati einhverra rabbía, sem segja að það standi í biblíunni.
Trúnaður við Grátmúrinn aðeins fyrir gyðinga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sanngjörn og réttmæt krafa um kynlíf?
Sunnudagur, 27. júlí 2008
Hvaða Íslendingar njósnuðu um Halldór Laxness
Laugardagur, 26. júlí 2008
Vitað er að Bjarni Benediktsson hafði frumæði að því að vara bandaríska sendiráðið við Halldóri Laxness. Unnið er að því hörðum höndum, bæði hér og vestan hafs, að fá það upplýst hvaða Íslendingar unnu að njósnum gegn Haldóri og fjölskyldu hans og komu í veg fyrir að verk hans yrðu útgefin ytra. Í ítarlegu viðtali við bókmenntafræðinginn og Íslandsvinin Chay Lemoine greinir hann frá tilraunum sínum til að fletta ofan af samsæri íslenskra og bandarískra yfirvalda. Bæði CIA og FIB halda hlífiskildi yfir lúalegum íslenskum handlöngurum sínum, með því að merkja öll skjöl varandi þessi mál þjóðaröryggisleyndarmál. Fjölskylda Halldórs bindur vonir við að verði Obama kjörinn forseti muni hann aflétta þessari leynd. Að sama skapi hljóta þessir ógeðfelldu ógæfumenn sem lögðu það fyrir sig að njósna um samlanda sína fyrir erlent stórveldi að halda með öðrum frambjóðanda.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lykillinn að lausn efnahagsvandans
Föstudagur, 25. júlí 2008
Ríkisstjórnin hefur sýnt mikinn dug í að reyna að komast í öryggisráðið en stendur algjörlega ráðþrota gagnvart efnahagsvandanum. Veðbólga hefur ekki verið hærri í 18 ár og fer vaxandi. Helst er talað um að taka erlent lán fyrir 500 eða jafnvel 1000 milljarða króna til að bjarga bönkunum. Vextir af slíku láni yrðu amk 30 til 40 milljarðar á ári. Vanamálið í hnotskurn er ekki flókið við höfum eytt meiru en aflað hefur verið. Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur bent á einfalda og örugga lausn vandans sem sé sú að fara aftur að veiða þorsk við Íslandsstrendur. Þó við myndum ekki veiða nema helming þess afla sem við veiddum áður en kvótaruglið byrjaði myndi skapa tug milljarða beinharðan gjaldeyri og við þyrftum ekki að taka nein lán, jafnvel ekki fyrir öryggisráðsóráðsíunni.
Siðgæðisnefndin komin í málið
Föstudagur, 25. júlí 2008
Eitt sinn þótti það ekki tiltökumál þótt íslenskt sveitafólk velti sér nakið upp úr dögginni á jónsmessunótt. Í gær fengu tvær fullornar og mannbærar konur hland fyrir hjartað af því að þær sáu alsnakinn mann á Esjunni "sem var ekki einu sinni í sokkum". Hvílík skömm og hvílík hneisa, vonandi ná þær sér blessaðar konurnar eftir að hafa séð nakinn karlmann í fyrsta sinn og það í björtu. Ekki dugði því minna en að senda helftina af öllu lögreglu- og hjálparsveitaliði SV- landsins.
Sú var tíðin að kynlegir kvistir gengu um götur og torg. Ég get nefnt dæmi um Lása kokk, Hauk pressara, Valla graða Gvend dúllara og marga fleiri. Allir tóku þessir menn þátt í þjóðfélaginu, sumir voru sendlar aðrir í uppvaski eða við að pressa föt. Núna eru þessir menn umsvifalaust sendir á Klepp! Þvílíkt rugl. Þegar ég var barn horfði ég á þjóðkunnan stjórnanda symphoníuhjlómsveitarinnar æfa sig alsber úti í á að stjórna stóru verki.
Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég fer í fríið. "Syndsamlega gott veður"
Föstudagur, 18. júlí 2008
Þegar ég var á unglingsárum, kynntist ég gamalli norskri konu sem lifði meinlætalífi og raulaði fyrir munni sér sálma. Þar sem ég var þá nýbyrjaður að læra dönsku er mér minnisstæð ein ljóðlína: "En glædestund ii dette liv maa betales med sorg paa himmelen" (Seinna frétti ég að þetta væri eftir sjálfan Björnstein Bjornson eitt mesta sálmaskáld Norðmanna.) Þegar veðrið var svipað því sem það er núna í dag sagði gamla konan gjarnan að veðrið væri "syndsamlega gott" og hélt sig innandyra, til að falla ekki í freistni. Blessuð sé minning gömlu konunnar og ég vona innilega að hún njóti nú veðurblíðunnar á himninum, því hún á það svo sannarlega skilið.
Sjálfur get ég ekki beðið svo lengi. Með sól í sinni er ég búinn að taka til ferðabúnaðinn og held með dóttur minni vestur á Snæfellsnes í góða veðrið, þar sem við hittum fyrir restina af fjölskyldunni á "stórættingjamóti".
Verður þetta til þess að ég þurfi að norpa í kvenmannslaus í kulda og trekk hinumegin en gamla konun muni halda sig á baðströnd og sötra kók með röri? Spyr sá sem ekki veit.
Tek nú samt sénsinn á þessu og óska ykkur alls góðs.
Undirskriftalisti til stuðnings Ásmundi Jóhannssyni
Fimmtudagur, 17. júlí 2008
http://www.petitiononline.com/asmundur/petition.html
Ásmundur Jóhannsson hefur lagt eigur sínar í hættu með því að bjóða kerfinu byrginn í þeim tilgangi að hnekkja víðtækum mannréttindabrotum stjórnvalda hér á landi.
Lífsglaður baráttumaður:
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)