Utanríkisráðherra

Stundum hefur það dugað stjórnmála mönnum til fylgis að geta bent á töfralausnir svo sem sauðnaut, mink og  laxeldi. Sjónhverfingar eins og að leysa tröllvaxin vandamál sjávarútvegs með því að okra á byggðakvóta eru af sama toga. Ljóst er að ekki er hægt að kenna krónunni um verðbólgu, ekki frekar en hægt er að kenna henni um hagstjórnarleg mistök. Og ekki verður krónunni kennt um að ríkissjónin fór ekki að ráðum OECD sem hvatti hana til að draga úr þenslu en þeir vildu ekki hlusta. Nú virðist það henta mörgum að fá blóraböggul, þá beinist athyglin frá þeim sjálfum og þeir geta á meðan einbeitt sér ótruflaðir að því að leysa vandamál Íraks og Afganistan. newgov_11.06.07

  • Nú liggur fyrir að ef við missum krónuna töpum við hagstjórnartæki og hér gæti myndast stórfellt atvinnuleysi ef tekjur dragast saman.
  • Enn meiri nauðsyn yrði að  sýna varkárni í hagstjón því ekki væri hægt að breyta gengi, þó tekjur brygðust
  • Algjör nauðsyn yrði að sýna hófsemd í launahækkunum af sömu  ástæðum, að öðrum kosti brysti á fjöldaatvinnuleysi.
  • Upptaka Evru er því aðeins möguleg að Ísland gangi í Evrópusambandið og afsali sér forræði yfir fiskimiðunum.
  • Jafnvel þó samningar myndu nást um slíkt tæki ferlið 5-6 ár.
  • Skilyrði fyrir inngöngu er að hér sé verðbólga undir 2,5%, þannig að það eru blekkingar að Íslendingar geti komið verðbólgunni niður með því að ganga í Evrópusambandið. Því er öfugt farið.
  • Með því að utanríkisráðherra er sífellt að tala niður krónuna er hún að dýpka vandann og fjarlægjast markmið sitt sem er að koma Íslandi í Evrópusambandið.

mbl.is Erfiðar ákvarðanir framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Einhver verður að taka þetta verkefni að sér.

Sigurður Þórðarson, 30.3.2008 kl. 14:33

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Siggi er góður í þessu og stendur sig vel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 15:24

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góð grein Siggi minn, og tek ég undir tillögur Guðlaugs! En það sem mér finnst einnig vera +aberandi í þessu er óráðssía ráðamanna þegar við kemur þessu atriði. Hver talar í sínu horni og get ég ekki séð að Geri Harði né ISG séu mjög sammála.

Í fréttinni stendur:

[..] margir í Sjálfstæðisflokknum hafa horft til einhliða upptöku Evru.

Í fyrsta lagi er slíkt ekki hægt samkvæmt Brussel, og ættu þeir að vita manna best þar sem G. harði hitti ráðamenn þar og fékk þessa niðurstöðu. Í öðru lagi hef ég engan Sjálfsæðismann heyrt segja svona og skil ég ekki hvaðan þetta kemur. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.3.2008 kl. 18:01

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hvaða hagstjórnartæki myndum við missa með Seðlabankanum? Finnst þér aðgerðir hans vera að reynast vel?

Svala Jónsdóttir, 30.3.2008 kl. 19:13

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka ykkur Ásthildur, Guðsteinn og Viðar. Þakka þér líka Svala fyrir þína ágætu spurningu. Það má kannski deila um verk  seðlabankans ekki er hann hafin yfir gagnrýni en hann á sama rétt á sanngirni og aðrir. Staðreyndin er sú að seðlabankinn hefur staðið aleinn vaktina gegn verðbólgunni. Hann hefur enga aðstoð fengið frá ríkisstjórninni. Þvert á móti hefur hún hellt olíu á eld. Ekki var afnám hátekjuskattsins seðlabankanum að kenna. Ekki voru 90% húsnæðislánin seðlabankanum að kenna og svo mætti lengi telja.  Ekki kennum við krónunni eða seðlabankanum um að flest sveitarfélög hafa eytt um efni fram. Og svo mætti spyrja að lokum hvar stæðum við í dag ef við værum með evru?

Sigurður Þórðarson, 30.3.2008 kl. 20:39

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Furðulegt tal um þetta mál með lækkun krónunnar! Og svona margir "sérfræðingar að pæla í þessu! Það er eins allir séu á bálakafi í smáatriðum sem skipta nákvæmlega engu máli þegar þarf að spyrja bara einfaldra spurninga:

no.1 Hverjir eiga stærstu færslurnar út úr landinu síðustu 24 mánuði?

No.2 Skráði Seðlabanki þessar uppkæpir niður eða tilkynnti ekki bankinn færslurnar?

No.3 Ef allt er skráð eins og lög gera ráð fyrir, hvað geita þeir sem gerðu þessar risafærslur?

No.4 Ef Seðlabanka var ekki tilkynnt neitt, er byrjað að rannsaka bankana?

No.5 Er #viðkvæmir aðilar innblandaður svo þetta verur eins og samræður hjá trillukörlum á Grandakaffi, sem eru þó alla jafna rökréttari og hreinni umræður og skorinorðari en þessar ótrúlega "loðnu umræður" þegar eitthvað heyrist í fólkinu sem ber "ábyrginga"

No.6 Halda Seðlabankamenn og Bankastórar að þeir geti kjaftað sig úr úr þessu og eytt málinu eða "þæft málið" þangað til að þúsundir manna eru komnir á hausinn?

No.7 Verða "mótmælinn" bara orðaleikir á blogginu og gáfna- og hneyksliskeppni?

No.8 Eru Íslendingar virkilega orðnar svona þrautþjálfaðar skræfur að þeir geti ekki tekið til hendinni á einhvern hátt?

Við Íslendingar erum algjör MEGAFÍFL og ráðaleysinu virðast engin takmörk sett. Davíð greyið getur líklegast ekki kært neinn, því hann er með allt niðrum sig sjálfur! Eða verður þetta bara afgreitt í spaugstofunni og svo hlægja menn að þessu sem brandara skuldigur upp fyrir haus.. íslenddingar er algjörlega með þetta á hreinu allir saman í kór!!!

Óskar Arnórsson, 30.3.2008 kl. 22:20

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Til fjandans með stafsettningarvillurnar, ég er hvort eð er að berjast fyrir því að af-íslenskast eins flótt og hægt er, áður en þessi íslenski þvælu og bull vírus nær tökum á mér...

Óskar Arnórsson, 30.3.2008 kl. 22:25

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi sæti.

Þetta stjórnarlið þarf að taka á þessum vanda núna. ESB og Evran leysa engan vanda akkurat núna. Óþolandi þegar fólk gerir í því að grafa undan þjóðinni. allt í lagi þótt það grafi undan sjálfum sér en að það hafi afleiðingar fyrir okkur öll get ég ekki sætt mig við. Siggi af því að þú ert nú sætur getur þú ekki pantað viðtal hjá Ingibjörgu Sólrúnu  og komið vitinu fyrir hana áður en allt fer í vitleysu.

Áfram Siggi sæti sem hefur verið kjörinn:  "stjórnarandstæðingur Íslands" Verðugt verkefni, allavega núna á meðan Samfylkingin stendur ekki við nein loforð. Þeim líður svo vel í bólinu hjá Geir og co og er andvaraleysið algjört á meðan.

Ég er með Petríska orðabók og fann þar  nafn em Pétur Þorsteinsson prestur hjá Óháðasöfnuðinum hefur gefið Geir H. Haarde forsætisráðherra = Geirharður í Granaskjóli. ætli hafi farið fram skírnarathöfn. Pétur er alveg óbetranlegur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.3.2008 kl. 23:03

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ingibjörg Sólrún sagpi í blaðaviðtali að hún ætlaði að kalla enhverja íslenska senráðsstarfsmenn heim til að lækna ímundunarveiki bankamanna! Sástu viðtalið! Hún er enn undir áhrifum frá Afganistanferðinni, enda eru þeir með sterka útflutningsvöru...

Óskar Arnórsson, 30.3.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband