Færsluflokkur: Evrópumál

Fengi Alain Lipietz að ganga í Samfylkinguna?

VP_AlainLipietzAlain Lipietz franski þingmaðurinn á Evrópuþinginu, einn þeirra sem kom að því að semja lögin sem Bretar og Hollendingar byggja kröfu sína á sagði í Silfri Egils að enginn lagalegur grundvöllur væri til þess að krefja íslensku þjóðina um greiðslu.  Fyrir Bretum og Holledingum vakti að gera Ísland að efnahagslegri nýlendu til langs tíma.

 

Því stærri sem meirihlutinn verður sem fellir frumvarpið því betri verður samningsstaða Íslands.


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð tillaga frá Lilju Mósesdóttur til lausnar Icesave

lilja-mosesdottir-frettLilja Mósesdóttir hagfræðingur hefur oft vakið athygli fyrir að koma með frumlegar tillögur.   Sú alvarlega staða sem upp er komin vegna sjálfheldu Æsseifmálsins, kallar á frjóa og frumlega hugsun sem öllum er ekki gefin. 

Eftir frábæra frammistöðu forsetans og Evu Joly hefur skapast nýtt sóknarfæri.  Mér finnst vinstri græn ættu að gefa Lilju svigrúm til að fylgja hugmyndum sínum eftir. 

Það er engu að tapa en allt að vinna.


mbl.is Vill þýskan sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frestur á illu bestur

Evrópusambandið hefur nú sent Íslendingum skilaboð: Þjóðaratkvæðagreiðslan getur tafið innlimun Íslands í Kæfubelginn Brussel. Nú er Evrópufylkingin viðþolslaus, hún er meira en fús til að leggja Klafann sem vöggugjöf í hvílu hvílu hvítvoðunga þessa lands.

Einn talsmanna Evrópufylkingarinnar, Þórunn SveinbjaW020090930486454367085rnardóttir hefur sagt að þjóðaratkvæðagreiðslan sé barátta upp á líf eða dauð milli forsetans og ríkisstjórnarinnar.

Þannig tryggir Evrópufylkingin það að þó þjóðin hafni aðild að ESB núna muni börnin þegar þau vaxa úr grasi neyðast til að greiða með auðlindunum þegar annað verður ekki til að greiða með.

Gordon Brown treystir á flokksbræður sína á Íslandi

 

 


mbl.is Gæti frestað aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly reynir að telja kjark í ríkisstjórnina

eva-joly247x165Ólíkt hafast þau að forsetinn og Eva Joly annars vegar sem tala fyrir málstað Íslendinga og Samfylkingin sem túlkar málstað Breta og Hollendinga og reynir allt hvað hún getur til að koma þjóðinni í Evrópusambandið  þó það kosti að þjóðin verði  leidd þanggrimsson_dsc105063nn í skuldafjötrunum Icesave.

Einn helsti talsmaður Samfylkingarinnar Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði nýlega að  sú aðgerð forsetans að leyfa almenningi að ráða framtíð sinni með því að kjósa um Æsseif þýddi að ríkisstjórnin væri komin í baráttu við forsetann upp á líf eða dauða. Skynsömu fólki líður ekki vel að þessi ísbjarnardrottning sem treyst er fyrir hagsmunum okkar skuli líta á besta talsmann íslenskra hagsmuna á erlendri grundu sem óvin ríkisstjórnar Íslands númer 1. Og aðstoðarmaður forsætisráðherra hefur hnýtt í og sent Evu Joly tóninn fyrir að taka málstað þjóðarinnar.

Íslendingar þurfa kannski vinveittar þjóðir en þeir þurfa samt fyrst og fremst vinveitta ríkisstjórn

 


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur snýr við blaðinu og styður Indefence..

 
"Ábyrgð ríkisins ekki skýr! Ósáttur við að hafa ekki fengið dómstólaleiðina! Gallaðar ESB-reglur hluti vandans! Ergo sameiginleg evrópsk ábyrgð! Óbætt tjón af völdum breskra yfirvalda!"
 
 
 
 Þetta líkar mér  "Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar" Þetta er ekki rétti tíminn til að vera með eitthvað ESB mjálm og kyssa á vöndinn. Batnandi mönnum er best að lifa.
 
Við Íslendingar fáum ekki öflugri talsmenn en Steingrím og Ólaf Ragnar Grímsson, sem brillerar á BBC.
 
Guð láti  gott á vita þegar þeir standa saman.
 
 

 


mbl.is Breska ríkisútvarpið ræðir við Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórunn Sveinbjarnar: Forsetinn eða ríkisstjórnin upp á líf eða dauða

 

Ríkisstjórnin að vígbúast - Bretar styðja ríkisstjórnina - Þórunn Sveinbjarnar: Ríkisstjórnin eða forsetinn - Upp á líf eða dauða

 

 Þórunn Sveinbjarnar: Forsetinn eða ríkisstjórnin 72556688upp á líf eða dauðaolafur-ragnar-grimssonskjaldarmerki

gordonbrownpm_898_18193518_0_0_7002804_300 british_flag


mbl.is Jóhanna ræddi við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvörðun forsetans fyrsta skrefið í átt til endurreisnar Íslands

getfileÞessi Fitch sem ríkisstjórnin hefur nú keypt þetta lánshæfismat hjá til heimabrúks hefur ekkert gildi því íslenska ríkið hefur hvort sem er löngu hætt að geta slegið meiri lán á alþjóðlegum mörkuðum, sem betur fer nægar eru skuldirnar samt.

Hvernig ætli standi á því að  Bretar þvinga að þvinga þjóð sem þeir segja að sé gjaldþrot til að borga skuldir einkabanka með himinháum vöxtum.  Mönnum er tíðrætt um vinveittar ríkisstjórnir.  Mikilvægara er að hafa stjórnvöld sem standa með íslensku þjóðinni. Það gerir forsetinn en ekki ríkisstjórnin.

 Ákvörðun forsetans fyrsta skrefið í átt til endurreisnar Íslands!

 


mbl.is Fitch lækkar lánshæfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heill forseta vorum og fósturjörð

Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslenska lýðveldisins:

"Þátttaka þjóðarinnar er forsenda farsællar til lausnar"

 

Takk fyrir


mbl.is Gefur sér að forsetinn synji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusinnar borða ekki skötu

skata2-s Við eru nokkrir skólabræður sem tókum upp þann sið fyrir allmörgum árum að fara út og boða skötu á Þorláksmessudag. Stemningin hefur verið svo góð að þetta hefur spurst út og hópurinn hefur stækkað en nú hefur þetta breyst til verri vegar eftir að Samfylkingin ákvað að meðlimirnir ættu að vera evrópusinnar. Þannig voru tvenn hjón sem tóku ekki í mál að smakka skötu en töluðu ákaft um hvað lyktin væri óþolandi. Þeim var boðið uppá saltfisk en þau vildu heldur fá "Bakkalá" en þegar þeim var sagt að það væri saltfiskur fengust þau til að borða og það með bestu lyst. Það var því útlit fyrir að þetta myndi enda ´vel allt þangað til Kolla, sem er ópólitísk þótt hún sé gift flokksbundum samfylkingarmanni laumaðist til að smakka einn bita af skötu og umsvifalaust tjáð að hún gæti sofið í stofunni í nótt.
mbl.is Ekki bara á Þorlák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breska lögmannsstofna: "Æsseifsamningurinn óljós og ósanngjarn"

s_c63252a345a9ba1f74b9cd78b3156bf4Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir slegið þau vopn úr höndum Steingríms og Jóhönnu að ríkisstjórn hennar og Geirs H Haarde hafi skuldbundið ríkið.   Við þetta bætist að  breska lögmannsstofn Miscon de Reya heldur því fram að Æsseifsamningurinn sé óljós og ósanngjarn auk þess sem vextir séu of háir.  Ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig RUV matreiðir þessa frétt ofan í landsmenn.

Nú verðum við að treysta því að Ólafur Ragnar Grímsson gefi þjóðinni færi á að eiga síðasta orðið í þessu mikilvæga máli.

 


mbl.is Samningarnir hættulega óskýrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband