Færsluflokkur: Evrópumál

Evrópusambandið kúgar fé út úr EFTA fyrir markaðsaðgang

2008101595015525Ísland þarf að borga 1300 milljónir árleg fyrir tollfrjálsan aðgang sjávarafurðira frá Íslandi: 950 tonn af heilfrystri síld, 520 tonn af humri og 750 tonn af  karfaflökum.

 Til samanburðar gátum við fengið gagnkvæma  fríverslun við Kína án þess að borga krónu. 


mbl.is Óbreytt framlag Íslands í þróunarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin verður að útkljá þetta mál með atkvæðagreiðslu

crop_500xÖgmundur gerir afar vandaða úttekt á Æsseif málinu á heimasíðu sinni. Hann segir hugsanlegt að Íslendingar geti borgað Æsseif en spyr hvað það myndi kosta. Jafnvel þó það takist þa´er spurning hvort það myndi ekki þýða fórnir á náttúrunni og grunnstoðum þjóðfélagsins.  Mikill vafi leikur á að Bretar og Hollendingar eigi nokkurn lagalegan rétt á að þjóðin borgi. Það er líka siðferðilega rangt að kynslóðir framtíðarinnar líði skort og þurfi að afsala auðlindunum til lands og sjávar fyrir kæruleysi örfárra einkaaðila. 

Ef einhvertíma hefur verið réttlætanlegt að setja eitthvað mál í  þjóðaratkvæði þá er það þetta mál. Ef þjóðin er nógu góð til að borga þá er hún líka nógu góð til að segja sitt álit.


mbl.is Ögmundur: Tafir á Alþingi þjóna engum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bara skrifa" "Kostar ekki krónu"

Það gengur ekki vel að finna lögmenn sem vilja skrifa uppá að Icesave samrýmist stjórnarskránni. En þetta er ekki það versta. Þjóðin vill þetta ekki og  Samfylkingin sem óttast þjóðaratkvæðagreiðslu eins og heitann eldinn, hefur nú breytt um taktík:        

       "Bara skrifa" "Kostar ekki krónu"

 Ætlar Samfylkingin að skuldsetja þjóðina inn í ESB og greiða með auðlindunum þegar aðrir kostir eru ekki í stöðunni?


mbl.is Hafna að vinna lögfræðiálit á Icesave-frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plan B þegar þjóðin fellir Æsseif

noEUSamfylkingin er að átta sig á að þjóðin sem hún bendir á sem sakamann og ætlast til að borgi Æsseif, mun í þjóðaratkvæðagreiðslu fella Ísklafann sem átti að verða aðgöngumiði í ESB.

Og hvað gerist þá skrækja samfylkingabloggararnir? "Hefur þjóðin eitthvað plan b þegar skuldin gjaldfellur á Íslendinga" spyrja þeir. 

Svarið er einfalt: Í fyrsta lagi fellur skuldin ekki á ríkið, nema veitt verði ríkisábyrgð, heldur Tryggingasjóð banka og sparisjóða en í honum eru 19 milljarðar. Sjóðurinn er ekki ríkistryggður og þess vegna fara Bretar fram á ríkisábyrgð.

Þá gætu Bretar og Hollendingar farið í mál við ríkið á þeim forsendum að einhver hafi lofað einhverju. Færustu lögfræðingar hafa sagt að vinningslíkur þeirra séu óverulegar enda liggi sökin á gallaðri reglugerð  hjá Evrópusambandinu.

Fari samt svo ólíklega að Íslendingar myndu tapa slíkum málaferlum yrði niðurstaðan samt alltaf betri en samningurinn sem gerir ráð fyrir að greitt sé í beinhörðum gjaldeyri en ekki krónum. Fyrir liggur að verði Íslendingar að búa við þennan samning þýðir það áratuga fátækt og afsal auðlinda þegar ekki verður hægt að standa við samninginn.

Plan B er réttlát dómsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum.  Það vill þjóðin.


mbl.is Meirihluti vill kjósa um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Lilja og Ögmundur

Lögcrop_260xum samkvæmt ber þingmönnum að fara að samvisku sinni. Reynslan sýnir að fæstir þora að synda á móti straumnum þegar á reynir, jafnvel þó mikið liggi við. 

Þess vegna er ég sérlega þakklátur þeim Ögmundi Jónassyni og Lilju Mósesdóttur  sem bæði tóku pólitíska áhættu með því að standa með samvisku sinni og þjóðinni með því að greiða atkvæði gegn Æsseif.%7Bb449fdaf-a934-4741-8d81-11b6ffaa2616%7D_%C3%B6gmundur-%C3%A1-eldh%C3%BAsdegi


mbl.is Lilja sagði nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikalogn?

crop_500xSamfylkingin verður pirruð yfir að þurfa að hugsa um Ísland hún er með allan hugann við ESB. Vitað er að  þingflokkur Samfylkingarinnar ásamt stórum hluta þingliðs VG vill ljúka Æsseifmálinu sem fyrst en féllust þó með semingi á kröfur stjórnarandstöðunnar um að málstaður Íslands yrði kannaður. Það er ekki bara málþófið heldur einörð andstaða þjóðarinnar sem virðist vera að bjarga okkur.

Hægt er að skora á forsetann hér


mbl.is Ágreiningurinn leystur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða konur grýttar í Evrópu framtíðarinnar?

wdÞað eru í senn ógnvænleg en um leið gleðileg tíðindi sem berast frá Spáni um að til hafi staðið að aflífa (grýta) konu fyrir hórdóm en um leið gleðilegt að tekist hafi að koma í veg fyrir níðingsverkið. Múslinmar eru 16 milljónir  innan Evrópusambandsins og fjölgar hraðar en öðrum. Það vakti mikla reiði í Bretlandi þegar þarlendur kristinn biskup vildi í nafni umburðalyndis leyfa múslimum að nota shari lög gagnvart sínu fólki.

Ég er haldinn fordómum gagnvart þeim sem vilja leyfa að konur séu grýttar.

 

105941-stoning-01


mbl.is Ætluðu að lífláta konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naumur meirihluti skuldbindur kornabörn

Það er greinilegt að flokkarnir eru búnir að koma Æsseif í einhverja þrjósku sín á milli.  Hagsmunir yr_i_tha_fordaemt_ef_stjornmalaflokkur_nota_i_skjaldamerki_til_a_koma_ser_a_framfaeriþjóðarinnar verða að víkja vegna þess að flokkarnir vilja hefna sín hver á öðrum.  Fyrir liggur að Bretar og Hollendingar hafa hossast á Íslendingum. Margir telja að Samfylkingin vilji samþykkja hvaða skuldbindingar sem er til þess að þröngva þjóðinni í ESB.  Samfylkingin hótar Vinstri grænum og Vinstri grænir vilja ekki fórna "vinstri stjórn" og eru tilbúnir að "selja ömmu sína" eins og sagt er til að halda völdum. Þá eru bæði Samfylkingin og VG sárir sjálfstæðismönnum fyrir að hafa setið hjá eftir að síðustu samningar voru lagað'ir af þessum flokkum.

Sameiginlega réttlæta ríkisstjórnarflokkarnir þessa afleitu samninga með því að fulltrúar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks skrifuðu einhverja minnismiða í fáti. 

Engu máli virðist skipta að Íslendingar geta að öllum líkindum ekki greitt þessar skuldbindingar og mikil hætta er á að þeir missi sjálfstæði sitt.  Takist að borga þessar skuldbindingar þýðir það í besta falli fátækt og landflótta. Geggjunin er slík að vangaveltur færustu lögspekinga um hvort Æsseif brjóti gegn stjórnarskránni  er ekki einu sinni rædd.

 Þessu máli þarf að skjóta til þjóðarinnar sem ætlað er að borga.


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ólygin sagði mér" Skorum á forsetann

14.300 manns hafa skráð sig á www.indefence.is - Við þurfum að ná 23 þús manns til að hafa 10% af kjósendum sem er viðmið í frumvarpi um þjóðaratkvæði. Íslendingar - koma svo, ná í 9000 manns í viðbót -!!!!

 

 

Hægt er að skrifa undir hér

 Steingrímur hagar sér eins og kjaftakerling segist vita leynilegar ástæður þess að skrifa eigi undir Æsseif. Rétt eins og læknir sem segir sjúklingi að það eigi að taka af honum fótinn en sjúklingurinn megi ekki vita af hverju.

mbl_steingrimur


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð bloggfærsla um óttann sem stjórntæki

 

 fearLesið þessa upplýsandi færslu um óttann og Samfylkinguna hér!

 


mbl.is Samfylking með prófkjör í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband