Færsluflokkur: Evrópumál
Minnihlutastjórn gæti forðað Icesave
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Það er nokkuð ljóst að Íslendingum er ofviða að borga Icesave, afleiðingarnar yrðu fátækt, landflótti og líklega þjóðargjaldþrot. Samfylkingin mun samt leggja allt í sölurnar til að fá að borga Icesave svo hún komi landinu í Evrópusambandið. Ásættanleg lausn mun því fyrirsjáanlega ekki fást í þessu deilumáli með Samfylkinguna í stjórn.
Stjórnarkreppa er ekki kostur í stöðunni og myndun nýrrar meirihlutastjórnar er erfið og jafnvel vonlaus eftir það hrun sem gerst hefur. Sá kostur sem blasir við er minnihlutastjórn. Nú reynir á þjóðhollustu og ábyrgðartilfinningu Alþingis Íslendinga.
Nú ættu formenn flokkana að fara undir feld og hugleiða hvernig hægt sé að feta Ísland út úr þeim vanda sem við blasir.
![]() |
Viðurkenna lífskjararýrnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"Gjafir eru yður gefnar" (ábending um furðulega bloggfærslu)
Sunnudagur, 8. nóvember 2009

Séra Baldur Kristjánsson fer með himinskautum og skrifar lofgjörð um Evrópusambandið á blogginu :
Takið hinni postullegu kveðju hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Ósjálfstæðissinnaðir sjálfstæðismenn í samninganefndina
Laugardagur, 7. nóvember 2009
Samfylkingin hefur fundið ósjálfstæðissinnaða sjálfstæðismenn til að sitja í samninganefnd Íslands við Evrópusambandið.
![]() |
Ekki var við ugg í Brussel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslandi dembt skilyrðislaust í ESB
Laugardagur, 7. nóvember 2009


![]() |
Á methraða inn í ESB? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslendingar átta sig
Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Ég hef eytt talsverðum tíma í að kynna mér þessi mál og er sannfærður um að ESB aðild hentar ekki ríkjum sem eiga fiskveiðiauðlind og þaðan af síður löndum sem vilja flytja út fisk til landa utan ESB. Við þekkjum hvernig skriffinnskuapparatið er búið að rústa fiskveiðar Skota og Íra og með inngöngu myndu tollar sjávarafurða til Kína, Kóreu og annarra landa utan ESB skrúfast upp í 40-60%.
Þeir sem átta sig ekki á hagsmunum Íslands og vilja inn nefna Evruna en það væri dýru verði keypt að fórna strax hagsmunum Íslands fyrir að geta kannski tekið upp Evru eftir 30 ár.
![]() |
29% vilja ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Átti ekki Ísklafinn að skapa traust?
Miðvikudagur, 4. nóvember 2009
Yfirlýstur tilgangur með því að smokra Ísklafanum á herðar komandi kynslóða, sem þær fá ekki risið undir var að skapa traust.
Nú þegar Steingrímur og Jóhanna eru bjartsýn á að koma Ísþrælafrumvarpinu í gegn um þingið lækkar lánshæfismatið niður í E flokk. Lá það ekki alltaf fyrir?
Myndin er tekin í Fjölskylduhjálpinni
![]() |
Ísland fær lægstu einkunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ESB vill þiggja fiskveiðiauðlindina
Laugardagur, 31. október 2009
Í samtölum og yfirlýsingum ráðamanna EB hefur margkomið fram að þeir vilji þiggja fiskveiðiauðlindina við Ísland. Þetta kom fram í máli stækkunarstjóra ESB og eins t.d. hafa spænsk yfirvöld sagt að "þau muni ekki gefa eftir réttmæta hlutdeild sína við Íslandsmið".
Samfylkingin hefur ekki mótmælt þessum sjónarmiðum hvorki hérlendis né erlendis. Því er viðbúið að þau noti Svavarsaðferðina og samþykki allt sem að þeim verður rétt. Ég treysti Jóni Bjarnasyni til að halda fram kröfu Íslands um óskoruð yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni.
![]() |
ESB-umsóknin þungbær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenskir útgerðarmenn við dauðans dyr. Færeyskir brosa breitt
Föstudagur, 30. október 2009
Fyrir um 10 árum voru Færeyingar í djúpri kreppu sem kom fram í verðlausum og óseljanlegum eignum, atvinnuleysi og landflótta, Þetta leiddi til bankahruns enda bjuggu þeir við skuldsett kvótakerfi og þjóðin var að sligast undan erlendum skuldum. Alþjóða hafrannsóknarráðið sagði þeim að draga úr afla en þeir óskuðu jafnframt eftir að fá íslenskan fiskifræðing Jón Kristjánsson til ráðgjafar.
Jón Bjarnason, góður maður en brestur kjark
Vandinn var svo mikill að það var ekki tími til að skipa nefnd svo þeir fóru að ráðum Jóns og afnámu kvótakerfið og þar með brottkastinu á einni nóttu. Í dag dettur engum að hverfa aftur til kvótakerfisins enda er sjávarútvegurinn nær skuldlaus og gengur vel. Færeyingar eru aflögufærir og lána Íslendingum vaxta- og skilyrðalaust enda eru þeir þakklátir Íslendingum fyrir að hafa vísað sér veginn út úr kvótakerfinu og losað sig við skuldirnar og brottkast, Í Færeyjum þrífast ekki fiskbúðir því fólk fær að hirða hluta af því sem annars hefði þurft að fleyja.
Hér grætur útgerðaraðallinn og þykist vera að deyja úr hræðsluhrolli yfir tilhugsuninni einni saman að 5% aflaheimildanna verði kallaðar inn ár hvert. Ástæðan er sú að ríkisstjórnarflokkarnir þurftu, til að ná kosningu, að lofa almenningi að strax yrði farið í þessa innköllun. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert með bindandi úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. En setti þó á laggirnar nefnd skipaða stuðningsmönnum núverandi kerfis. Jón Bjarnason brestur kjark og því þarf hann að skýla sér á bak við úrskurð þeirrar nefndar. Af tvennu illu kýs ríkisstjórnin frekar að taka erlend lán en að afnema brottkast.
![]() |
Segir innköllun aflaheimilda þýða fjöldagjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Glitnir lánaði 12 ára barni fyrir stofnbréfum í Byr
Fimmtudagur, 29. október 2009
Hróbjartur Jónatansson hrl rekur mál fyrir hönd 12 ára barns sem fékk lánaðar 6 milljónir fyrir verðlausum stofnbréfum í Byr. Vonandi mun barnið vinna málið en það er ekki sloppið því blessað barnið verður að borga mun hærri upphæð fyrir Icesave ef frumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt á þinginu.
Bretar og Hollendingar beittu Evrópusambandinu og AGS til að fá ríkisstjórnina til að samþykkja kvaðir á börnin þannig að þau verði að velja á milli slakra lífskjara eða flytja af landi brott.
Var ekki taktlaust af Hrannari B. Arnarssyni ræðuskrifara Jóhönnu að senda hana með lofrullu um Evrópusambandið á Norðurlandaráðsþing við þessar aðstæður?
![]() |
Börnum var lánað til að kaupa stofnbréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðvitað Jón Bjarnason!
Miðvikudagur, 28. október 2009
Evrópusambandið og Norðmenn hafa fram að þessu litið á íslenska fiskveiðilögsögu sem ókeypis úthaga fyrir makrílinn sem þeir einir megi veða. Markílinn á sem sagt að éta sig sýlspikaðan af íslenskum seiðum þangað til honum þóknast að synda þangað sem þessar þjóðir geta veitt hann. Þetta er fráleit frekja og yfirgangur enda er Ísland ekki í Evrópusambandinu og ræður sinni lögsögu ennþá.
Ákvörðun Jóns Bjarnasonar um einhliða ákvörðun Íslands er því sanngjörn og rökrétt.
![]() |
Ísland mun ákveða makrílkvóta einhliða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)