Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fjórflokknum verður ekki haggð

Reynslan sýnir að það er auðvelt að ná samstöðu á alþingi við Austurvöll með klíkuhagsmunum gegn almannahagsmunum.  Eina ráðið virðist vera að koma á beinu lýðræði.  Íslendingum ætti ekki að vera það framandi því þeir komu því fyrst á árið 930 á alþingi við Öxará.
mbl.is Vilja þjóðaratkvæði um kvótafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brýn nauðsyn að Ísland segi sig úr Schengen

Brýna nauðsyn ber til þess að Ísland segi sig úr Schengen og taki aftur upp landamæraeftirlit áður en stórslys hlýst af.  Lögreglan vill taka upp landamæraeftirlit aftur enda hvaða vit er í því að ytri landamæri Íslands, sem er eyja, séu varin í Búlgaríu og Litháen?  Þessu rándýra og furðulega fyrirbrigði var þá komið á í nafni fjölmenningar og Evrópusamstarfs.
mbl.is Húðflúra strikamerki á vændisþræla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn ánægð með Steingrím!

Merkilegur andskoti hvað það næst oft breið samstaða á Alþingi að hygla hagsmunaklíkum á kostnað þjóðarinnar.
mbl.is Ríkisstjórn samþykkir kvótafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslaði Sigujón í Bónus?

Björn Bjarnason er að vonum sár út í Baugsmenn sem lögðu Guðlaugi Þórðarsyni til fjármuni til að fella hann í prófkjöri. Þeir ráku fjölmiðla og lögðu fjármuni til stjórnmálastarfsemi.  Vasar margra samfylkingar- og sjálfstæðismanna voru úttroðnir af peningum frá þessum aðilum og eru kannski enn.

Sigurjón Þórðarson bróðir minn hefur aldrei þegið eyri, hvað þá heldur kaffibolla frá þessu fyrirtæki eða neinum tengdum því. 

Einu tengsl Sigurjóns Þórðarsonar alþingismanns við Baugsveldið eru þau að honum hafði orðið á að versla eittvað smáræði  í Bónus en það heyrði til algerrar undantekningar því góðu heilli var erfitt að falla í slíka freistni þar sem Baugsveldið náði ekki að teygja arma sína til Sauðárkróks. Ég er til vitnis um að bróðir minn beinir því viðskiptum sínum til Hlíðarkjörs og Kaupfélags Skagfirðinga.

BB þekkir sitt heimafólk og gerir því eðlilega strangari siðferðiskröfur til annarra.

 

 

 

 


mbl.is Segir Sigurjón hafa stutt klíkuskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Löglegt en siðlaust"

Forseti Íslands hefur tvisvar sent lög sem samþykkt voru á alþingi við Austurvelli til þjóðarinnar sem hafnaði þeim með afgerandi hætti. Með þessu beindi þjóðin málinu í réttláta dómsmeðferð.

Fulltrúalýðræðið er augljóslega stórgallað eins og best hefur komið fram í vanhelgu bandalagi stjórnmála- fjölmiðlunar og atvinnulífs. Það er nokkuð ljóst að kvótakerfi, einhverskonar lénskipulag, í sjávarútvegi hefði ekki verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í þessu samhengi er umhugsunarefni að mikill meirihluti stjórnmálastéttarinnar skuli enn og aftur hugleiða lagaklæki til að sniðganga skýran vilja þjóðaratkvðagreiðslu um Æsseif.


mbl.is Óvíst um forræði í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski þarf ISG að yfirgefa Afganistan?

Allt stefnir í óefni, því talið er að ef Bretar kalli herinn heim muni Talibanar fljótt ná völdum aftur.
mbl.is Yfirgáfu herflugvöll í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýst eftir atkvæðum fyrir erfðaprins

Nú liggur fyrir að Fjórflokkurinn mun bjóða fram klofið, því einn að ástsælustu erfðaprinsum hans hefur tekið höndum saman við Besta flokkinn. Þetta gums auglýsir nú eftir nafni, stefnu, stuðningsmönnum og frambjóðendum.  Gumsið er samt ekki alveg stefnulaust því það vill allskyns grín t.d. ganga í Evrópusambandið sem þó er ekki beinlínis grín. Grænn hagvöxtur og sjálfbær hagkvæmni er forystumönunum hugleikin en en mestu skiptir þó að kjósendur styðji flokkinn svo  frambjóðendur komist á þing.
mbl.is Nýtt fólk meldar sig daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa farið með Jón

Þeir sem þekkja Jón Bjarnason vita að þar fer góður sveitadrengur og sauðmeinlaus enda var hann settur yfir landbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðuneytið.

 Ríkisstjórnin hafði náð kosningu með því að  lofa að breyting yrði gerð á sjávarútvegsmálum, kvótann átti að afnema á 20 árum og afnema veðsetningar á óveiddum fiski. Þessu var ekki hægt að ná fram þannig að allir yrðu sáttir.

Nú hefur viðsjálverður ráðgjafi Jóns platað hann til þess að fresta öllum breytingum þar til hann verður níræður.  Þetta er ekki fallega gert, hvorki gagnvart Jóni né þjóðinni.


mbl.is Kvótafrumvarpið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptaráðherra vill halda óbreyttu kvótakerfi og hjólar í Jón Bjarnason

Ég styð viðskiptaráðherrann í þessu. Væri ekki rétt að breyta landbúnaðinum í samræmi við sjávarútveginn þar sem þetta er undir sama ráðherra?
Þannig væri hægt að láta grassprettu aukast með því slá túnin ekki í 10 ár. Auk þess væri hægt að sleppa slætti í heilu landshlutunum en auka heyfeng að sama skapi annarsstaðar.

"Hafrannsóknarstofnun á réttri leið"

Telur að þorskstofninn sé ekki útdauður, þrátt fyrir allt.
mbl.is „Erum á réttri leið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband