Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19,6%
Mánudagur, 11. febrúar 2013
Hvað ætli það sé nákvæmlega sem þessi 19.6% séu óánægð með?
![]() |
Icesave eykur vinsældir forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síldin verður vöktuð fram í andlátið.
Þriðjudagur, 5. febrúar 2013
Svo krökkt er af síld í innanverðum Breiðafirðinum að hún nær ekki andanum. Það er að nokkru leyti Hafrannsóknarstofnun að kenna því það var að hennar ráðum sem allsherjarráðherrann stöðvaði veiðar í haust og nú jaðrar við umhverfisslysi. Háhyrningar, fuglar og krabbadýr bjarga því sem bjargað verður. En stjórnvöld hyggjast veitta fjármagni í vöktun á síldina. Guði sé lof fyrir að slökkvilið fær ekki fjármagn til að setja vöktun á hús meðan þau brenna.
![]() |
Setja upp vöktun í Kolgrafafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26. greinin hefur sparað Íslendingum fúlgur fjár.
Mánudagur, 28. janúar 2013
Þetta voru prófessorarnir Dr. Elvira Mendens og Stefán Már Stefánsson búin að segja. Það hefði annars verið meiri fjandinn að taka upp "collective punishment" gegn þjóð vegna aðgerða fárra. Nú ættu alþingismenn sem deila löggjafavaldinu með forsetanum að óska honum til hamingju.
![]() |
Ísland vann Icesave-málið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ragnar Reykás tapar
Laugardagur, 26. janúar 2013
Góðkunningi spaugstofuáhugamanna, Ragnar Reykás, blikar í samanburði við Steingrím Sigfússon
![]() |
Segir sig úr Vinstri grænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hælisleitendur reyna ítrekað að flýja Ísland en eru oftast handteknir
Föstudagur, 25. janúar 2013
Mér er óskiljanlegt hvers vegna lögreglan þarf að vera með mikinn viðbúnað til að hafa hendur í hári manna sem ítrekað hafa reynt að flýja Ísland. Þetta er mikið sport hjá nokkrum einstaklingum sem jafnvel hafa sagt í blaða og sjónvarpsviðtölum reyna aftur. Af hverju er ríkið að reka fangabúðir? Af hverju er fólki sem þess óskar ekki leyft að fara?
![]() |
Hóta að loka höfnum fyrir skipum Eimskips |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hann getur þetta
Fimmtudagur, 24. janúar 2013
Nú styttist í kosningar og kannski er það þess vegna. En það verður ekki frá Steingrími tekið að þarna sýndi hann betri hliðina og fyrir það er ég þakklátur.
![]() |
Makríllinn fær ekki ókeypis hádegisverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skarð
Laugardagur, 22. desember 2012
Það verður skarð fyrir skildi þegar Lilja Mósesdóttir hverfur af Alþingi. Fjölmargir stjórnmálamenn í öllum flokkum hafa leitað undir verndarvæng sérhagsmunaafla og kostunaraðila sem stýra fjölmiðlum. Gríðarleg magn aflandskróna í eigu vogunarsjóða ógnar lífsafkomu almennings næstu áratugi ef ekki verður brugðist við. Þessi viðfangsefni eru alvarlegri en svo að þau kalli á populisma og grín í formi "Bjartrar framtíðar".
![]() |
Mikill sjónarsviptir að Lilju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðildarferlið sett á ís
Þriðjudagur, 18. desember 2012
Meirihluti utanríkismálanefndar leggur málið fyrir þingið. Tækifæri fyrir VG?
![]() |
Þarf ekki að koma neinum á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sól skein sunnan
Föstudagur, 14. desember 2012
Í Bjarna Harðarsyni sameinast þeir þætti að vera í senn þjóðlegur og skemmtilegur. Sunnlendingar hafa löngum sýnt að þeir kunna að meta slíka kosti og þessi könnun staðfestir það. Vonandi verður Sunnlendingum að ósk sinni.
![]() |
44% vilja Bjarna Harðar á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flugstjórinn les stöðuna
Föstudagur, 14. desember 2012
Forsetinn kann að lesa á landakort og greinir þá möguleika sem fullveldisrétturinn gefur. Hann er flugstjórinn en Jóhanna er yfir-flugþjónn ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Ísland í betri stöðu utan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |