Skarð

Það verður skarð fyrir skildi þegar Lilja Mósesdóttir hverfur af Alþingi. Fjölmargir stjórnmálamenn í öllum flokkum hafa leitað undir verndarvæng sérhagsmunaafla og kostunaraðila sem stýra fjölmiðlum. Gríðarleg magn aflandskróna í eigu vogunarsjóða ógnar lífsafkomu almennings næstu áratugi ef ekki verður brugðist við. Þessi viðfangsefni eru alvarlegri en svo að þau kalli á populisma og grín í formi "Bjartrar framtíðar".
mbl.is „Mikill sjónarsviptir að Lilju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Lilja hefur svo sannarlega markað sín spor og leitt að hún skuli hafa tekið þessa ákvörðun. En það segir manni líka að það er ekki sama að vera eldklár á lausnir og að berjast fyrir þeim sömu lausnum. Þar hefur skort á með hana, að fylgja sínum málum eftir, heldur hleypur hún frá vegna þess að henni fannst fólk ekki taka því nógu vel sem hún var að segja. Það er einfaldlega synd, en hún hefur ekki staðið sig sem skyldi hvað þetta varðar. Vona samt að þar komi frambærilegt fólk í hennar stað. Því það þarf endurnýjun á alþingi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2012 kl. 18:36

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ó já .. Það þarf endurnýun. Gleðilegt ár

Sigurður Þórðarson, 31.12.2012 kl. 16:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt ár Siggi minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2012 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband