Athyglisvert viðtal við Svavar Gestsson
Mánudagur, 6. júlí 2009
Vegna aðildar Íslands að EES vorum við skuldbundin til að leyfa Icesave. Tryggingasjóður innlánsstofnana var líka hannaður s.k.v. evrópskum stöðlum sem við vorum skylduð til að taka upp. Sérfæðingar telja því að sökin liggi hjá Evrópusambandinu a.m.k að stærstum hluta. Í viðtali í Morgunblaðinu skömmu eftir undirritun samningsins sagði Svavar Gestsson að enginn þrýstingur hafi verið að ljúka samningum. Orðrétt sagði hann þetta: "Ég var bara orðinn leiður á að hafa þetta hangandi yfir mér" Svo hló hann.
Í máli hans kom fram að ef þetta hefði ekki verið gert upp hefði allt innistæðukerfi Evrópu hrunið. En nú þurfi menn ekki lengur að hafa áhyggjur af því. "Við erum í rauninni að bera burt syndir heimsins, eins og sagt var um Jesú Krist" sagði aðalsamningamaður Íslands.
Hvað segja guðfræðingar um þetta?
Trúmál | Breytt 7.7.2009 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
Kjósendur í Suðurkjördæmi segi af sér
Mánudagur, 6. júlí 2009
Óvenju hátt hlutfall fyrrum þingmanna Suðurkjördæmis og forvera þess forvera þess Suðurlands og Reykjaneskjördæma hafa hlotið langa refsidóma og tekið út betrunarvist fyrir margvísleg auðgunarbrot allt frá smygli smáþjófnuðum og upp í skjalafals og mútuþægni. Hæst bar þó að kjósendur Suðurkjördæmis endurkusu á þing manninn sem bar ábyrgð á fjármálaeftirlitinu sjálfum bankamálaráðherranum Björgvini Sigurðssyni.
Þess vegna eiga kjósendur í Suðurkjördæmi að íhuga alvarlega afsögn.
![]() |
Segir af sér vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7 ára "skjólið" reyndist tálsýn og er fokið!
Sunnudagur, 5. júlí 2009
Jæja þá getur íslenska ríkisstjórnin gleymt að gera núlifandi og tilvonandi þegna þessa lands að Ísþrælum með því að staðfesta Icesave samkomulagið. 7 ára biðtíminn þangað til landið yrði gjaldþrota reyndist mun styttri. Stjórnvöld hefðu betur hlustað á ráð Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og sérfræðings í Evrópurétti, þegar hann hvatti íslensk stjórnvöld að taka til varna vegna gallaðrar löggjafar Evrópusambandsins sem við vorum skylduð til að taka upp. Hann varaði líka við því að hægt væri að fara í mál vegna neyðarlaganna hvenær sem væri og Icesave samkomulagið veitti ekkert skjól gegn því.
Hvernig væri að hvíla diplómata og kalla til sérfræðinga?
![]() |
Undirbúa lögsókn gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Sem tilbiður guð sinn og ......?
Laugardagur, 4. júlí 2009
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ástæður þess að ríkisstjónin vildi leyna Icesave samningnum
Laugardagur, 4. júlí 2009
Ríkisstjórnin reyndi í lengstu lög að halda Icesave samningnum leyndum fyrir þjóðinni og jafnvel þinginu. Samt er almenningi ætlað að borga en almenningi var ekki ætlað að vita neitt um hvað málið snérist. Það var ekki fyrr en samningamenn Hollands laumuðu samningnum að Íslendingum sem komu honum til ríkisútvarpsins sem varnirnar brustu.
Daginn eftir neyddist ríkisstjórnin að leyfa þingmönnum að lesa leyniplaggið.
Hérna koma greinarnar sem ríkisstjórnin vildi fela
H
![]() |
Ekki öll gögn komin fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Pétur Blöndal mun verja ríkisstjórninna falli
Föstudagur, 3. júlí 2009
Látið hefur verið að því liggja að ríkisstjórnin gæti fallið ef Icesave samningarnir yrðu fellir. Þannig hefur verið settur óeðlilegur þrýstingur á fáeina þingmenn VG sem vilja eiga það við samvisku sína hvaða afstöðu þeir taka í málinu. Þetta er óheppilegt því málið er af þeirri stærðargráðu að best væri að þjóðin stæði saman sem einn maður.
Nú hefur Pétur Blöndal afdráttarlaust lýst því yfir að hann muni verja stjórnina falli berist vantraust á hana vegna málsins. Ásbjörn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið í sama streng. Vonandi getur þingheimur sammælst um það að ræða málin af yfirvegun og láta ekki koma til stjórnarslita.
![]() |
Skoða Icesave-gögn í lokuðu herbergi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ögmundur forðar þjóðinni frá Icesave slysi
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Ögmundur Jónasson kemur mér fyrir sjónir sem vandaður maður sem vex með hverjum vanda.
Auðvitað er það rétt hjá Ögmundi að þjóðin á að kjósa um Icesave.
Það á ekki að vera í verkahring mistækra stjórnmálamanna við eftirlaunaaldurinn að skuldsetja komandi kynslóðir um ófyrirséða framtíð.
![]() |
Ekkert mál of snúið fyrir þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loftið út. Birtið Icesavegögnin
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Það þarf að lofta út!
Eiga núlifandi og óbornir Íslendingar ekki rétt á að vita af hverju þeim eru gefnir tveir kostir: Eyða ævinni í að borga drápsklyfjar eða yfirgefa landið eftir 7 ár? Er verið að sýna stjórnarandstöðuunni í trúnaði að hún hafi líka gert mistök? Kannski verða þeir mýkri þá?
Vesaldómurinn og undirlægjuhátturinn er alger hvort heldur hjá nú- eða fyrrverandi ríkisstjórn.Það er rosalegt að lesa og heyra um dýralækninn sem var eins og laminn hundur og svo koma núverandi ráðherrar og skýla sé á bak við að garmurinn skuli hafa skrifað einhverja minnismiða í fáti og sjokki í kjölfar hrunsins.
Hver er ástæðan?
Vilja einhverjir þvinga þjóðina í Evrópusambandið?
Fljóta menn með í samtryggingunni?
Eða ætla menn að bjarga sér hver sem betur getur?
![]() |
Fá ekki Icesave-gögnin í hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
EB fórnar Íslandi vegna eigin kerfisvillu
Miðvikudagur, 1. júlí 2009
Því meira sem maður les og kynnir sér málavexti Icesave því augljósar er að við eigum ekki, sem þjóð, að leggjast á höggstokkinn möglunarlaust. Af frásögn af þessum fundi má marka að fjármálaráðherrar EB höfðu sammælst um að fórna Íslandi vegna hættu á almennri vantrú á bankakerfinu í Evrópu. En hver er forsaga málsins?
Íslandi sem EES ríki var gert að taka upp tilskipun um bankaregluverk sem er nákvæmlega eins og í öllum löndum EB og EES svæðinu. Um þetta höfðum við ekkert að segja. Í þessu fólst að bankar mættu setja upp útibú hvar sem er á svæðinu og stofna skyldi tryggingarsjóð til að tryggja innistæður. Eftir þessu var farið í einu og öllu. Færustu lögmenn á sviði Evrópuréttar hafa aldrei getað fundið einn stafkrók sem bendir til að þjóðríkin væru ábyrg fyrir þessum tryggingasjóð.
Dr. Elvíra hefur bent á augljósan galla í löggjöfinni þ.e. að ekki sé gert ráð fyrir kerfishruni, því enginn tryggingasjóður í nokkru landi myndi ráða við slíkt. Niðurstaðan er þessi:
Íslenska ríkið braut ekki EB lög, þvert á móti liggur vandi okkar í því að íslenska ríkið uppfyllti skyldur sínar og fór að EB tilskipuninni um frjáls bankaviðskipti.
Á að refsa komandi kynslóðum fyrir það?
![]() |
Árni átti í vök að verjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)