Íslendingar hafa um tvennt að velja: Tekjuleið eða skuldaleið
Þriðjudagur, 6. október 2009
Íslendingar hafa um tvennt að velja, þ.e. að nýta auðlindir sínar eða gerast bónbjargarmenn Breta með því að skuldsetja sig á þeirra forsendum.
Við getum stóraukið jafnvel margfaldað tekjur okkar af hafinu t.d. með handfæraveiðum og veiða makríl sem Evrópusambandið telur sig eiga þó hann syndi og nærist í íslenskri lögsögu, við getum nýtt sjávarspendýr sem innbyrða 20 falt það magn sem við veiðum og slegið tvær flugur í einu höggi. Haft tekjur af afurðunum og nálgst jafnvæi í hafinu sem eru stærri hagsmunir.
Í báðum tilvikum verðum við að taka á okkur lífskjaraskerðingu en sá er munurinn að sé fyrri kosturinn, tekjuleiðin, valin er vandinn tímabundinn auk þess sem við og afkomendur okkar geta staðið upprétt skuldlaus til framtíðar.
![]() |
Sameinast um að fordæma hvalveiðar Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst Svartur sjór af makríl
Mánudagur, 5. október 2009
Nú berast fréttir af því að óhemju magn af makríl sé á miðunum bæði fyrir austan og vestan. Gamlir sjómenn segja að þetta minni á síldarárin nema að þetta sé margfallt meira. Fyrir austan eru stórir flekkir á hafinu á hefðbundinni síldarslóð þannig að ekki hefur tekist að veiða síld án þess að fá of mikið af makríl, sem ekki má veiða. Breiðafjörðurinn er bunkaður segja menn og fiskveiðieftirlitsmenn frá Fiskistofu, hafa staðið í ströngu á Grundafirði undanfarið við að hafa hemil á börnum sem veiða makríl á stöng og ætluðu að setja makríinn á markað. Mitt í öllum niðurskurðinum fær sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið 7% aukningu. Ekki veitir af.
![]() |
Makríll gefur milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju Evrópusinnar
Sunnudagur, 4. október 2009
Svokallaðir Evrópusinnar eru í sjöunda himni, ástæðan er ekki horfur Íslands, heldur afdrif Lissabonsáttmálans, enda eru þeir Evrópumenn. Sjá hér
Mér gæti ekki staðið meira á sama.
Það væri óskandi að samfylkingarmenn a.m.k. meðan þeir starfa í ríkisstjórn hefði hugann frekar við hagsmuni Íslands en Evrópusambandsins.
![]() |
67% Íra studdu sáttmálann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ögmundur Jónasson er hetja!
Laugardagur, 3. október 2009
Ögmundur Jónasson sagði daginn sem hann sagði af sér að hann ætlaði ekki að verða viðskila við samvisku sína. Auðvitað er skarð fyrir skildi að missa besta manninn úr ríkisstjórninni en nú er komið fram að Ögmundur fórnaði vegtyllunni til að gera það sem ríkisstjórnin hefur látið undir höfuð leggjast þ.e. að verja Ísland. Þó Samfylkingin þræti fyrir það er flestum orðið ljóst að EB og AGS eru notuð af Hollendingum og Bretum til að níðast á Íslendingum Í viðtali við BBC fer hann ekki eins og köttur í kring um heitan graut heldur segir beint út að verið sé að fjárkúga Íslendinga. Ögmundur sagði Íslendinga vilji fara með Icesave málið fyrir dóm og fá réttláta málsmeðferð.
Húrra fyrir Ögmundi hann er sannur landvarnarmaður.
Sjá: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/02/segir_breta_og_hollendinga_fjarkuga_islendinga/
![]() |
Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Steingrímur með tvo til reiðar
Fimmtudagur, 1. október 2009
Steingrímur Sigfússon fer utan á morgun á fund AGS í Istanbul með tvo Evrópusinna til reiðar, þá Má Guðmundsson seðlabankastjóra og Jón Sigurðsson samfylkingarmann, sem stýrt hefur lánaviðræðum við Íslands við norrænu ríkin. Þrátt fyrir að samfylkingarráðherrar þræti eins og sprúttsalar þá vita allir að Bretar og Hollendingar munu þvælast fyrir inngöngu Íslands í ESB ef þjóðin verður ekki skuldsett.
Því spyr maður sig hvort þar sé að finna skýringu á að þessir menn taka málstað Breta og Hollendinga?
![]() |
Steingrímur á fund AGS í Istanbúl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Álfheiður sendir Ögmundi tóninn
Fimmtudagur, 1. október 2009
Álfheiður uppskar ráðherraembætti fyrir foringjahollustu sína við Steingrím og tók það fram á sínum fyrsta degi að hún væri ekki verkkvíðin. Með þessu orðum hjó hún í sama knérunn og foringinn sem ásakaði Ögmund um að gefast upp fyrir aðsteðjandi vanda í heilbrigðiskerfinu.
Allir sem til þekkja vita að þetta er fullkomlega ómaklegt. Ögmundur sagði af sér vegna þess að landstjórinn hefur sett þrýsting á Steingrím og Jóhönnu sem þau bogna undan, ekki síst vegna EB þráhyggju Samfylkingarinnar. Hann gerði þetta fyrir þingræðið vegna þess að hann er mótfallinn því að komandi kynslóðir verði gerðar að Ísþrælum með því að leggja á þær Ísklafa.
![]() |
Álfheiður verður ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |