"Atvinnubótavinna" er betri en aðgerðaleysi

Nú þegar ríkið er byrjað að ábyrgjast skuldir útrásarvíkingana fyrir næstu áratugi munu hjól hagkerfisins hægja á sér og mörg þeirra munu stöðvast. Tugþúsundir manna munu missa vinnu og samfélaginu ber lögum samkvæmt að tryggja þessu fólki lámarks framfærslu. ken-sawing Hvernig væri að nýta þetta tækifærir til að sinna ýmsum þjóðþrifaverkum sem lengi hafa setið  á hakanum?  Til dæmis mætti hugsa sér að stöðva og snúa við uppblæstri og eyðingu landsins.  Allt er betra en að láta fullfrískt fólk liggja heima í volæði, það er einungis ávísun á andleg veikindi og félagsleg vandamál.p265948-Planting_a_Tree
mbl.is Yfir 11.300 atvinnulausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mikið held ég að þetta sé rétt hjá þér. Það er fátt jafn skemmandi og atvinnuleysi. Það leggst líka á nánustu aðstandendur. Gallinn er samt sá að atvinnubótastarfssemi vill gjarnan festast í sessi þótt hún sé ekki arðbær fyrir þjóðarbúið.

Ert þetta þú þarna skellihlæjandi með sögina? Og lætur konuna bogra í garðinum?

Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sæll Sigurður, sammála því að atvinnubótavinna er betri en engin. En ég er ekki sammála því að það að vera heima sé ávísun á það að þurfa að liggja í volæði. Flestir eiga sér drauma um að hafa tíma til að sinna tómstundum betur. Einu sinni tók ég mér þriggja mánaða frí og eldaði grænmetisrétti eftir uppskriftum og það tók sko hálfan daginn að elda. Fólk á að fara að teikna, lesa allar bækurnar sem það hefur ekki haft tíma til að lesa, eða t.d. lesa upplífgandi bækur eins og Skyndibitar fyrir sálina. Kalla saman aðra atvinnulausa í gönguhóp eða sund, heimsækja gömlu ættingjana á elliheimilunum sem maður er alltaf með samviskubit af því að sinna ekki eða bjóðast bara til að vera sjálfboðaliði að lesa fyrir gamla fólkið! Sinna barnabörnunum .. o.fl. o.fl. 

 Svo hefur maður tíma til að færa heimilisbókhald og versla allt það ódýrasta á tilboðunum, svo maður getur verið svolítið hagsýnn. Ekki gripin pizza á heimleið úr vinnu.

Auðvitað er samansem merki á milli atvinnuleysis og peningaleysis svo það er enn óleyst.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvers konar grænmetisrétti eldar þú eiginlega? Konan mín er leiftursnögg að þessu og eldar þar að auki besta mat á Íslandi. Ekkert mál að elda mat ef maður bara kann það, er ég vanur að segja. Því miður hefur mitt líf alltaf rekist einhvern veginn þannig að ég hef bara lært að sjóða egg og hita vatn í te, en ég geri þó hvert tveggja sómasamlega.

Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 17:46

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er von að þú spyrjir Baldur Hermannsson, ég get auðvitað eldað grænmetisrétti eldsnöggt. En þetta voru réttir/uppskriftir frá Sollu á grænum kosti og það þurfti að láta lífræna ab mjólk renna í gegnum kaffifilter heilan dag, setja 10 tegundir af grænmeti í matvinnsluvél fyrir lasagnað, láta baunir liggja í bleyti í sólarhring og bara nefndu það... trúðu mér - þetta tók mikinn tíma hehe.. 

var reyndar með grænmetissúpu í kvöldmat og hún er best ef hún fær að malla a.m.k. 2 tíma.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 19:44

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú þannig. Ég hélt fyrst að þú kynnir ekkert fyrir þér í eldhúsinu og var farinn að vorkenna fyrirvinnunni sárlega, en nú sé ég að hann er bara stálheppinn að eiga svona konu!

Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 19:57

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Atvinnubótavinna er vinna sem bætir aumingja getur verið af hinu góða ef þetta er ekki klepparavinna. Hinsvegar finnst mér að það ætti að setja neyðarlög með hagsmunum allra hjóla þjóðarinnar  í huga um 35 stunda hámarks vinnuviku allra stétta og einstaklinga fram til áramóta. Í stað þess að skera niður á vitlausan hátt og auka álagið á þeim sem nú þegar hafa nóg að gera.  

Júlíus Björnsson, 15.1.2009 kl. 22:20

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Júlíus, þetta er athyglisverð hugmynd. Veistu hvort verkalýðsforystan hefur eitthvað fjallað um þetta?

Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 22:43

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

 Verkalýðsforustan er hún ekki mest upptekin af því að dæla peningum í ofurskuldahít fyrirtækjanna sem hafa ekki hækkað lámarkslaun viðmið annrra  launa að raunvirði í mörg ár en í staðinn bætt kaupmáttinn með vörum þar sem magn er látið vega þyngra en gæði og ending. Almenn laun hafa farið lækkandi miðað við dollara  eða evrur í dag.

Jafnaðar og samvinnumenn samþykkja þetta strax trúverðugir í anda hugsjóna sinna, svo meirihluti er fyrir þessu í þinginu alveg áreiðanlega.  Þetta er bara spurning um siðferði sem þeir eiga nóg af.

Júlíus Björnsson, 15.1.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband