Stjórnvöld hafa klúðrað öllu hingað til og fara varla að breyta því.

Stjórnvöld afsöluðu sér illu heilli réttinum til að fara í icesave málssókn, því annars hefðum við ekki fengið lánið frá IMF. Þetta var gert að kröfu ESB. Með því að ganga að þessum afarkostum var verið að ýta málinu inn í framtíðina og margfalda vanda komandi kynslóða.  Íslenska ríkið hefur hins vegar dregið lappirnar í málsókn vegna hryðjuverkalaga á kaunþing og sinclar (ef ég stafset þetta rétt) sem var breskur banki.   Fresturinn til þeirrar málshöfðunar rennur út á miðvikudaginn kemur.

Helst hefur verið lífsmark með stjórnvöldum í sambandi við öryggisráðið en annars hafa þau verið dauðadái í meira en ár. Því er heldur ólíklegt að þau rumski yfir þessu.  Kannski vakna dyggir flokksmenn til að afskrifa skuldir  velþóknanlegra Sjá hér

og hér


mbl.is Fresturinn að renna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Jæja Sigurður!

Ég álít að ef IMF teldi Íslensk stjórnvöld tryggja hagsmuni  eiganda IMF til langframa þá mættu Íslenskir ráðamenn  hafa áhrif á hvernig Ísland brygðist við. Sem ég tel felast í því að sleppa raunverulegum sökudólgum: forsvarsmönnum bankanna við ákærum  um gáleysislega útlána og innlána stefnu þannig að stórskaðaði íslensku þjóðina beint og óbeint. Ég tel að Bretar réttlæti hryðjuverkalögin meðal annars þess vegna.  Það að Íslenskir ráðamenn falla frá málssókn er líka augljóst ef þeir eru sammála mér og ESB um hver beri ábyrgðina þegar upp er staðið: Þeir sem fóru fyrir einkabönkunum beint og óbeint.  Hvervegna þeim er hlíft skil ég ekki í ljósi þess að afleiðingar gerða þeirra eru fram komnar. Nú síðast telja sjávarútvegsaðilar sig hafa verið hlunnfarna af sömu aðilum.  Ef umræddir aðilar hefðu ekki grætt stórkostlega allan tíman þá væri hægt að afsaka þá með ótrúlegu þekkingarleysi á alþjóðaáhættuviðskiptum en aldrei hjá neinni siðmenntaðri þjóð eiga þeir að sleppa við opinbera ákæru. 

Þeir aðilar sem töpuðu minnst [engu] eru þeir sem gáfu skít í kauphöll Íslands og Íslensk hlutabréf og krónubréf. Tóku þeir ekki réttan pól í hæðina? Við erum að tala um hrun efnahags heillar þjóðar?

Júlíus Björnsson, 5.1.2009 kl. 02:10

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Eitthvað eru staðreyndarvillurnar að þvælast fyrir fingrunum á þessum Júlíusi. Málið snýst ekkert um eignir IMF eða útrásarvíkingana. Málið snýst um hryðjuverkalögin sem sett voru á Íslendinga af Bretum. Þau voru sett á alla Íslendinga, háa sem lága það má ekki gleyma því og þau koma verst við þá sem síst skyldi þ.e. þá Íslendinga sem eiga eftir að fæðast á þessari öld.

Þórbergur Torfason, 5.1.2009 kl. 03:38

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bretar hafa ekki lögsögu í innanríkismálum Íslendinga. Ef Hennar Hátign verður var við efnahagshagshryðjuverkastarfsemi, af hálfu ýmissa íslenskra kennitalna, gegn hagsmunum bresks almennings, er eðlilegt að ráðherrar hennar hátignar reyni að leysa málið eftir pólitískum leiðum.  Ef íslenskir umboðsmenn [Ríkistjórnin] hárra og lágra Íslendinga uppræta ekki sínar hryðjuverka kennitölur færist glæpurinn yfir á íslensku Ríkisstjórnina [verndara hryðjuverkamanna] það er þjóðina í augum Breta. Ég vildi óska þess að ég hefði rangt fyrir mér en það þarf meira en efnahagslegt hrun lítillar þjóðar til að ýmsir íslenskir ráðamenn taki stakkaskiptum.

Júlíus Björnsson, 5.1.2009 kl. 13:05

4 Smámynd: Halla Rut

Eins málefnalegur og Júlíus er þá er það rétt sem Þórbergur segir; þessu var skellt á okkur öll, núlifandi og komandi kynslóðir.

Getur það verið, að ríkistjórnin hafi gefið það loforð í samningum sínum við IMF að við mundum ekki fara í mál. Getur það verið að þau sé þess vegna að humma þetta af sér og svari engu. Þau vita sem víst að ef það kæmi í ljós þá yrði uppreysn. 

Halla Rut , 5.1.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband