"Fjórðungi bregður til fósturs"

 Haldið þið að það sé gaman fyrir Geir H Haarde að senda fjármálaráðherrann að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og lesa það í blöðunum að ISG vilji semja skilyrðislaust víð IMF?

Gordon_Brown

"Fjórðungi bregður til fósturs"  segir gamalt orðtak. Fjórðungur ríkistjórnar Geirs Hilmar Haarde eru meðlimir í breska Verkamannaflokknum og lúta því leiðsögn Gordons Brown. Þar sannaðist hið fornkveðna, að erfitt er að þjóna tveimur herrum.


mbl.is Bíða niðurstaðna sérfræðinga IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Flottur í gömlum orðtökum. Líst ekki á ef við ætlum að þjóna herra Gordon Brown. Væri best að taka hann í bóndabeygju eða í nefið.

Guð forði okkur frá skilyrðum IMF

Megi almáttugur Guð miskunna okkur og varðveita nú á umrótartímum.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Jens Guð

  Þú hittir naglann á höfuðið með að erfitt sé að þjóna tveimur herrum.

Jens Guð, 14.10.2008 kl. 06:13

3 identicon

Heill og sæll; Sigurður og aðrir skrifarar og lesendur !

Þakka þér; skilaboðin, fyrir skömmu, Sigurður minn. Jú; misminni mig ekki, eru þeir Össur, sem stráklingurinn frá Skarði (í Eystri- Hrepp),, Björgvin G. Sigurðsson oftsinnis búnir að lýsa yfir aðild sinni, að brezka krataflokknum;; að minnsta kosti Össur.

Þakka þér einnig; skjót viðbrögð, til þátttökunnar, á síðu Fannars frá Rifi, Sigurður minn.

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Halla Rut

Góð færsla.

Halla Rut , 14.10.2008 kl. 16:43

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

"taka Hann í bóndabeygju eða bara í nefið" það er best lausnin..:) Í beinni útsendingu....hehe,,snilld..

Óskar Arnórsson, 14.10.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband