Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Ríkisstjórnin svíkur loforð um innköllun kvótans

Ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu báðir fyrir síðustu kosningar að þeir myndu standa að innköllun kvótans. Þetta átti að gerast í hænufetum einungis 5% á ári en en brautin skyldi mörkuð tafarlaust og örugglega.  Nú hefur komið í ljós að þetta voru ósannindi og einungis sett fram til að ljúga út atkvæði fyrir síðustu kosningar enda var Jón Bjarnason flóttalegur í Kastljósviðtali kvöldsins.   http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472024/2009/09/23/0/     Jón er áreiðanlega vænsti maður og það er því dapurlegt hlutskipti fyrir hann að vera gerður að talsmanni þessara svika. mynd


mbl.is Ræða um greiðsluvanda heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur hafði betur í rimmunni við Steingrím Mosdal

steingrimur_j_mosdal_862335 Spurnir eru af því að Svavars-armurinn í VG hafi vígbúist og smalað grimmt fyrir fundinn og reyndu að þjarma að Ögmundi en urðu undir í atkvæðagreiðslu. Ögmundur hefur vaxið með hverri raun og hann stóð sig afburðavel í Kastljósi kvöldsins, það er meira en hægt er að segja um Steingrím Mosdal (bróður Ragnars Reykás) sem sagður er sækjast eftir æðstu metorðum í Samfylkingunni en kemur opinberlega fram í gervi Steingríms J. Sigfússonar formanns VG.
mbl.is Fjölmenni á félagsfundi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óformleg krafa Árna Þórs: "Mældu rétt strákur"

„Ég er alveg stórundrandi á þessu. Þetta fólk er boðað hingað sem lögfræðingar Seðlabankans og þá væntir maður þess að það sé að tala í nafni sinnar stofnunar. Það gefur því auðvitað ákveðna vigt í sjálfu sér. Þau gagnrýna ýmislegt í þessum samningi en gagnrýnin verður að vera á réttum forsendum. Það má ekki villa á sér heimildir,“ segir Árni Þór Sigurðsson.

 Ríkisstjórnin ætlaðist til þess að  Seðlabankinn veitti jákvæða umsög um Icesave samninginn og því var yfirlögfræðingi bankans falið að draga úr  gagnrýninni , það gerði hann svona: 

"Fulltrúar Seðlabankans voru kallaðir á fund þingnefnda vegna Icesave-málsins, í krafti stöðu sinnar, en töluðu samkvæmt bréfi aðallögfræðings Seðlabankans sem einstaklingar."       

Þá vaknar  spurningin hvort aðallögfræðingur Seðlabankans sé sem einstaklingur að skrifa svona furðulegt bréf  í þá einstaklingsins Svavars Gestssonar og einhverra einstaklinga í ríkisstjórninni  sem kunna að vera vinir hans.

Með því að formaður utanríkisnefndar krefjist þess að litið verði á lögfræðinga Seðlabankans sem einstaklinga og haldi því fram að umsögn þeirra lykti af pólitík er hann að krefjast þess að sannleikanum verði hagrætt. Eða er Árni Þór kannski bara einstaklingur að velta óformlega vöngum yfir öðrum einstaklingum?

 

 


mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RUV leyfir EB áróður undir yfirskini fræðslu

Vitað er að Evrópusambandið eyðir meiru í auglýsingar en CocaCola stærsti hluti auglýsingana fer til kynningarmála í tengslum við stækkunarferli. Undanfarið hefur Ríkisútvarpið tekið það upp hjá sér að vera með áróður fyrir Evrópusambandinu undir því yfirskini að um fræðsluefni sé að ræða. Átta "fræðsluþættir" hafa verið sýndir milli frétta og veðurs og til stendur að gefa út þessa svokölluðu "fræðslu"-þætti. Steininn tók þó úr ekki alls fyrir löngu þegar Ríkissjónvarpið sýndi grímulausan áróðusþátt sem þó var greinilega kynntur sem fræðsluefni um sjávarútvegsstefnu EB og var þulur Sjónvarpsins látinn lesa boðskapinn, sem samin var af Aðalsteini Leifssyni sem kynntur var sem kennari við Háskólann í Reykjavík. Í kynningunni var því þó ekki haldið til haga að hann hefði verið erindreki EB og fulltrúi Samfylkingarinnar í Evrópunefndinni. Áróður Aðalsteins var svo svæsinn að mér datt í hug að googla manninn og kom þá þetta í ljós: "European Union - EU
1998 - 2001
Delegation of the European Commission to Iceland and Norway
Ráðgjafi og uppýsingafulltrúi"

 

Efnið var greinilega kynnt sem fræðsluefni en þess ekki getið að nefndur maður hefur verið launaður erindreki EU og fulltrúi Samfylkingarinnar í evrópunefndinni.

Það sem mér finnst einkum aðfinnsluvert er ekki það að hann skuli eingöngu hafa dregið fram kosti og sleppt göllum aðildar heldur beinar rangfærslur og að enginn greinarmunur var gerður á Rómarsáttmála og tímabundnum reglum. Í besta falli mætti segja að “kynningin” hafi verið grunn og einhliða.

Þættirnir eru á RUV vefnum og verða gefnir út síðar. Ég hef því miður ekki tíma til að leita að þessu, allavega ekki núna.


mbl.is Klækjabrögð eða nauðsyn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómi yfir illræmdum nauðgara verður áfrýjað

Ég fagna því að þessi garmur sem beitti konu sína svo langvarandi, miskunnarlaus og ómanneskjulegu ofbeldi, skuli nú vera kominn á bak við lás og slá. Ég ætla ekki að fara í smáatriði en læt nægja að hafa eftir héraðsdómi:  "Brot mannsins eigi sér enga hliðstæðu í réttarframkvæmd hér á landi og að hann eigi sér engar málsbætur." Að mínu mati er þessi einstaklingur stórhættulegur umhverfi sínu og ég vona að  fundin verði lausn á því.  Refsiramminn var aðeins nýttur til hálfs en ég veit að dómnum verður áfrýjað.

 


mbl.is Átta ár fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert viðtal við Svavar Gestsson

Svavar_GestssonVegna aðildar Íslands að EES vorum við skuldbundin til að leyfa Icesave.  Tryggingasjóður innlánsstofnana var líka hannaður s.k.v. evrópskum stöðlum sem við vorum skylduð til að taka upp. Sérfæðingar telja því að sökin liggi hjá Evrópusambandinu a.m.k að stærstum hluta. Í viðtali í Morgunblaðinu skömmu eftir undirritun samningsins sagði Svavar Gestsson að enginn þrýstingur hafi verið að ljúka samningum. Orðrétt sagði hann þetta: "Ég var bara orðinn leiður á að hafa þetta hangandi yfir mér" Svo hló hann.

Í máli hans kom fram að ef þetta hefði ekki verið gert upp hefði allt innistæðukerfi Evrópu hrunið. En nú þurfi menn ekki lengur að hafa áhyggjur af því.  "Við erum í rauninni að bera burt syndir heimsins, eins og sagt var um Jesú Krist" sagði aðalsamningamaður Íslands.

Hvað segja guðfræðingar um þetta?

 


Ástæður þess að ríkisstjónin vildi leyna Icesave samningnum

Ríkisstjórnin reyndi í lengstu lög að halda Icesave samningnum leyndum fyrir þjóðinni og jafnvel þinginu. Samt er almenningi ætlað að borga en almenningi var ekki ætlað að vita neitt um hvað málið snérist. Það var ekki fyrr en samningamenn Hollands laumuðu samningnum að Íslendingum sem komu honum til ríkisútvarpsins sem varnirnar brustu.

Daginn eftir neyddist ríkisstjórnin að leyfa þingmönnum að lesa leyniplaggið.

Hérna koma greinarnar sem ríkisstjórnin vildi fela

 

H

 


mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pétur Blöndal mun verja ríkisstjórninna falli

Látið hefur verið að því liggja að ríkisstjórnin gæti fallið ef Icesave samningarnir yrðu fellir. Þannig hefur verið settur óeðlilegur þrýstingur á fáeina þingmenn VG sem vilja eiga það við samvisku sína hvaða afstöðu þeir taka í málinu. Þetta er óheppilegt því málið er af þeirri stærðargráðu að best væri að þjóðin stæði saman sem einn maður.

Nú hefur Pétur Blöndal afdráttarlaust lýst því yfir að hann muni verja stjórnina falli berist vantraust á hana vegna málsins. Ásbjörn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir  og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið í sama streng.  Vonandi getur þingheimur sammælst um það að ræða málin af yfirvegun og láta ekki koma til stjórnarslita. 


mbl.is Skoða Icesave-gögn í lokuðu herbergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð mæting ávísun á betri Icesave samninga

Oft var þörf en nú er nauðsyn. Bretar sendu harðsnúna samningamenn gegn íslenskum viðvaningum, niðurstöðuna þekkja allir.  Þjóðin er andsnúin þessu hörmulega samningsuppkasti  en bæði ráðamenn og hún sjálf er dofin. Stjórnmálamenn sem hafa gert óteljandi mistök virðast ekki með sjálfum sér.  Hættan er sú að mönnum sé svo mikið í mun "að komast í 7 ára skjól" að þeir semji komandi kynslóðir í skuldaánauð. Það má ekki gerast! Þess vegan verðum við að mæta og sýna stjórnmálamönnunum okkar, sem eru upp til hópa gott fólk, stuðning og aðhald. Þannig og einungis þannig ná þeir betri samningum.3622331080_b0d913e76bHIK-ICESLAVE


mbl.is Borgarafundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunn umfjöllun RUV um ESB

Nokkur aðildarríki ESB hyggja gott til glóðarinnar að fá  Ísland á hnjánum inn í bandalagið og fá auðlindir hafsins sem töpuðust þeim í þorskastríðum nú á silfurfati. Hérlendis hafa handlangarar þeirra, fjölmiðlarnir,  verið sporléttir við að fegra fyrirheitna landið.

Undanfarið hefur RUV verið með svokallaða umfjöllun sem er vægast sagt ótrúlega grunn. Kallaður hefur verið til ESB-sinni og dubbaður upp sem álitsgjafi. Hann hefur ranglega haldið því fram að engin hætta  sé á að við þurfum að deila fiskistofnunum hérlendis með öðrum löndum. Með þessu er álitsgjafinn að  setja undir sama hatt grunnlög sambandsins og tímabundnar reglugerðir sem auðvelt er að breyta.

Núna kemur þessi sami undarlegi álitsgjafi og heldur því fram að matvælaverð muni stórlega lækka hérlendis einungis við að landið gangi í ESB.

Við erum nú þegar í tollabandalagi með ESB í gegn um EES þannig að almenna reglan er að það eru engir tollar á vörur frá ESB. Varðandi sumar landbúnaðarvörur þá eru takmarkanir í formi kvóta og heilbrigðisreglna.

Hvernig getur RUV haldið því fram að vöruverð lækki? Þvert á móti mun vöruverð hækka vegna þess að tolla- og fríverslunarsamningar okkar t.d. við Asíulönd munu falla úr gildi.  ESB aðild mun líka hækka tolla á fiski frá okkur t.d. til Kína og Kóreu.


mbl.is Ekki víst að ESB setji hvalveiðar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband