Breska lögmannsstofna: "Æsseifsamningurinn óljós og ósanngjarn"

s_c63252a345a9ba1f74b9cd78b3156bf4Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir slegið þau vopn úr höndum Steingríms og Jóhönnu að ríkisstjórn hennar og Geirs H Haarde hafi skuldbundið ríkið.   Við þetta bætist að  breska lögmannsstofn Miscon de Reya heldur því fram að Æsseifsamningurinn sé óljós og ósanngjarn auk þess sem vextir séu of háir.  Ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig RUV matreiðir þessa frétt ofan í landsmenn.

Nú verðum við að treysta því að Ólafur Ragnar Grímsson gefi þjóðinni færi á að eiga síðasta orðið í þessu mikilvæga máli.

 


mbl.is Samningarnir hættulega óskýrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eina lausnin er að þýða samninginn yfir á frönsku. Þá hverfa öll vafa atriði.

Í áratugi voru allir milliríkjasamningar hafðir á frönsku, til að fyrirbyggja miskilning . Franskan hefur orðaforðann sem þarf.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 18:40

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Við erum alltaf að fá ábendingar um að þessir samningar séu ómögulegir fyrir okkur að öllu leyti.

Steingrímur var ekki hrifinn af þessari lögfræðistofu sem sendi svör við spurningum sem sennilega ríkisstjórnin óskaði eftir? Steingrímur sagði að þetta væri lítt þekkt lögfræðistofa sem er ekki rétt og þeir hafi ekki skilað sumum svörum sem óskað var eftir og svo voru þeir að skrifa um fleira sem var ekki lagt fyrir þá. Ég man ekki hvernig hann orðaði þetta en þetta var broslegt. Þessir lögmenn eru greinilega slettirekur að skipta sér að málefnum sem þeim kemur ekki við.

Ég held að við ættum að mæta 20 janúar á Austurvöll eins og fyrir ári síðan og heimta að þessi ríkisstjórn segi af sér. Þetta er ömurlegasta ríkisstjórn sem hefur verið hér við völd og hafa þær margar ekki verið uppá marga fiska. Það er hvorki fuglar né fiskar að finna hjá Steingrími og Jóhönnu.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.12.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband