Íslenskir útgerðarmenn við dauðans dyr. Færeyskir brosa breitt
Föstudagur, 30. október 2009
Fyrir um 10 árum voru Færeyingar í djúpri kreppu sem kom fram í verðlausum og óseljanlegum eignum, atvinnuleysi og landflótta, Þetta leiddi til bankahruns enda bjuggu þeir við skuldsett kvótakerfi og þjóðin var að sligast undan erlendum skuldum. Alþjóða hafrannsóknarráðið sagði þeim að draga úr afla en þeir óskuðu jafnframt eftir að fá íslenskan fiskifræðing Jón Kristjánsson til ráðgjafar.
Jón Bjarnason, góður maður en brestur kjark
Vandinn var svo mikill að það var ekki tími til að skipa nefnd svo þeir fóru að ráðum Jóns og afnámu kvótakerfið og þar með brottkastinu á einni nóttu. Í dag dettur engum að hverfa aftur til kvótakerfisins enda er sjávarútvegurinn nær skuldlaus og gengur vel. Færeyingar eru aflögufærir og lána Íslendingum vaxta- og skilyrðalaust enda eru þeir þakklátir Íslendingum fyrir að hafa vísað sér veginn út úr kvótakerfinu og losað sig við skuldirnar og brottkast, Í Færeyjum þrífast ekki fiskbúðir því fólk fær að hirða hluta af því sem annars hefði þurft að fleyja.
Hér grætur útgerðaraðallinn og þykist vera að deyja úr hræðsluhrolli yfir tilhugsuninni einni saman að 5% aflaheimildanna verði kallaðar inn ár hvert. Ástæðan er sú að ríkisstjórnarflokkarnir þurftu, til að ná kosningu, að lofa almenningi að strax yrði farið í þessa innköllun. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert með bindandi úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. En setti þó á laggirnar nefnd skipaða stuðningsmönnum núverandi kerfis. Jón Bjarnason brestur kjark og því þarf hann að skýla sér á bak við úrskurð þeirrar nefndar. Af tvennu illu kýs ríkisstjórnin frekar að taka erlend lán en að afnema brottkast.
Segir innköllun aflaheimilda þýða fjöldagjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Evrópumál, Fjármál | Breytt s.d. kl. 07:50 | Facebook
Athugasemdir
Það væri besta ráðið að innkalla allar veiðiheimildir strax. Þeir fara hvort sem er á hausinn, það er bara verið að lengja í snörunni.
Bjarni Kjartansson, 30.10.2009 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.