Hver þýðir bréf Jóhönnu? Sjá norska og íslenska bréfið

Sjá hér norska fréttaumfjöllum og bréf Jóhönnu á norsku.

 

Ótrúlega mikill merkingarmunur er á klögubréfinu sem forsætisráðuneytið sendi til Noregs og íslensku þýðingunni sem send var fjölmiðlum. Takið eftir að í norska bréfinu er beinlínis kvartað undan  Lundteigen og sagt að honum sé kunn afstaða norsku stjórnarinnar en í íslensku þýðingunni er sagt að okkur sé kunnugt um afstöðu norsku stjórnarinnar. Hver þýðir bréf Jóhönnu á íslensku?

 

 

J"eg beklager at tage op en sag som har fået relativt stor opmærksomhed i Island, d.v.s. Per Olav Lundteigens erklæring til en Althingsmand fra det islandske Fremskridtsparti, Senterpartiets søsterparti, om at Norge er villig til at låne Island 100 milliarder norske kroner. Vi ved godt at Lundteigen taler for egen regning og kender godt den norske regerings holdning men det gælder ikke for alle her i landet og Fremskridtspartiet i Island beskylder regeringen for ikke at følge op på deres initiativ.

Til at undgå fortsat tvivl, vil jeg gerne spørge om den norske regerings holdning kan blive videre klargjort i svar til Lundteigens udspil? Er hans udspil realistiskt?

Jeg ville gerne få svar fra dig så tidligt som muligt.

Jeg glæder mig til det nordiske møde i Stockholm i slutning af denne måned.

Med venlig hilsen,

Jóhanna."

 

 

 

 

Íslenska þýðing forsætisráðuneytisins:

Kæri Jens

Ég endurtek hjartanlegar hamingjuóskir mínar með árangurinn í kosningunum en hér á Íslandi er ríkisstjórnin því miður að fást við fjölmörg erfið málefni.

Mér þykir miður að trufla með að nefna við þig mál sem hefur vakið talsvert mikla athygli á Íslandi, það er að segja yfirlýsingu Per Olav Lundteigens til alþingismanns íslenska Framsóknarflokksins, systurflokks Miðflokksins, um að Noregur sé reiðubúinn að lána Íslandi 100 milljarða norskra króna. Við gerum okkur vel ljóst að Lundteigen talar fyrir sig og afstaða norsku ríkisstjórnarinnar er okkur vel kunn. Það gildir hins vegar ekki um alla hér á landi og Framsóknarflokkurinn á Íslandi sakar okkur um að fylgja ekki eftir frumkvæði sínu.

Til þess að komast hjá frekari vafa, vil ég leyfa mér að spyrja hvort hægt sé að fá nánari skýringar á afstöðu norsku stjórnarinnar sem svari tillögu Lundteigens? Er útspil hans raunhæft? Mér þætti vænt um að fá svar frá þér við fyrsta tækifæri. Ég hlakka til norræna fundarins í lok þessa mánaðar.

Með kærri kveðju, Jóhanna

 


mbl.is Ekki þörf á norsku láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála að þýðingin er dálítið klaufaleg, en af samhengingu má samt ráða að (í norsku þýðingunni) að átt er við að íslensku stjórninni er kunnugt um afstöðu norsku stjórnarinnar, ekki Lundteigen.

Það er alveg hárrétt annars sem kemur fram í þessu bréfir að Lundteigen talar fyrir eigin munn og ekki ríkistjórnarinnar. Það er kjarni þessa fáránlega máls og flóknara er það ekki. Að sumir vilji ekki sjá hvert sé hið eiginlega erindi framsóknarmanna er hinsvegar annað mál.

Jón (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 09:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki það eina að þýðingin sé klaufaleg heldur hef ég ekki enn getað áttað mig á því á hvaða tungumáli bréfið frá Jóhönnu á að vera, ég er nokkuð klár á því að ég hefði ekki fengið háa einkunn í dönsku ef ég hefði sent frá mér svona stíl þegar ég var í barnaskóla ég hef búið í Noregi og þetta bréf á lítið skylt við Norsku, hvort sem menn eru að tala um bókmál eða nýNorsku.

Jóhann Elíasson, 12.10.2009 kl. 10:06

3 identicon

Bréfið er á dönsku.

Jón (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:16

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef bréfið er á dönsku þá veitir bréfritar ekkert af að fara á dönskunámskeið!

Jóhann Elíasson, 12.10.2009 kl. 10:23

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sælir Jón og Jóhann,

" Vi ved godt at Lundteigen taler for egen regning og kender godt den norske regerings holdning men det gælder ikke for alle her i landet og Fremskridtspartiet i Island beskylder regeringen for ikke at følge op på deres initiativ."

Þetta má þýða svona: "Við vitum vel að Lundteigen talar á sinn kostnað og veit vel um afstöðu norsku stjórnarinnar en það sama á ekki við um alla hérlendis og Framsóknarflokkurinn á Íslandi sakar ríkisstjórnina um að fylgja ekki eftir frumkvæði sínu."  Þýðing forsætisráðuneytisins er röng þó með góðum vilja megi ef til vill giska á hvað þeir geti átt við. 

Hvernig stendur á þessu rugli?  Var bréfið samið "norsku" og þýtt yfir á íslensku eða öfuggt?  

Sigurður Þórðarson, 12.10.2009 kl. 10:26

6 Smámynd: Halla Rut

Sama hvað nákvæmlega stendur í þessu bréfi þá er bréfið aulalegt og hefði þessi ríkisstjórn að vera löngu búin að senda sterka nefnd um allan heim að tala máli okkar og reyna að fá hjálp. Leggja niður allar skrifstofur erlendis og setja allan aurinn í þetta verkefni.

Halla Rut , 12.10.2009 kl. 10:31

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Halla,

Ég er þokkalegur í norsku og ég er steinhissa á þessu bréfi. Ef þau geta ómögulega komið þessu saman á norsku áttu þau að skrifa það á íslensku og fá íslenska sendiráðið í Osló til að þýða bréfið á norsku.

Við erum að tala um 2500 milljarða og það er ótrúlega aulalegt að skrifa svona bréf.  

Sigurður Þórðarson, 12.10.2009 kl. 10:38

8 Smámynd: Halla Rut

Sýnir bara hve vanhæf þau eru. Því skullaðist hún ekki til Noregs fyrir löngu og ræddi við þá. Eða kannski var ágætt að hún gerði það ekki fyrst þetta eru vinnubrögðin.

Halla Rut , 12.10.2009 kl. 11:03

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það má lesa út úr bréfinu að hún vill ekki fá lán frá Noregi. Þau vilja halda sig við AGS, Icesave og ESB

Sigurður Þórðarson, 12.10.2009 kl. 11:13

10 identicon

Þið eruð nú meiri kverulantarnir. Ég skil þessa margumræddu setningu þannig;

"Við vitum vel að Lundteigen talar á sinn kostnað og þekkjum vel afstöðu norsku stjórnarinnar"

auk þess kemur þetta fram í heildarsamhengi setningarinnar (en það sama á ekki við um alla hérlendis) Lundteigen býr ekki á Íslandi eða hvað?

Norska ríkisstjórnin hefur margendurtekið sína afstöðu. Það vandræðalega við þetta bréf er kannski helst að verið er að spyrja um eitthvað sem búið er að svara með vægast sagt afgerandi hætti. Tilgangurinn er að lægja þetta fár sem Framsóknarflokkur í samráði við Lundteigen hefur komið af stað. Lundteigen er pólitískur refur sem er að misnota stöðuna með innihaldslausum hyllingum. Það vita þetta allir sem koma nálægt norskum stjórnmálum.

Farið svo að hætta þessu þrasi um tittlingaskít.

Jón (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 11:44

11 identicon

Þetta er sprenghlægileg þræta. Hér tala menn eins og þeir telji sig vel fróða um norsku og dönsku, telja að sé bréf þetta á dönsku, þurfi ritari þess að fara á dönskunámskeið, og klykkja út með því að Lundteigen tali á "eigin kostnað."

Einnig er fullyrt: "Þýðing forsætisráðuneytisins er röng þó með góðum vilja megi ef til vill giska á hvað þeir geti átt við." 

Merkilegt hvað menn sem skilja varla bréfið, skuli fullyrða svona.

Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:39

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæti Jón, þér finnst það kannski alger tittlingaskítur en í norska bréfinu segir að Lundteigen þekki afstöðu norsku stjórnarinnar. Í íslenska bréfinu segir að við þekkjum afstöðu norsku stjórnarinnar. Ef norski textinn er sá upprunalegi þá undrast ég hvers vegna fornafnið við kemur í íslensku þýðinguna en þess utan er kender eins í eintölu og fleirtölu.

 Það er vægst sagt dapurlegt og metnaðarlaust að senda bréf til forsætisráðherra Noregs til að ámálga lán fyrir 2500 milljarða og orða það þannig að hann þurfi giska á hvað bréfsritari meinti út frá þeirri staðreynd að Lundteigen búi í Noregi og þess vegna vanti persónufornafn 1. persónu fleirtölu (við) í textann. 

Sigurður Þórðarson, 12.10.2009 kl. 14:25

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gísli Ásgeirsson, það er gott að þér þyki þetta sprenghlægilegt. Ég veit vel að það er afkáraleg íslenska að segja einhvern tala á sinn kostnað en það er líka afkáraleg norska  að segja um einhvern að hann  "taler for egen regning" í því samhengi sem það er gert þarna.

Ég tel mig skilja norsku og hef hér rökstutt af hverju það þarf mjög góðan vilja til að giska á hvað við er átt. 

Sigurður Þórðarson, 12.10.2009 kl. 14:46

14 identicon

Skoðaðu þessa gúglleit:

http://www.google.is/search?hl=is&client=firefox-a&rls=org.mozilla%3Aen-US%3Aofficial&hs=lz1&q=%22taler+for+egen+regning%22&btnG=Leita&lr=

Þér finnst þetta afkáraleg norska. Sennilega vegna þess að þetta er danska. Það er gott að þú skulir telja þig skilja norsku. Hvernig ertu annars í dönskunni?

Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:51

15 identicon

Ég hélt ég hefði uppfrætt þig á því Sigurður að bréfið er ritað á dönsku, ekki norsku. Ekki það að mér finnist það skipta máli, né heldur hvort bréfritari hafi viljað segja að Lundteigen eða íslenska ríkistjórnin sem þekkir afstöðu norsku ríkistjórnarinnar. Meira máli skiptir að hér er spurt eftir því hvort fleipur Lundteigen eigi við einhvern staf að styðjast.

Vegna þess að á þessu landi breytast fjaðrir í mikil fuglager á örskömmum tíma. Ekki opnar einn hálfvitinn kjaftinn í svefnrofunum fyrr en allt fuglabjargið er komið á mikið flug og dritið dreifist um aller jarðir.

Núna mega allir vita það sem vitað var hvort eð er; norska ríkistjórnin hefur engu breytt um skilmála lána til Íslands. Punktur.

Jón (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:51

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eins og þú veist þá´eru mörg ritmál í Noregi og eitt þeirra er nánast eins og danska. Þetta breytir ekki því að heppilegra hefði verið að nota ansvar en regning í þessu samhengi. Þetta er ekki aðalatriðið heldur hitt að að fornafnið "við" í íslenska textanum breytir merkingu setningarinnar.

En nóg um málfarið.

Það alvarlega í málinu er það  að forsætisráðuneytið er með þessu bréfi að reyna að eyðileggja framtak manna sem gengur það eitt til að opna útgönguleiðir fyrir Ísland.

Þá vakna spurningarnar:

Er það vegna þess að það er ekki sama hvaðan gott kemur?

Eða hitt að forsætisráðuneytið vilji loka öllum leiðum Íslendinga til að geta smalað þeim Evrópukrónna?

Sigurður Þórðarson, 12.10.2009 kl. 15:13

17 identicon

Sigurður; Ég er sammála þér í því að þú sért búinn að tjá þig nóg um norskt eða danskt málfar því þú sérð ekki muninn. Þú telur greinilega ennþá að þetta sé norska, nema þú sért eitthvað að reyna að afsaka þig með þessum fróðleik um margvísleg ritmál í Noregi.

Í bréfinu er óskað eftir aftöðu norsku ríkistjórnarinnar í ljósi fullyrðinga Lundteigen. Hvernig maður fær það út að það sé aðferð til þess að reyna að eyðileggja eitt eða neitt fæ ég ekki fyrir nokkurn mun skilið. Það er frekar að slíkar fullyrðingar séu til eyðilegginga fallnar.

Jón (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:35

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jón, segir það mönnum eitthvað að forsætisráðherra skuli þá ekki reyna að leiðrétta norska fjölmiðla fyrst þeir misskilja hana eins og þú gefur í skyn?

Sigurður Þórðarson, 12.10.2009 kl. 15:45

20 identicon

Ef þú hefðir lesið þessa grein sjálfur hefðir þú áttað þig á því að það er Lundteigen sjálfur sem vill leggja þennan skilning í spurningu Jóhönnu. Ekki "norskir fjölmiðlar".

Jón (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:46

21 identicon

Norðmenn hitta naglann á höfuðið er þeir kalla hana neikvæða.

"Neikvæða Nornin og Nágrímur".

Steingrímur fer til Noregs og gerir frumathugun á láni.

Það er talið ágætt.

Nú þegar Framsókn gerir slíkt er það heimskilegt (að mati Nornarinnar)

Hún sendir því bréfið [sem í norkum fjölmiðlum er kallað] "Beiðni um neitun" og móðagar þar á slæmri Skandinavísku bæri systurflokk Framsókna sem og Framsókn og Íslaensku þjóðina á einu bretti.

Svo stígur hún í pontu og talar um skotgrafahernað gegn sér.

Hún sló öll vopn úr höndum okkar og gerði samningastöðu okkar endanlega vonlausa með illa undirbúnu rausi sem hún sendir svo til erlendra pólitíkusa.

Þetta er sami vitleysingurinn og hótaði þjóðinni allri og þó sérlega "samstarfsflokki" sínum í sípustu viku að ef ekki yrði skrifað undir núna færi allt í vaskinn.

Er þetta sami aðilinn og sagði að all myndi lagast ef Dabbi færi?

Manneskjan er búinn að sitja á þingi í ÞRIÐJUNG ÚR ÖLD.

Hennar tími er liðinn.... fyrir LÖNGU!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:50

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er er engin vandi að skilja að Jóhanna þykkist fullviss að afstaða Norksu ríkistjórnarinnar hafi ekki breyst og gerir lítið úr áræðanleika norska alþingismanns. Biður um staðfestingu á því.

Nú eru Bretar að flytja inn 25% af sjávarfangshráefni Íslands. Hvernig væri að athuga með að Kínverjar vildu ekki yfir taka þetta magn næst 25 árinn? Samfara aukinni samvinnu svo sem aðstöðu hér í framtíðinni. Kínverjar gleyma engu í 100 ár. Eiga nóg af Dollurum.  Kínverja eru búnir að taka yfir mörg uSA vörumerki og geta framleitt allt milli himins og jarðar og það er hægt að semja um gæði. 

Júlíus Björnsson, 12.10.2009 kl. 16:40

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hahaha.  segir nákvæmlega það sama í hvoru tveggja.  Alveg nákvæmlega.

Ennfremur er bréfið orðað alveg nákvæmlega eins og við var að búast.  Alveg uppá punkt og prik.

Og einnig er svarið algjörlega í samræmi við afstöðu norskra stjórnvalda - bara lengi lengi.  Svo lengi sem elstu menn muna.  Alveg nákvæmlega í samræmi. 

Og hvað eru menn að tala hér ?  Hvaða tal er þetta ??

Er ekki í lagi !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2009 kl. 17:10

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. þetta með að "norskir fjölmiðlar" segi eitthvað - eh þetta er einn maður að skrifa, Thomas Vermes.  Og þessi síðpasta grein hans er eitthvert hringl sem ekkert er byggjandi á.  Prófið að gúggla hann.  Hann var á íslandi fyrir stuttu held eg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2009 kl. 17:14

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Þakka ykkur öllum athugasemdirnar.

Sæll Jón, það hvort ég geti bætt þekkingu mína í skandinavísku málunum gerir málfar  bréfsins "taler for egen regning"   ekki betra, né samræmir það merkingarlegan mismun á íslenskum og dönskum texta. En best væri ef þú segðir vinum þínum í forsætisráðuneytinu að eyða tímanum til þarfari hluta en að skaða hagsmuni Íslands á erlendum vettvangi.

Sæll Óskar, Jóhanna er örugglega vel meinandi en verkefnið er henni ofviða.

Sæll Júlíus,ég er innilega sammála þér við eigum að sjálfsögðu að efla viðskipti við A-Asíu. Þar er mestur hagvöxtur og þar er mikil fiskneysla og vaxandi kaupmáttur. Mikilvægasti þátturinn í því er að ganga ekki í EB því þá lokast fyrir útflutning okkar á fiski til þeirra vegna tolla.

Sæll Ómar og þakka þér fyrir innleggið sem ég skil ekkert í en vona að það sé eitthvað gáfulegt en ef það er ekki svo tek ég viljann fyrir verkið.

Sigurður Þórðarson, 12.10.2009 kl. 19:26

26 identicon

Thomas Vermes með skrifblokkina og Lundteigen á jakkafötunum í pólitískri refskák. Fáránlegt að kalla ummæli eins framsóknarmanns í Noregi "norskir fjölmiðlar segja". Allt eins væri hægt að kalla Höskuld Þór íslenska fjölmiðla og vitna í hann sem almenningsálit á Íslandi.

Íslendingar virðast stundum álíta að það sem einhver segir erlendis sé réttara en það sem sagt er á Íslandi. Stundum passar það, en stundum ekki. Þegar framsóknarmenn segja eitthvað skiptir ekki máli í hvaða landi það er, það stenst enga athugun.

Jón (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 19:27

27 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jón,

ég ´ætla mér ekki það hlutverk að verða málpípa Framsóknarflokksins.

 Það er dapurlegt að Ísland skuli vera tæknilega gjaldþrota en svona er staðan.

 En það er lífsnauðsynlegt fyrir Ísland að losna sem fyrst úr klóm AGA og mér eins og öllum þjóðhollum Íslendingum rennur blóðið til skyldunnar að skoða með opnum hug öll möguleg tækifæri sem til þess gefast. 

Sigurður Þórðarson, 12.10.2009 kl. 20:24

28 identicon

Ég get skrifað undir það, en getum ekki hegðað okkur eins eiturlyfjasjúklingar í leit að næsta skammti. Það eru engir jólasveinar og síst af öllu í Noregi. Það eru hinsvegar tækifærissinnar á hverju horni tilbúnir til þess að gera sér mat úr hvaða titttlingaskít sem er.

Það er hægt að gagnrýna þessa stjórn fyrir margt og tíminn mun sýna hvort þetta fólk vinni landi sínu gagn, en að mínu mati eru hættulegustu flokkar landsins um þessar mundir Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Þeir liggja eins og refir á eftir öllum tækifærum til þess að eyðileggja það starf sem stjórn landsins er að vinna, og er þeim ekki þjóðarhagur fyrir brjósti get ég lofað þér.

Jón (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:37

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er laukrétt hjá þér að helmingaskiptaflokkarnir voru spilltir. Spurðu bara Árna Johnssen, hann hótaði að koma upp um þá ef hann fengi ekki uppreista æru með hraði. Hann var búinn að skrifa bók og geymdi handritið á góðum stað. Sjálfstæðismenn voru voða fúlir út í hann en hundskuðust til að senda hraðboða með bréf frá dómsmálaráðherra til forseta alþingis og Hæstaréttar Íslands, Og þar fauk bókin. Þeir voru hver um annan þveran með lúkurnar í öllum sjóðum, þetta vita allir. Samfylkingin gerði EKKERT til að draga úr spillingunni enda þurftu þeir að vinna upp glataðan tíma. Íslendingar eru komnir vel upp fyrir rauðu strikin varðandi heildaskuldir og skuldir ríkisins þ.e. alþjóðlega mælikvarða AGS um það hvort ríki getur fræðilega staðið undir skuldum sínum.

Mér sýnist Samfylkingin vinna að því að koma landinu bláfátæku og  bjargarlausu inn í EB,  Einhverjir fá að vinna við reglugerðir og eftirlit, með Ísþrælunum líklega stendur metnaður þeirra til þess.

Sigurður Þórðarson, 12.10.2009 kl. 23:43

30 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kartöflur & kattöbblur...

Siggi vinnur þrætuna.

Steingrímur Helgason, 13.10.2009 kl. 00:13

31 Smámynd: Ár & síð

Áætlaðar heildarskatttekjur Noregs á árinu 2010 eru 974,1 milljarður NOK. Trúa menn hér því virkilega að þeir vilji lána rúmlega 10% þeirrar upphæðar gjaldþrota örþjóð í Norðurhöfum og það að mestu án trygginga?
Norðmenn eru velviljaðir en engin fífl, þess vegna búa þeir í Noregi en ekki á Íslandi
Matthías

Ár & síð, 14.10.2009 kl. 15:35

32 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gjaldþrot eða greiðslu erfiðleikar er ekki það sama.  Brúttótekjur sjávarfangshráefni næstu 30 ár eru um [ef við förum ekki í EU og segjum upp ESS: gerum tvíhliðasamninga eins og allar hinar utanútjaðars EU eyjar Atlandshafsins]: 5.160.000 milljarðar Íslenskra króna miðað hagtíðindi 2008. Ekkert nýtt húsnæði þarf næstu 30 árinn ef höldum vel á spilunum og allar líkur er á því að gjaldeyrir vegna eldneytiskaupa minnki í framtíðinni um 30% varnalega. 

Upparnir í USA og Asíu geta örrugglega tekið við af nískupúkunum í EU.

Ísland sem sjálfstæð efnahagslögsaga innlokuð í innri samkeppni EU ríkja í samkeppni um fullvinnslu stækkar ekki við það. 

Meðan meðalráðstöfunarþjóðar tekjur Íslendinga er 30% hærri eða þær sömu og í EU.

Lánar EU okkur ekki sem heild á markaðsvaxta.

Lána hin Samkeppni Ríkin í EU okkur ekki ef það skekkir innri samkeppni.

Norðmenn lán okkur alls ekki ef við förum inn í EU og ráðstöfunartekjurnar lækka um 30% því það myndi flýta fyrir innlimun þeirra og lækkun þeirra ráðstöfunartekna.

Fífl eru þeir sem lána án þessa að græða á því þegar upp er staðið. Eins dauði er annarra brauð. Ísland græðir ekki á fullvinnslu Samkeppni í EU án fullvinnslu. EU aðildar umsóknin lýsir snobbi og Insularity margra fífla á Íslandi.  Lettar er ekki í betri stöðu með formlega aðild.

Júlíus Björnsson, 14.10.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband