Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst Svartur sjór af makríl

Nú berast fréttir af því að óhemju magn af makríl sé á miðunum bæði fyrir austan og vestan. Gamlir sjómenn segja að þetta minni á síldarárin nema að þetta sé margfallt meira. Fyrir austan eru stórir flekkir á hafinu á hefðbundinni síldarslóð þannig að ekki hefur tekist að veiða síld án þess að fá of mikið af makríl, sem ekki má veiða. Breiðafjörðurinn er bunkaður segja menn og fiskveiðieftirlitsmenn frá Fiskistofu, hafa staðið í ströngu á Grundafirði undanfarið við að hafa hemil á börnum sem veiða makríl á stöng og ætluðu að setja makríinn á markað. Mitt í öllum niðurskurðinum fær sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið 7% aukningu. Ekki veitir af.

Fishing%20boat_tcm24-196466 herring


mbl.is Makríll gefur milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ekki er verið að banna börnum að veiða makríl á stöng Siggi? Annars er leiðindadjobb að kassa og ísa makríl. Hann spriklar upp úr kössunum...enn það er gaman að það skuli vera líf í sjónum. Betra enn þessi steindauða Ríkisstjórn sem er svo dauð, að ekki er hægt að ná sambandi við hana gegnum miðilsfund...

Óskar Arnórsson, 5.10.2009 kl. 07:49

2 identicon

Sæll Sigurður og Sæll Óskar.

Við erum allir sammála um að þetta megum við ekki láta fara framhjá okkur. Til einhvers .........er hann kominn !

Kær, kveðja á ykkur báða.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 07:58

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Óskar, ég veit að þetta er ótrúlegt en ég sver að þetta er satt!

Börnin veiddu makríl á stöng við höfnina í Grundafirði og ætluðu að fara með aflann á markað. En þá brást starfsmaður Fiskistofu hart við og hótaði að kæra börnin til lögreglu! 

Sigurður Þórðarson, 5.10.2009 kl. 08:03

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það á að kjöldraga svona labbakúta ef það er ekki þegar búið að því Siggi...Herregud!

Já, þórarinn, það vantar bara að eftirlitsmenn ríkissins fari að telja hornsíli við tjörninna og eitthvað álíka gáfulegt!

Annars er það fiskur sem getur bjargað þessu landi og ekki okurlán. Ég hef reynt að borga mín lán með okurlánum og það bara virkaði ekki neitt.

Makríllinn hefur sjálfsagt frétt af einhverju hallæri á Íslandi og þess vegna kemur hann....einfalt mál, nema hann hafi verið sendur. Hvað veit ég...

Kær kveðja til þín Þórarinn og til Sigga sjóara líka..

Óskar Arnórsson, 5.10.2009 kl. 08:29

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sælir sjóaranr Óskar og Þórarinn.

Það er merkilegt með menntafólkið í þessu landi það virðist hafa meiri áhuga fyrir lánum en tekjum, nema þá skatttekjum.  Áhugi á iðnaði takmarkast við áliðnað sem er á forræði erlendra fjárfesta og svo eftirlitsiðnað, af því að hann er sjálfbær. Fiskar skulu ekki dregnir úr sjó utan kvóta nema ýsur.

Sigurður Þórðarson, 5.10.2009 kl. 10:30

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

... já Siggi. Ísland er að verða eins og moldríkt Afríkuríki þar sem einkavæddir ameríkanar eiga allt. Þeir sem búa í landinu fá ekki einu sinni vinnu þar í námum og öðru þar sem Kaninn keypti notandarétt á öllu verðmætu til 99 ára. Svo eru þeir bara skotnir af hermönnum ef þeir mótmæla. Það stefnir allt í það sama hér.

Leiðinlegt þetta með ýsunna...

Óskar Arnórsson, 5.10.2009 kl. 14:03

7 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Já, það er gott að starfsmenn Fiskistofu eru duglegir að standa vaktina og sinna sínu starfi..... Ekki hafa þeir reyndar verið duglegir við það þegar kemur að því að stöðva brask kvótakónga, t.d. þegar þeir leyfðu stórfelldan flutning á aflamarki í úthafsrækju fáeinum dögum fyrir kvótaáramót, flutning sem augljóslega fór gróflega gegn lögunum! En þeir eru auðvitað uppteknir við að sinna alvöru glæponum. Börn geta verið viðsjárverð....

Þórður Már Jónsson, 5.10.2009 kl. 23:34

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Þórður, gaman að þú skulir líta við. Ég er sammála því að pottur sé brotin þarna og gæti nefnt um það allmörg dæmi. Blogg er þó ekki réttur vettvangur fyrir slíkt.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2009 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband