Vatnasl - Glansinn af ESB aðild orðinn mattur.

Eftir því sem frekari upplýsingar koma fram eyðist gljáinn af ESB. Í nýrri rannsókn Gallup kemur fram að  58,3% frekar eða mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en 41,7% frekar eða mjög hlynnt.

Sögulega séð hefur Íslandi gengið best þegar það hefur haft forræði í eigin málum en ef Ísland yrði aðili að ESB yrði staða þess fyrirsjáanlega mun verri.

Sérstaða Íslands felst í því að Ísland býr við miklar náttúruauðlindir, einhæft atvinnulíf og er mjög háð utanríkisviðskiptum. Helsta auðlind Íslands er sjávarauðlindin.

Ef Ísland gengi í ESB myndi landið missa forræði yfir sjávarauðlindinni til langs tíma (s.k.v. Rómarsáttmálanum) þó við gætum fengið tímabundnar undanþágur eins og Malta, sem Össur hefur oft vitnað til en fiskveiðar þess ríkis eru á við íslenskan vertíðarbát. Ef við gengum í bandalagið yrðum við tafarlaust og undantekningalaust að gangast undir allar tollareglur bandalagsins sem eru alls ekki hannaðar fyrir ríki sem flytja út fisk, heldur þvert á móti.  Þannig myndum við skrúfa fyrir útflutning okkar á fiski til Asíu og víðar, þar sem markaðirnir eru að vaxa hvað mest.  Í Kína og Kóreu var um 40- 60% tollur á fiski en Ísland hefur beint og í gegnum EFTA fengið miklar lækkanir og við vorum langt komin með fríverslunarsamning við þessi ríki en það hefur illu heilli verið sett á ís.  Gagnvart Kína þyrftum við að lækka tolla á skóm og skyrtubolum um 15% sem ætti ekki að skaða okkur en ESB myndi aldrei fallast á.

 


mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi mismunur þarf að vera meiri okkur í hag sem erum andvíg.  Því má ekki draga af því að láta sjónarmið okkar koma fram.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Nýfundnaland á nóg af auðlindum. Nytjaskóga, olíu og margs konar námur. Íbúarnir hafa hins vegar fengið að reyna að með því að ganga í sambandsríki Kanada á sínum tíma gáfu þeir frá sér verðmætustu auðlindina af þeim öllum: Sjálfstæðið.

Hörmungarsaga Nýfundnalands frá 1949 til dagsins í dag ætti að vera okkur víti til varnaðar. Fámenn þjóð í útjaðri leitaði skjóls hjá stóru sambandsríki og hefur ekki borið sitt barr síðan.

Haraldur Hansson, 4.8.2009 kl. 12:57

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Heildarafli Möltu 2003 ..            1.070.219 Kg

Heildarafli Íslands 2003 ..  1.979.545.000 Kg

Þetta er ekki beint sambærilegt.

Jóhannes H. Laxdal, 4.8.2009 kl. 13:18

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég ætla aðeins að leiðrétta þig varðandi Möltu. Fiskveiðar Möltu eru á við eina ágætis tryllu sem gerir út frá einni  minnstu höfn landsins. Bárður SH 81 frá Arnarstapa veiðir jafn mikið og allur Maltneski flotinn í fiskveiði lögsögu Maltverja. Fiskveiðar Matlverjar er meira hobbí en alvara.

Fannar frá Rifi, 4.8.2009 kl. 13:23

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ég tók Möltu tölurnar frá Ministry for Resources and Rural Affairs hjá Maltverjum, og Íslensku tölurnar frá Hagstofu Íslands (Þar eru tölurnar í Tonnum, ekki Kg einsog hjá MRAE).

Breytir því samt ekki að þeir veiða svo langtum minna en við að það er varla hægt að bera okkur saman við þá þegar kemur að fiskveiði undanþágum hjá ESB.

Jóhannes H. Laxdal, 4.8.2009 kl. 13:36

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Ásthildur, já tíminn vinnur með okkur og við vinnum með tímanum.

Sigurður Þórðarson, 4.8.2009 kl. 15:30

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Haraldur, já vítin ættu að vera til að varast þau.

Sigurður Þórðarson, 4.8.2009 kl. 15:32

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sælir og takk fyrir innlitin og upplýsingarnar Jóhannes og Fannar.

Það er gott að þetta komi fram því iðulega er gefið í skyn að um sambærileg tilvik sé að ræða.

Sigurður Þórðarson, 4.8.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband