Sjónhverfingar fjármálaráðuneytisins
Föstudagur, 10. júlí 2009
Við skoðun Icesave samkomulagsins hafa komið í ljós margháttar afglöp samninganefndarinnar. Fjármálaráðuneytið hefur nú lagt fram útreikninga sem eiga að sýna að Íslendingar geti greitt Icesave. Í fyrsta lagi er horft fram hjá öðrum skuldum landsins en þar fyrir utan er gert ráð fyrir að þjóðarframleiðsla aukist á örfáum árum um 25% frá þeim tíma sem hún var mest!
Aukin landsframleiðsla. Ætli það sé í fjármálastarfsemi? Mér er sagt að álverðið verði að vera 1650$ tonnið til að standa undir afborgunum af Kárahnjúkum til 40 ára auk vaxta. Reyndar fór verðið hæst upp í 3300$ en lengst af hefur það verið undir þessum mörkum og því er Kárahnjúkavirkjun að sliga Landsvirkjun.
Kárahnjúkavirkjun var á gígantígskan mælikvarða við íslenskt efnahagslíf en samt kostaði virkjunin ekki nema 100 milljarða. Samt ætla stjórnvöld að fara með skuldirnar upp í 2500 milljarða með því að leggja Icesave við þessa 1800 milljarða sem við skuldum nú þegar!!
Forystumenn þjóðarinnar, sem ætla að skuldsetja Ísland fyrir hærri upphæð en hægt er að greiða og gera óborna þegna landsins að Ísþrælum vegna hótunar Evrópusambandsins og ætla síðan að eyða 6-800 milljónir í samningaviðræður í þeim tilgangi að ganga í það sama samband starfa ekki í mínu umboði. Það að þeir reyndu að halda samningnum leyndum jafnframt því að leyna lögfræðiálitinu það er í mínum huga kornið sem fyllir mælinn.
Ég ætlaði að birta myndir af Ragnari Reykás og Össuri Skarphéðinssyni en þær voru ekki tiltækar svo ég læt þetta duga:
1. Efri mynd Steingrímur J Sigfússon
2. Neðri mynd tvífari Össurar Skarphéðinssonar
Sló ekki á fingurna á Ásmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bækur, Heimspeki, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Afleiðingar skattabreytinga eru ekki komnar fram. Neikvæður samdráttur í EU fer vaxandi [Eina bakland Íslands]. USA fjárfestar sem eftir eru í EU [flestir nú í Kína eða Asíu] keyptu sér tryggingar fyrir væntanlegu hruni í fyrra haust. Ekkert fæst ókeypis ekki einu sinn hagvöxtur.
Er Steingrímur að gaspra eða er hann búin selja eitthvað af þjóðarauðnum eftir leyni leiðum?
Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 23:51
stjórnmálegum leyni leiðum.
Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 23:52
Sæll Júlli, ert þú vel að þér í ættfræði? Mér datt í hug hvort þú vissir um skyldleika þeirra Ragnars Reyás og Steingríms?
Sigurður Þórðarson, 11.7.2009 kl. 00:10
Ef Steingrímur setti upp derhúfu væri erfiðara að þekkja þá Ragnar Reykás í sundur en tvífara Össsurar með Frissa fríska í fanginu.
Jens Guð, 11.7.2009 kl. 01:09
Ég vissi ekki um hann en sonur minn heitir Þórður og er niðji sr. Þórðar Brynjólfssonar í Kálfafelli bróður Ástríðar formóður Þórðar safnvarðar á Skógum. Þau systkinin voru frá Skipholti í Landeyjum.
Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 01:35
Sæll Jens, já það væri reynandi fyrir Steingrím að fjárfesta í derhúfu.
Sigurður Þórðarson, 11.7.2009 kl. 07:48
Komdu fagnandi Júlíus með þessar gagnlegu upplýsingar, sem duga þó ekki til að rekja þetta alla leið. Ég lýsi eftir vönduðum ættfræðingi til aðstoðar. Hvernig er með Jón Val Jensson.
Sigurður Þórðarson, 11.7.2009 kl. 07:53
Sæll Sigurður.
þessar tölur um Icesave eru breytilegar frá degi til dags því að það eru svo margar og mismunandi forsendur gefnar í útreikningunum og svo er það gengisPENDÚLLINN !
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 09:16
Sæll Þórarinn, ég helda að þeim sé alveg sama. Þeir vita sem er að við getum aldrei borðað þetta.
Sigurður Þórðarson, 11.7.2009 kl. 09:58
Ég meinti borgað
Sigurður Þórðarson, 11.7.2009 kl. 10:02
Ja hérna Siggi minn.
Ég held að Össur myndi vilja eiga þennan kropp. Tvífarinn miklu grennri en Össur.
Það gengur mikið á hjá okkur, krónan brennur og Valhöll rústir einar eftir brunann í gær.
Guð veri með þér grínisti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.7.2009 kl. 17:35
Virðist vera rúinn inn að skinni. Kannski lent í Icesave.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2009 kl. 20:42
Satt segir þú kæra Rósa, hann Össur myndi áreiðanlega vilja líkjast tvífaranum meir bæði hvað snertir útlit og innræti. Gakktu á Guðs vegum.
Sigurður Þórðarson, 11.7.2009 kl. 21:16
Sæl ágæta Jakobína, Össur er rúinn trausti en tvífarinn unir glaður við sitt, laus við slóttugheit.Er hanshlutskipti ekki betra?
Svík þú aldrei ættland þitt í tryggðum//drekk þú heldur já ................
Sigurður Þórðarson, 11.7.2009 kl. 21:21
Malta á sínum tíma Kúpa miðjarðarhafsins íbúatala um 100.000 -nær engar þjóðartekjur eða náttúru auðlindir per íbúa. Fékk þýðingarstyrki. Samfara aðildarumræðum. Mun Össur hafa sagt, færandi hendi. Nú nærri 400 þúsund : nýbúar frá Afríku vegna vinnu við 5 Besta Sjúkrahúsakerfi heimsins WHO. Það er gott fyrir EU elítuna að lúxusinn sé utan Meginlandsins. " Sameinuð séum vér í fjölbreytni"er mottó EU, hver þjóð fyrir sig og hver stétt fyrir sig. Ein ein þjóða er Elíta allralanda söm við sig í þúsund ár. Sníkju-auðmagnssýkin er með eindæmum.
Júlíus Björnsson, 12.7.2009 kl. 12:06
Það er hægt að fá það út sem þér hentar ef þú gefur þér þær forsendur sem þér henta en tekur hitt ekki með í reikninginn.
Hannes, 12.7.2009 kl. 17:22
Júlíus? Er ekki kominn tími til að fara að virkja þig? Við erum að fara að undirbúa stríðið um Ísland Allar góðir hugar og hendur eru þannig velkomnar. Það er svo margt fróðlegt sem mér finnst þú vera að skrifa. Við þurfum að nýta okkur það betur í nálægðinni.
Guðni Karl Harðarson, 13.7.2009 kl. 08:34
Sæll Sigurður, flottar myndir sem þú settir þarna inn. En ég man ekki til þess að Össur lýti svona settlega út
Ég öfunda manninn með kroppinn við tölvuna þó
Guðni Karl Harðarson, 13.7.2009 kl. 08:39
Hannes. Ég veit ekki hvern þú ert sérstaklega að skrifa til með þínu innleggi. Ég ætla að lofa þér því að ég er búinn að skoða allt gera nær allt. Vera innanum alla. Sjá hugmyndir allra og velta þeim fyrir mér.
Ef þú tekur þér tíma til að skoða hvar ég stend þá getur þú kannski vellt fyrir þér hvort ég hafi ekki einmitt skoðað allar forsendurnar og tek allt með í reikninginn?!
Guðni Karl Harðarson, 13.7.2009 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.