Grunaður um "einhverskonar" kynlíf

Lögreglan á á Jótlandi hefur rökstuddan grun um að bílstjóri sem lenti utan vegar hafi lagt Shakes-in-love-mov-poster stund á "einhverskonar kynlíf" (en eller anden form af sex). Hinn athugli lögreglumaður sem rannsakar málið benti á máli sínu til stuðnings að einungis tveir hefðu verið í bílnum þ.e. bílstjóri og farþegi og hafi báðir verið í sitthvoru framsætinu. Þess utan væri farþegi og bílstjóri af gagnstæðu kyni og fyrr um daginn hafði sést til þeirra á bílastæði þar sem þau kysstust. Öll þessi atriði bentu til þess að um "einhverskonar" kynlíf gæti hafa um verið að ræða en þó var ekki hægt að fullyrða að svo sé.
mbl.is Kynlífið endaði með ósköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Mjög grunsamlegt.

Ríkisstjórnin og IMF ættu að ráða þessar löggur í vinnu því að bráðum þarf að leggja á aukna skatta - t.d á ; allt kynlíf (það verður blár sparibaukur á náttborðum landsmanna á vegum ríkisins) einnig skattur á að gá til veðurs og skrefgjald fyrir göngutúrana.

Það verður í nógu að snúast að hafa eftirlit með þessu, þar gætu löggur af þessu tagi komið að góðum notum.

Ólafur Eiríksson, 23.6.2009 kl. 01:10

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Ólafur þetta hefur verið rætt hjá framkvæmdaráði Reykjavíkurborgar og í sparnaðarskyni hafa menn hugleitt að stöðumælaverðir taki þetta að sér á vöktum eða  í yfirvinnu ef þörf krefur

Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband